Moggagúlagið

Ég vil trúa því að á Íslandi ríki skoðana og ritfrelsi. En lög takmarka eðlilega hvað hægt er að ganga langt í órökstuddum persónulegum ásökunum án eftirkasta. En mönnum er samt tryggður réttur að tjá sig. Ef ágreiningur kemur upp hvort brotin hafi verið lög, þá er það dómstólana að skera úr um það. Og þá taka menn afleiðingum þess, ef of langt var gengið.

Mbl.is tekur skýrt fram að þeir fyrri sig ábyrgð á skrifum á mbl.is, ábyrgðin sé alfarið bloggarans. Réttilega, en samt rjúfa þeir eigin yfirlýsingu og taka sér vald dómstóla og dæma bloggarann Skúla Skúlason sekan og eyddu öllu bloggi hans. Þetta gerðu þeir í skjóli lögfræðiálits, sem verður aldrei annað en álit uns dómstólar hafa úrskurðað um einmitt það.

Annað hvort er skoðana- og tjáningarfrelsi eða ekki. Það er enginn millivegur.  Það er ekkert til sem heitir 3/4 eða 1/2 skoðanafrelsi. Til eru dæmi þess að lönd í Evrópu hafi gripið til þess að banna ýmis stjórnmálasamtök sem þykja ekki falla inn í stjórnmálaflóru viðkomandi landa. Þar ríkir ekki skoðanafrelsi. Samt kenna þessi sömu lönd sig við lýðræði. 

Hvað þarf að banna margar skoðanir til að það teljist skerðing á rit- og skoðanafrelsi? Eina? Tvær? Eða fleiri? Kannski allar nema eina? Í einflokka Sovét ríkti t.d. svo mikið „lýðræði“ að Stalín náði að fá 103% greiddra atkvæða í kosningu. Fullkomnara verður það vart.

Ég játa það fúslega að það eru til skoðanir sem ég vildi út í hafsauga, en þar sem ég er einlægur lýðræðissinni þá gengst ég undir það að allir hafi rétt á sinni skoðun hversu ógeðfelld hún kann að þykja mér. Á bloggi Skúla var margt sem ég var ósammála, það er minn réttur. Það er hinsvegar réttur Skúla að hafa skoðun sem samrýmist ekki minni.

Mér dettur í hug af þessari umræðu saga sem sögð var um Ford bílasmið. Eins og kunnugt er voru allir Ford T mótel, sem framleiddir voru óbreyttir frá 1908 til 1927,  svartir.  Ford var einhverju sinni spurður hvort ekki væri hægt að fá annan lit.

"Jú, jú", svaraði Ford "þú getur fengið hvaða lit sem er, svo framalega að hann sé svartur".

Þetta minnir á að menn megi hafa hvaða skoðun sem er svo fremi að hún sé rétt.

 


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki hornsteinn lýðræðisins að hafa skoðun? Sorglegt að vita hvað margir reyna að fara á svig við lýðræðið í nafni þess.

Hver á að ákveða hvaða skoðanir og hugmyndir eru réttar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2008 kl. 18:29

2 identicon

innilega sammála. Hvað yrði td gert ef þú segðir að konur væru heimskari enn karlar? eða að homma væri best að reka úr landi? Bara svona til að nefna tvö dæmi. Nú svo er það lýðræðisríkið Þýskaland. Þar er BANNAÐ að halda að helförin hafi ekki átt sér stað!

óli (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2008 kl. 21:07

4 identicon

Ágætu bloggvinir og aðrir gestir,

Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is.  Sú fyrsta  er langt komin í uppsetningu og heitir  http://hermdarverk.blogcentral.is

Verið velkomin öll.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband