Munum við friða okkur í hel?

Þarna höfum við það svart á hvítu, hvað undanlátssemi við öfgafriðunarsinna kostar.

Þegar alfriðun hvala er í höfn, þá þurfa öfgatapparnir, sér til viðurværis, annað fórnarlamb. Nú er það þorskurinn.

Síðan verður hver tegundin eftir aðra tekin uns ekkert verður eftir að éta annað en gras. Svo þarf auðvitað að friða það líka, því ekki má taka matinn frá blessuðum dýrunum.

Svo munum við lifa hamingjusöm upp frá því.


mbl.is Slæmar afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðun má ekki vera orð í dulargerfi koma í staðin fyrir orðið verndartollur sama á við þegar friðun er sett á eins og kvótakerfið til að stjórnað leigu-og afurðarverðinu á kostnað leiguliða-og viðskiptarvinarins eins og slíkir vinir kallast á nútímamáli.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 21.3.2016 kl. 08:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi pistill segir allt sem segja þarf.  Það var varað við því þegar "kjaftæðið" um hvalafriðunina fór af stað, að svona myndi fara, það er að koma í ljós að var rétt.

Jóhann Elíasson, 21.3.2016 kl. 08:49

3 identicon

Einu sinni var líka reynt við, að mig minnir, rækjuna.

Endalaust rugl og vileysa.

Vel sagt, Axel.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband