Heimurinn andar léttar

 

Obama 12Þegar þetta er skrifað er aðeins hálf klukkustund  þar til Barak Obama sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna. 

Þessi valdaskipti eru fyrir margra hluta sakir merkileg, ekki aðeins fyrir það að nú tekur við völdum fyrsti svarti forsetinn  í sögu Bandaríkjanna, heldur líka og ekki síður fyrir þær sakir að frá völdum fer einhver óvinsælasti og slakasti forseti Bandaríkjanna.

Obama  er ekki öfundsverður af því hlutskipti að taka við forsetaembættinu úr hendi Bush eftir 8 ára afspyrnuslappa forsetatíð hans.  Nánast ekkert jákvætt er hægt að nefna til minningar um veru Bush í Hvítahúsinu, flest allt hefur farið miður, bæði heima og að heiman.

Bandaríkin hafa aldrei í sögunni mátt þola jafn mikla pólitíska niðurlægingu og haft jafn slæmaBush skjaldarmerki ímynd erlendis og nú eftir valdatíð Bush,  jafnt meðal ríkisstjórna og almennings.

Eins og venja er verður stofnað bókasafn í nafni fráfarandi forseta. Ekki verður það stórt eða mikið að vexti verði það sniðið eftir andlegum gjörfugleika nafngjafans.  

Bush verður af fáum saknað. Nú fara nýir tímar í hönd, heimurinn andar léttar.

.

 
mbl.is Gífurlegt fjölmenni í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það má aldrei vanmeta Georg W. Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.  Það er enginn svo slæmur að ekki sé eitthvað gott við hann.

Það var altént hægt að hlæja að honum!    

Kv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 20.1.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það besta við hann núna er að hann er fyrrverandi forseti  en hann verður ævarandi vanviti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband