Móðir Kalla Bjarna "alsæl með dóminn".

Kalli Bjarni dæmdur í tveggja ára fangelsi! Ætlar að una dóminum. Og móðir hans og fjölskylda afar sæl með dóminn. Héldu að hann yrði þyngri.

Með öðrum orðum töldu hann verðskulda þyngri dóm. Það geri ég líka.

Kalli Bjarni segist hafa verið burðardýr. Annar aðili hafi staðið að innflutningnum, en hann þori ekki að segja til hans af ótta við afleiðingarnar.

Með þessu er Kalli Bjarni að segja: Ég met mitt eigið skinn meira en líf og hamingju allra þeirra sem verða fórnarlömb þessa óþverra sem og þeirra sem þegar eru orðin fórnarlömb hans og viðskiptavinir. Og gef þannig skít í þjáningar feðra og mæðra, bræðra og systra þeirra.

Í ljósi þessa eru tvö ár allt of vægur dómur. Hann hefði verið ásættanlegur ef hann hefði sagt til höfuðpaursins. En það gerði hann ekki og því getur sá "ómennski viðbjóður" haldið áfarm þeirri iðju, hann þurfti aðeins að finna nýtt burðardýr. Það gerði hann örugglega án vandamála, hann kann sitt fag.

Lögum verður að haga þannig að ef menn segjast burðardýr geti þeir vænst vægustu refsingar ef þeir segja til höfuðpaursins. Að öðrum kosti fái þeir þyngsta dóm sem í boði er, þann sem þeir verðskulda, sem innflytjendur eiturlyfja. 

Engu mátti muna að ég og konan mín  þyrftum að sjá á eftir tveimur af þremur börnum okkar í greipar eiturlyfjanna. Það var lukkan ein sem snéri því til betri vegar. Handritshöfundar af þessari harmsögu okkar hjóna og baranna okkar eru menn eins og Kalli Bjarni og "vinnuveitandi" hans.

Engum manni vil ég svo illt að óska honum þess sem við máttum þola. En þó var okkar barátta og þjáning léttvæg miðað við kvalir og harðræði margra annarra, svo ekki sé talað um þau ófáu sem töpuðu þessari orustu.

Kalli Bjarni segist iðrast og vilja bæta fyrir sitt brot. Þvílík hræsni, þvílík lygi.

Ef hann iðraðist af dýpstu einlægni, þá héldi hann ekki kjafti.

Er það þetta, sem það snýst um, að vera "IDOL"?
Eða eins og við segjum á einfaldri íslensku -að vera fyrirmynd-?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.