Sveiattan Ingibjörg

Skattar hækka og  enn og aftur á að leggja þyngstar byrgðar á þá sem ekkert hafa til skiptana til að borga syndir sjálftökuliðsins, sem ekki má fyrir nokkurn mun hrófla við. Það fólk má ekki missa svefn.

Það er varla hægt að skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta því þetta er þeirra eðli, að kúga minnimáttar svo hægt sé að hlífa þeim ríku og ekki við öðru að búast úr þeirri átt.

En Samfylkingin á ekki að gera svona, því segi ég svei Ingibjörg, svei þingmenn Samfylkingar, svei svona gera jafnaðarmenn ekki!

  
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki tekjur Ríkissjóðs af skattahækkun nálægt þeirri upphæð sem ónefndur fjárglæframaður fór með úr landi? Ætti hann ekki að taka einhvern þátt í ruglinu? Það sem maður er að horfa uppá þessa dagana er með ólíkindum og ég rálegg bara fólki, að hlusta bara á fréttir á morgnana svo það hafi allan daginn til að jafna sig!

sveinn Auðunsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það var einu sinni haft eftir Einari Olgeirssyni er hann komst í stjórn og það þurfti að fella gengið "Eru þá eingin úræði til nema gömlu íhaldsúrræðin"

En í þessu tilfelli er hægt að taka upp hátekjuskatt sem Samfylkingin hefur barist fyrir að ég held en. Nú er greinilega búið að gleyma því eins og öðru.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sveinn, það má ekki fyrir nokkurn mun styggja þessa höfðingja.

Jón, greinilega hefur eitthvert ómynnisástand lagst á Samfylkingarráðherrana

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband