N1 vitleysan

Ég skrapp á Akureyri 3ja í jólum. Erindið var að ná í hann nafna minn litla. Það var farið af stað fyrir birtingu til að hafa heiðina í björtu báðar leiðir. Ég sá að ég næði ekki á Akureyri á því sem var á tankinum. Ekki var búið að opna hér á ströndinni og því var sá kostur tekinn að taka bensín í Varmahlíð.

En þegar þangað var komið vandaðist málið. Dælurnar virkuðu ekki. Tóku aðeins kort, en ef menn þyrftu nótu á kennitölu eins og ég, þá var eini kosturinn að fara inn, kaupa fyrirframgreitt bensínkort, fá nótu og arka síðan út með kortið og stinga því í dæluna.

Ég hafði orð á því við konuna í afgreiðslunni að þetta væri heldur bágborin þjónusta. Ekki neitaði hún því en sagði að ég yrði að tala við N1. Þetta kæmi versluninni ekkert við og ekkert fengi hún fyrir þetta viðvik við mig. Dælurnar væru ekki á þeirra vegum. Hana nú.

„Nú er hún Snorrabúð stekkur“. Því áður voru Kaupfélögin og „Esso“ gamla, samliggjandi hár á framsóknarrassinum. Nú er N1 með bensíndælur á plani KS án þess að það komi þeim við!

Vegamótin við Varmahlíð eru nú ekki beint fáfarin. Þar er samt sem áður komin algerlega þjónustulaus bensínstöð. Skilaboðin frá N1 eru: „Þetta er það sem hæfir ykkur, landsbyggðarpakk, og verði ykkur að góðu“. Þetta passar ekki við einkunnarorð N1. „Og meira í leiðinni“. Hvað sem það nú..... merkir?

Ekki þýddi að bjóða íbúum höfuðborgarsvæðisins alfarið upp á svona þjónustu. Þar er val, að greiða með korti á dælunni eða greiða inni  -og að fá fulla þjónustu.  

Þarna mun ég aldrei stoppa framar til að taka bensín, eigi ég annan kost. Eða versla í versluninni  sem skartar þessum ágætu tönkum á planinu fyrir framan innganginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kunningi minn hvíslaði því að mér að með sí minnkandi þjónustustigi væri einkunnarorð N1 "Og enn meiri gróði á leiðinni."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband