Er ekki Baugur sigurvegari þrátt fyrir allt?

 jonasgeir  Þrátt fyrir að hæstiréttur hafi að mestu staðfest dóm héraðsdóms í Baugsmálinu tel ég Baugsmenn vera sigurvegara málsins. Jón Ásgeir var í héraðsdómi dæmdur fyrir skjalafals og ranga tilkynningu til hlutafélagaskrár. Nú er hann sýknaður af því en sakfelldur fyrir bókhaldsbrot.

Ekkert bókhald í lýðveldissögunni hefur verið rannsakað og skoðað jafn vel og Baugsbókhaldið. Það hefði verið undarlegt ef ekkert hefði fundist sem orkaði tvímælis, væri á gráu svæði, rangfært eða mislagt.

Ég fullyrði að ekkert bókhald á Íslandi þoli slíka lúsarleit án þess að eitthvað óeðlilegt finnist, eitthvað sem betur mætti fara. Það breytir engu þótt menn megi ekki vamm sitt vita, mistök gerast og eftir því sem reksturinn verður meiri, flóknari og víðtækari, því fleiri mistök. Hér er dæmt fyrir mistök sem gerast í öllum fyrirtækjum. Þar er mitt fyrirtæki Skagstrendingur ehf. ekki undanskilið.

Ekki liggur fyrir kostnaðurinn af þessari Bjarmalandsför, en hann skiptir hundruðum milljóna. Mestur hluti málsvarnarlauna var felldur á ríkið.

Þeir sem komu þessu máli öllu af stað af undarlegum hvötum munu hafa skömm af. Sneypa þeirra mun uppi meðan land er byggt.

 


mbl.is Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Ég er sammála þér. Ekkert fyrirtæki þyldi svona lúsarleit í sínu bókhaldi. þetta mál var stormur í vatnsglasi og þeim til ævarandi smánar sem komu því af stað. Þegar menn leggja í svona ferð með illgirni og heimsku að leiðarljósi er ekki von á góðu, það sannaðist í dag þegar dómur lá fyrir. Hálfvitarnir sem ráku þetta mál áfram af blindaðir af illgirni sinni, liggja hundflatir og ættu að segja af sér, en Jón Ágeir er hinsvegar maður dagsins þrátt fyrir þennan vafasama dóm sem lítil innstæða var fyrir.

Þetta er mín skoðun á Baugsmálinu. 

Kveðja,

Kári Lár. 

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Gulli litli

Ég hugsa ad heimilisbókhaldid mitt þessháttar skodun.....

Gulli litli, 6.6.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Gulli litli

þyldi ekki vantadi þarna

Gulli litli, 6.6.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Kári og gott innlegg. Ég tek ofan fyrir Baugsmönnum.

Takk fyrir innlitið Gulli. Of mikil risna?

Kveðjur,

Axel  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2008 kl. 07:10

5 Smámynd: Gulli litli

Svíkjundanskatti ehf...

Gulli litli, 6.6.2008 kl. 10:20

6 identicon

Mér hefur alltaf þótt þessi árás á Baug vera frekar ósanngjörn, með öllu.

Kemur oft í hug að þetta sé bara biturleiki frá þeim sem stóðu að Kolkrabbanum hérna á sínum tíma, að láta ljós sitt skína þar sem hann nú hrundi. Þótt ég þori nú ekkert endilega að fullyrða það.

En núna i gegnum árin hefur mörgum embættismönnum verið skemmt við það að opinberlega rengja þá menn sem stýra Baug, og uppnefna þeim allskyns nöfnum, eins og þeir væru einhverjir bófar.

Rétt eins og þú sagðir er ekki til eitt einasta fyrirtækisbókhald sem ekki hægt er að finna eitthvað ósæmilegt í, hvort sem það var fyrir mistök eða vísvitandi gert.

En hitt er þó annað mál að það eru til gloppur í lögum landsins hvað varðar skatt og bókhald, sem ég held að hver atvinnurekandi sem sér sér fært að nýta þær, geri það hispurslaust. Svo lengi sem það er ekki ólöglegt að gera það, sé ég alls ekkert að því að gera það, þótt sumir myndu nú kalla það siðblindu.  Þótt ég haldi nú að þeir sem myndu segja það, myndu fá annað hljóð í sig þegar þeir færu út í atvinnurekstur.

Ég vona bara fyrir hönd Baugs og þeirra manna sem standa næst því, að þetta sé allt saman búið að þeir verði ekki fyrir fleirum ásóknum af þessu tagi. Þetta var til skammar. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.