Gagnslaust traust Geirs á trausti rúnum Seðlabankastjórum.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50% í gær, úr 12 í 18%. Bankinn skrifar IMF fyrir króanum.

Þetta er gert, að sögn, til að vinna krónunni traust að nýju. Ekki mun góð reynsla af vaxtahækkunum í öðrum löndum við svipuð skilyrði. IMF hefur m.a. beðist afsökunar á þannig kröfum í Asíu, sem ollu hörmungum.

seðlabankiGott og vel, en er ekki nauðsynlegt að byrja á því að vinna Seðlabankanum sjálfum traust áður en menn geta vænst þess  að aðgerðir hans njóti trausts.

Umfjöllunin erlendis um þessi bankamál öll, mistök, arfavitlausar ákvarðanir, yfirlýsingarnar út og suður og sú staðreynd að bankinn er í raun gjaldþrota  o.s.f.v. hafa rúið bankann og stjórnendur hans öllu trausti. Stjórnendur bankans hafa ekki beinlínis verið baðaðir hóli og lofi í þeirri umfjöllun.

Fullt traust forsætisráðherra á Davíð Oddsyni Seðlabankastjóra breytir þar engu um. Traust verður ekki endurreist  á bankanum með óbreyttri áhöfn.

Ef þeir sjá ekki fljótlega að sér Davíð eða Geir endar það með því að Davíð, þessi vinsælasti Geir og Davíð eða öfugtstjórnmálamaður lýðveldistímans, endar sem sá óvinsælasti ef ekki beinlínis sá hataðasti, allt eftir því hvað fólk  verður látið taka á sig miklar óþarfa álögur til að þjóna brengluðu egói Davíðs og brostinni  ímynd hans.

.

  
mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef efasemdir um að IMF hafi gert akkúrat þessar kröfur....vaxtahækkun í 18%.  Auðvitað gera  þeir kröfur um aðhald í peningamálum.   Kannski hefðu þeir sætt sig við gjaldeyrishöft sem hefðu verið miklu sanngjarnir fyrir almenning....?  Og hefur virkað betur í þeim ríkjum þar sem því hefur verið beitt

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband