Geir ber ekki ábyrgð, þá er það á hreinu.

Hvernig er hægt að vera í ríkisstjórnum samfellt í 17 ár og skapa það banka og fjármálaumhverfi  sem sett hefur landið á hausinn án þess að bera neina ábyrgð? Hvað þarf til?

Aðeins þeir sem á sannast glæpsamlegt athæfi eru ábyrgðarhæfir að mati Geirs.  Mistök eða vanræksla ráðherra og ríkisstjórnar sem kosta miljarða tugi svo ekki sé talað um hundruð milljarða teljast ekki með.

En þjóðin, sem hvergi kom nærri, hún fær reikninginn,  hún má þjást,  hún er ábyrg, hún er sek,  þjóðin verður því að segja af sér svo „óábyrg“ ríkisstjórnin fái vinnufrið.

Þingmenn og ráðherrar virðast ekki kjörnir til að þjóna þjóðinni, heldur eru þeir kjörnir svo þjóðin geti þjónað þeim.  

Við kusum og við sitjum því uppi með ríkisstjórn sem við, að því er best verður séð,  eigum skilið.

 
mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Samkvæmt rökum hagfræðinar, þá kemur það sem fer niður upp aftur ... um síðir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 17:02

2 identicon

Jæja nu hefur hin hrokalausa ingibjörg solrun gisladottir gefið þeim nafn sem misst hafa vinnuna og eru kommnir i þrot með husnæðislanin.ef þetta folk reynir að halda afram,senda börn sin i sama skolann leikskolann og leigja ibuð sem annars er undir hamrinum eru þau ÖLMUSUÞEGAR jafnaðarmannna foriginn hefur talað!¨er þetta i lagi ? eða er þetta kannski stefna imbu?

johann pall (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já eða öfugt, eða þannig Kjartan.

Jóhann Páll,  nei, þetta er fráleitt í lagi ef rétt er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband