Lagt fyrir sjónvarpi með haglabyssu

Þeir eru fljótir að grípa til byssunnar Kanarnir við lausn ýmissa vandamála og með misjöfnum árangri. En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp gömul saga ekki ósviðuð.

Fyrir allmörgum árum fluttu frá Sauðárkróki  til Skagastrandar þrír bræður. Þetta voru ágætis grey en þóttu nokkuð einfaldir. Gárungarnir sögðu reyndar, að við flutninginn hefði greindarvísitalan lækkað bæði á Króknum og Ströndinni. En það er önnur saga.

Af þeim bræðrum fara margar skemmtilegar sögur. Eitt sinn voru þeir að setja upp sjónvarpsloftnet. Engin verkfæri höfðu þeir til að bora göt fyrir loftnetskapalinn. En vinirnir dóu ekki ráðalausir, þeir áttu haglabyssu og gripu til hennar. Með henni skutu þeir göt á veggi og gólf. Þar sem þetta var gamalt forskalað timburhús, fúið og feyskið, gekk götunin eins og í sögu og þeir gátu tengt sitt sjónvarp.

En þeir bræður voru að því leitinu skynsamari en Kaninn að engin hlaut bana af.

  


mbl.is Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100 gr(jón) ?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aha

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2008 kl. 02:21

3 Smámynd: Gulli litli

Var það ekki einn þessara bræðra sem lenti í umferðahveiti þegar hann var á leið með Norðurlandarútunni því hún var eins og sleip belja á svelli.............ég var næstum búinn að gleyma þessum snillingum......

Gulli litli, 4.4.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli.

Jú það passar, þeir lífguðu uppá tilveruna, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband