Er orðið spilling merkingarlaust

Spilling, embættisafglöp og jafnvel mistök í einkalífinu, sem fella með látum ráðherra hægri vinstri erlendis, ná ekki einu sinni að rugga bátnum á Íslandi.

Spilltfuck-u-fra-bjarna-ben-300x222.jpgir stjórnmála- menn reka krepptann hnefann upp í boruna á almenningi, sem ypptir bara öxlum og lætur sér fátt um finnast.

Svo er aðgerðaleysið og stuðningurinn við þessa brotamenn afsakaður með því að spyrja aulalega: Af hverju ætti hann að víkja, eru hinir eitthvað betri?


mbl.is „Ég vísa því algjörlega á bug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er frændhygli spilling?  Siðleysið í íslenzku viðskiptalífi hefur gert okkur ónæm fyrir því hvað sé eðlilegt réttlátt og sanngjarnt. Með mönnum eins og Bjarna Ben og Benedikt Jóhannssyni þá verða tengsl stjórnmála og viðskipta samansúrruð á þann hátt að ekki verður við unað. Bjánar í báðum Engeyjarflokkum hafa nú þegar lýst tekjuöflun ríkis í gegnum skatta sem ofbeldisglæp! Hvorki meira né minna. Og við látum okkur vel líka. Hvenær ganga menn svo langt að segja að ekkert sé til sem heitir samfélag? Gildishlaðin orð eins og spilling eru marklaus þegar ekki er hægt að afmarka spillinguna og persónugera hana. Siðbótinni sem hér átti að verða var víst stungið undir stól eins og  skýrslunni um skattaundanskot hvítflibbaglæpamannannna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2017 kl. 15:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lögfræðilegt hugtak: Fordæmi.

Það er ekki hægt að refsa einum manni sérstaklega þó hann geri eitthvað sem allir á undan honum og í kringum hann hafa verið að stunda og eru að stunda refsilaust.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2017 kl. 15:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ósammála því að ekki eigi að refsa mönnum þó hafi einhverjir á undan honum sloppið við refsingu fyrir sama glæp. Á þá að hætta að refsa fyrir morð af því að sannarlega komast einhverjir upp með glæpinn?

Nei auðvitað ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2017 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband