Gengur ekki Íhaldsjöfnuðurinn í Kópavogi jafnt yfir alla?

Kona sem vinnur hjá Kópavogsbæ kærði eðlilega launamun á henni og karli í sambærilegu starfi. Kópavogsbær brá við hart og jafnaði launin. En bærinn fór þá fáheyrðu leið, að í stað þess að hækka laun konunnar til jafns við karlinn þá lækkuðu þeir laun karlsins!

Nú hlýtur bæjarstjórn Kópavogs, vilji hún vera sjálfri sér samkvæm, að taka sín laun og laun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra til endurskoðunar og jafna þau niður á það sem lægst gerist í örðum bæjarfélögum. Annað væri ekki sanngjarnt og réttlátt!

En ólíklegt er að Íhaldinu í Kópavogi, frekar en annarstaðar, sé sanngirni og réttlæti eitthvert sérstakt kappsmál.

Bæjarstjórn Kópavogs sendir, með þessum ótrúlega gjörningi, skýr skilaboð til bæði kvenna og karla sem starfa hjá bænum, konunum að slíkt brambolt muni þeim engu skila og körlunum hvaða afleiðingar það hafi fyrir þá að styðja konur í jafn sjálfsögðu réttlætismáli.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekki Kópavogsbær sem kærði. Kópavogur vildi borga meira fyrir menntaðri starfsmann þó menntunin væri ekki akkúrat á starfssviðinu. Nú ber þeim að borga bara fyrir þá menntun sem starfið krefst. Gallinn er hinsvegar sá að þó karlmaður hafi lækkað í þessu tilviki þá eru konur frekar með aukagreiðslur fyrir menntun sem er umfram kröfur. Þetta mun því lækka launakostnað Kópavogsbæjar og telur þar mest lækkun meðallauna kvenna hjá Kópavogsbæ.

Laun bæjarstjórnar koma greiðslum fyrir meiri menntun ekkert við.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 16:29

2 identicon

Getur fólk ekki bara gert einsog Jón Gnarr

og unnið launalaust

því þó hurðin sé mertkt  Friðarbull

til að  Reykjavíkurborg borgi

þá vita allir að þetta er kosningaskrifstofa

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/31/skorar_a_olaf_ragnar_ad_bjoda_sig_fram/

Grímur (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 17:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ufsi, það var konan sem kærði, ég segi það í fyrstu setningu. Það breytir engu þó það hafi verið einhver úrskurðanefnd sem ákvað vitleysuna. Bæjarstjórn tók úrskurðinn og gerði að sínum og ber því ábyrgð á bullinu. Ekkert bannar bæjarstjórn að gera betur en samningar segja til um.

Ég er ekkert að menntatengja laun bæjarstjórnar aðeins að segja að bæjarstjórn hljóti að taka eigin rök og "jafna" sín eigin laun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2015 kl. 17:50

4 identicon

Sæll Axel.

Held að það þurfi ekkert íhaldsjöfnuð í Kópavogi frekar

en annan flokksjöfnuð til að framkvæma svona vitleysu.

Þessi stjórnmálastétt, sér um sig og sína og besta vitleysan

eins og þú orðaðir svo vel með ráðningu Gunnars Birgis,

sem bæjarstjóra fyrir Fjallabygggð,

"Er endurvinnslan komin yfir strikið"

Þarf að segja eitthvað meira...??

Ekki var það íhaldið sem ákvað að ráða hann sem

bæjarstjóra..!!!!

En engvu að síður, þá er þessi launalækkun, öllum þeim

sem að þeirri ákvörðun stóðu,

til háborinnar skammar, svo vægt sé til orða tekið.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 18:31

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eitt af því sem karlrembum allra trúarbragða-stöðutákna reynist erfiðast, er að samþykkja sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni, litarhætti, þjóðerni og þjóðfélagsstöðu. Og óraunhæft er að reikna með nokkurri kvenvirðingu, með sömu áframhaldandi Páfa-karlrembustjórnun trúarbragðaöfga heimsins.

Öfgamúslímar og öfgakristnir karlmenn lifa í þeirri sjálfsblekkingu, að verk og réttindi kvenna séu óæðri verkum og réttindum karla.

Ekki er mögulegt fyrir venjulegt, siðferðislega heilbrigt og heiðarlega sanngjarnt hugsandi fólk, að skilja svona öfgakenndar ójöfnunar og ósanngirnis blekkingarskoðanir valdasjúkra kúgara.

Verst af öllu er ef fólk misnotar aðstöðu sína og frelsi, til að brjóta niður áratuga og aldagamla baráttu fyrir jöfnuði og sanngirni.

Því miður eru of margir til sölu til niðurbrots-svikaverka.

Sem brýtur svo niður alla fyrri tíma réttindabaráttu, ef ekki er gripið inní þá siðleysis-atburðarrás keyptra/kúgaðra "svikara". Umfram allt verður að grípa inn í þá vegvilltu ófæru, með friðsamlegri og sanngjarnri umræðu, og rökstuddri baráttu gegn ójöfnuði, svikum og blekkingunum þeirra bankarænandi og kúgandi.

Almenningur á Íslandi gerir sér enga grein fyrir hvernig ástandið yrði hér á landi og víðar í Evrópu, ef flóttafólk frá öfgastýrðum og herteknum löndum, af ólíkum trúarbrögðum tækju við stjórninni. Fólk sem ekki hefur unnið með flóttafólki frá NATO-herteknum svæðum, gerir sér enga grein fyrir öllum mannskemmandi hörmungunum, sem hertökur vesturlanda hafa skilið eftir sig, í í hjartasárum þessa NATO-herteknu saklausu einstaklinga.

Áfallahjálp er bara marklaust hjal hér á vesturlöndum, þegar kemur að því að veita þessum stríðshröktu einstaklingum raunverulega stríðsflóttamanna-áfallahjálp.

Konur á Íslandi og víðar í Evrópu verða að undirbúa sig undir að verða réttindalausar, ef öfgatrúarbragða/karlrembur allra trúarbragða taka völdin. ESB er ekkert annað en vel skipulagðar karlrembu/trúarbragðaöfgar topp-píramída-stjórnsýslunnar.

En það þýðir víst ekkert að benda á þetta allt.

Vegna þess að valdabanka-trúarbrögð US/USA/ESB-sambandsins hafa náð að heltaka alla "trúlausa", sem eru á lausu. Ásamt grunnskóla/háskóla-heilaþvegnum og "menntarétttrúar-forrituðum".

Brjóstvitið er ekki lengur leyfilegt hjá hinu "siðmentaða" "hámenntaða" og afskynjandi vesturlanda-skólakerfi.

Siðleysið er alsráðandi hjá vesturlanda-bankaræningja-NATO. Og afleiðingarnar verða eðlilega eftir því.

Siðlausar!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2015 kl. 18:33

6 identicon

"venjulegt, siðferðislega heilbrigt og heiðarlega sanngjarnt hugsandi fólk"  Hér er greinilega á ferðinni manneskja sem gerir meiri kröfur til annara en sjálfs sín.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 23:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

"íhaldssöfnuðurinn í kópavogi"

Kæri félagi það er eitthvað að slá saman hjér þér, hér er enginn slíkur söfnuður svo ég vita en get staðfest að það er gott að búa í Kópoavogi.

Óðinn Þórisson, 1.2.2015 kl. 13:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð því miður að vísa meintum samslætti til föðurhúsanna Óðinn.

Ég nefni hvergi neinn söfnuð þó vissulega mætti færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé sértrúarsöfnuður.

Hinsvegar nefni ég jöfnuð - Íhaldsjöfnuð - það er aðeins ein útgáfa til af honum, hvar sumir eru töluvert mikið jafnari en aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2015 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband