Fáviti á ferð

Mikil hjólhýsa nýbylgja hefur riðið yfir þjóðina, ásamt öðru fjárfestingafári á síðustu misserum, þegar menn hafa í öllu góðærinu ekki vitað hvað ætti að gera við alla peningana, sem hægt var að taka að láni. Ekki hafa þessi hýsi verið í anda ömmu og afa, nei hér hefur ekki dugað neitt minna en heilu blokkirnar aftan í bíla landsmanna.

Það er eins og íslendingar eigi sér enga fortíð í hjólhýsum. Menn voru búnir að gefast upp á hjólhýsum, af fenginni reynslu. Þeim fáu, sem lifðu af íslenskar aðstæður,  hafði flestum verið plantað sem sumarbústöðum út um tún og grundir.

En nú eru öll fyrri vandamál gleymd, enda hjólhýsin víst orðin sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður, samkvæmt auglýsingum. En það hefur greinilega ekki tekist að sérhanna þau fyrir íslenska rokið nú, frekar en áður. Þau fuku aftan úr bílunum fyrrum og gera það enn. Enda vindálagsflöturinn gríðarlega stór miðað við þyngd.

Hjólhýsi yfirgaf festingu sína við bifreið á Kjalarnesi í dag og tók sér ferð með vindinum út í móa þar sem það skipti sér í smæstu einingar. Þar liggur það dreift til vitnis um heimsku eiganda síns. Ég segi heimsku því ekkert er annað hægt að segja um menn með hjólhýsi, sem leggja á vegi, þar sem í útvarpi hefur verið varað við vindi allt að 40 m/sek,  svo ekki sé talað um vegaskilti sem blikka rauðu.

Það hefur greinilega líka mistekist að sérhanna hjólhýsin fyrir íslenska vanvita.

Það eru svona fávitar sem eiga stóran þátt í háum tryggingaiðgjöldum.


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinur .Eg held að eg skilji hjolhýsamanninn eða konuna, eg lenti sjalfur i svipuðum aðstæðum i vetur.Var að fara ur sveitinni minni með 8 ara dottur mina með og var sagt að solhheimasandur væri ofær vegna illviðris!kom til vikur i skitaveðri en ekkert meira en það og þar var skilti sem a stoð lokað með blikkandi ljosum.Mat stöðuna sem svo að þetta væri gert til að folksbilar legðu ekki a sandinn en eg a jeppanum minum og bilsjori af guðs nað hefði ekkert með þetta að gera.En eftir 8 klst  barning og aðstoð björgunarsveitar (logandi hræddur um barnið mitt)komst eg að þvi að slikar lokanir gilda lika um mig ekki bara hina  kv jpg

johann pall (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eigandinn má teljast heppinn að hýsið skildist við festinguna, annars væri hann tæplega til frásagnar um atburðinn, eftir lýsingum að dæma.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:24

3 identicon

Heimska? Ég veit ekki. Einhverja milljóna myntkörfulánið orðið helmingi hærra en fyrir tveimur mánuðum og ekki líklegt að það verði rífandi sala í notuðum hjólhýsum á næstunni. 40 metrar á Kjalarnesi? Ég ætla að skreppa aðeins í bíltúr elskan......

Gunnar (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:33

4 identicon

Jú, vissulega má segja að um vanhugsaða aðgerð sé að ræða þegar lagt er upp í ferð sem þessa.  Athuga hefði mátt t.d veðurhorfur með þá m.a. tilliti til vinds o.þ.h.  En öll erum við nú samt mennsk og ætla ég að eigandi hjólhýsisins (í þessu tilfelli) hefði ekki lagt upp í þessa ferð hefði hann vitað að búast mætti við aðstæðum á leiðini.

Þess finst mér full sterkt til orða tekið og eginlega bara óviðeigandi að tala um "Fávita á ferð"

Vöndum málfarið og hugsum aðeins áður en við ýtum á hnappin SENDA og bloggið eð þar með komið út á netið.

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 29.4.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum innlitið.

Jói, þú og litla daman hafið þrátt fyrir allt átt einhverju láni að fagna.

Greta, já sennilega var hann heppinn að ekki fór enn verr.

Gunnar, það er nokkuð víst að þetta hjólhýsi er ekki veðhæft lengur, vonandi hvíldu ekki á því háar upphæðir. 

Guðjón, ég er alveg sammála þér að ekki á að nota sterkara orðalag en þörf krefur. Ef þú getur fært fyrir því sæmilega haldbær rök að einhver vottur af skynsemi sé í því að vera á ferð á Kjalarnesi með hjólhýsi í eftirdragi í vindi upp á 40 m/sek, þá skal ég draga broddinn úr greininni og biðja viðkomandi afsökunar á orðalaginu og að finnast háttarlagið aðfinnsluvert.

Gulli, var ekki nógu erfitt að eiga við fullhlaðinn flutningabíl í 40 m/sek?  

Kveðja,

Axel

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar L. Þ. takk fyrir innlitið.

Vissulega, vissulega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2008 kl. 21:23

8 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 29.4.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hmmm... eh, vitvana? Þetta getur komið fyrir hvern sem er. Hugsaðu þér að unga kynslóðin er ekki endilega alin upp við gufuna. Gæti alveg eins verið að litlu aftan í sætinu hafi heimtað að fá að horfa á teletubbies klukkustundina áður og ekki eru nú neinar veðurviðvaranir í þeim þáttunum. 

Ólafur Þórðarson, 29.4.2008 kl. 23:35

10 identicon

Um miðjan dag í gær var mjög gott veður í Reykjavík og svo sem ekkert sem benti til þess að ætla mætti að um og yfir 40 m.á sek. geysuðu á Kjalarnesinu eða undir Hafnarfjalli.  Einnig var bara ágætt rétt ofan við Borgarnes t.d. , en ég heyrði í fólki þar eftir að hafa frétt af þessu (hélt jafnvel að allt væri að fjúka þar líka).  Ég keyri í þessa  leið 1-2 í viku á öllum tímum árs og hef gert í tæp 20 ár.  Man ég ekki eftir svona sérstökum aðstæðum um þetta leyti árs.  Held að þetta hljoti að teljast til algjörra undantekninga að fá á sig svona veður á þesum slóðum í enda apríl. 

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband