Orð og gjörðir

Kontóristar og stjórnarmenn Rio Tinto eru hetjur dagsins, þeir fórna sér til að bjarga verðmætum – enda liggur álið undir skemmdum.

tired-businessman-15018980.jpgÞað verða þreyttar hetjur sem skríða til sængur í kvöld að loknu einu ærlegu dagsverki. Reikna má með að strengir og önnur álagseinkenni, þeim áður óþekkt, verði ríkjandi í kroppum þeirra á morgun og þeir verði enn verkminni en í dag, hafi þeir sig á annað borð út úr rúmi til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall.

Illvígar þrautirnar í stjórnendakroppunum gætu hugsanlega opnað augu þeirra að verðugur sé verkamaðurinn launa sinna.

Upplýsingafulltrúi Rio Tinto er afar ánægður hvernig til tókst með verkfallsbrot dagsins. Upplýsingafulltrúinn er jafnframt alveg miður sín yfir gangi samningaviðræðnanna, segir fyrirtækið allt af vilja gert til að gera góðan kjarasamning, sem sé löngu tímabært.

Það er gaman að lifa þegar svona vel falla saman orð og gjörðir.

Vonandi hlýst ekki manntjón af þessum fíflalátum.

 


mbl.is „Erum að bjarga verðmætum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þvílík skömm að þessum verjendum þrælahalds á Íslandi!

Skilja þessir verjendur glæpafyrirtækisins Rio Tinto ekki til hvers verkalýðsins lög og félög eru?

Vill Rio Tinto verjendaliðið ofbeldisfulla fá þann alþjóðlega frumkvöðlabrautryðjenda-stimpil á sig, að vera í björgunar-frumkvöðlastarfsemi við að ryðja braut endurnýjunar þrælahalds í heiminum? "Til að bjarga verðmætum"? Eða þannig!

Almættið algóða hjálpi þeim sem eru svo siðblindusjúkir að réttlæta verkfallsbrot verkafólks með þvílíkum lygaþvættingi.

Var það ekki nógu mikið áfall fyrir hugsandi og vel meinandi fólk, að heyra um þrælahaldið í Vík? Á virkilega að innleiða slíkt þrælahald í auknum mæli á Íslandi siðbliduembættis-bankaránanna?

Forstjóraliðið verkfallsbrjótandi verður væntanlega sektað og sett í fangelsi fyrir lögbrot? Og svo auðvitað launakröfuskert; krónu á móti krónu, eftir skatt af verafólkslaununum? Svona eins og gert er við svikin verkalýðinn, öryrkjandi gamalmenni og sjúklinga þessa "siðmenntaða" Íslands?

Eða hvaða lög og reglur gilda eiginlega á verkfallsbrotamönnuðum bryggjum landsins?

Hvers vegna er forystufólk verkalýðsfélaganna á Íslandi ekki alveg alveg öskureitt og óstöðvandi yfir svona ólöglegum verkfallsbrotum? Hefur það forystufólk kannski of mikið að gera við að verja sín eigin svikalaun í forstjórastólunum?

Hvort viljum við hafa siðlausa þrælaeyju, eða mannlega og siðmenntaða mennskunnar eyju, með verfólksins verjendur?

Sýslumannsembættið í Reykjavík er, og hefur verið virk glæparáns-innheimtustofnun bankamafíunnar frá bankaráninu 2008! Rænt eignum ólögvarins saklauss almennings með aðstoð lögfræðingamafíunnar siðblindu og ofurlaunuðu! Án rétttarhalda dóms og laga, með tilheyrandi sönnunargögnum!

,,Þvílíkur djöfulsins kjarkur", voru orð verkalýðsforingjans Gvendar Jaka. Þau orð þeirrar baráttuhetju eiga svo sannarlega vel við í dag!

En veralýðsforystan í tugatali rán-dýrs "starfsfólks", virðist hafa selt sálu sína og verkafólksins fyrir verðlausar og Evrópuseðlabanka-falsaðar evru-krónur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2016 kl. 00:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta ágæta innlegg Anna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2016 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband