Ný Framsókn. - En sama Íhaldið, fúlt og feyskið

 Nýr Framsóknarflokkur er risin úr öskunni líkt og fuglinn Fönix, gljáfægður og fortíðarlaus. Gömlu Framsókn kastað  á hauga sögunar ásamt gamla forystusettinu, ný forysta valin, ungt fólk, ferskt og til als líklegt.

Sá formanns kandídat sem flestir töldu fyrirfram líklegastan til sigurs, beið afhroð, enda grasrót flokksins ljóst að endursköpun flokksins  væri ekki trúverðug, yrði maður með lík í farangrinum kosinn formaður.

Ljóst er, hvað sem öðru líður að Framsókn hefur, eða vill draga lærdóm af atburðum og mistökum síðustu missera og ára. Hvort þetta dugir svo til að auka fylgi Framsóknar verður að koma í ljós.

Um aðra helgi verður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn. Ekki eru sýnilegar eða boðaðar breytingar á stefnu eða forystu. Á þeim bænum hefur enginn sýnilegur lærdómur verið dregin af fingurinn2fingurinn2þeim ósköpum sem yfir þjóðina hefur gengið.  Systkinin Hroki og Drambsemi verða í öndvegi  landsfundarins með öndvegissúlurnar Löngutangir til beggja handa.

Áfram verður boðið upp á gamla spillingarsettið, áfram verður ríghaldið í fallnar kennisetningar frjálshyggjunnar. Heilbrigðisráðherrann verður vafalaust hylltur fyrir frjálshyggjutrúfestu sína þar sem hann stendur í logandi og rjúkandi rústum einkavæðingarinnar miðjum og reynir hvað hann getur að rústa heilbrigðiskerfinu og þoka því inn á braut einkavæðingar, án þess að eftir því verði tekið í ringulreiðinni.

„Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðisflokknum," sagði varaformaðurinn Þorgerður Katrín, en það er deginum ljósara að fyrir þjóðina, sem nú hefur verið klyfjuð oki 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins, verður spenningurinn að bíða um sinn.


mbl.is Ábyrgð á efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fyrirgefðu,....en mér fannst allt í einu í fyrstu málsgreininni, sem þú værir að tala um Samfylkinguna.  Gamalt vín á nýjum belgjum, eða breyta um kennitölu til að fela gamlan skít.

Við framsóknarmennirnir notum sömu gömlu útidyrnar, - máluðum hana bara í nýjum og ferskum lit og smyrjum lamirnar. 

Mundu þetta með steinana og glerhúsið!

Með framsóknarkveðju.....

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Benedikt, ég átta mig ekki alveg á því hvort þú misskiljir mig. Ég er ekki að hnýta í Framsókn, ég er að hæla þeim. Þeir hafa gert það sem nauðsynlegt er fyrir flokkana, sem er að skipta út þeim sem hægt er að tengja við fortíðarmistökin öll og allt það.

Þeir hafa með nýju fólki skapað þann grundvöll sem þarf til að ávinna sér traust á ný. Svo er að sjá hvort það tekst.

Þetta mættu aðrir flokkar taka sér til fyrirmyndar. Allir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Já framsókn er að gefa tóninn.  Nú er það spurningin hvað gera hinir flokkarnir..................

Ætla þeir að halda í gamla"draslið"?

Anna Svavarsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú getur sótt um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn á xD.is. Ég held að það sé alltaf pláss fyrir góða menn sem bera hag flokks og þjóðar svo mjög fyrir brjósti;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Anna nú er bara að sjá.

Heimir ég hef ýmislegt brallað um ævina, og það ekki allt pússað og fægt, en... það eru takmörk fyrir hvað bjóða má sjálfsvirðingunni. Þakka samt gott boð, takk - en nei takk.

Ekki fara saman hagsmunir D-flokks og þjóðar, nú frekar en oft áður og því hlýtur flokkur að ráða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband