Landsstjóri Kanada fær sér í svanginn

Það er erfitt að átta sig á hvort höfundi fréttarinnar þyki hryllilegra, að Michaelle Jean landsstjóri Kanada,  hafi étið hrátt selkjöt eða storkað Bretadrottningu, umbjóðanda landstjórans.

maturEr það ekki eðlilegasti hluti í heimi að landstjóri Kanada standi með sínu fólki og taki þátt í lífi þess og gerðum?  

Sumt fólk getur „eðlilega“ ekki skilið hvers vegna sumir leggja sig niður við veiðar á dýrum og át á þeim þegar hægt er að kaupa kjöt og fisk út í búð. Það eitt er nógu villimannlegt svo ekki sé talað um að éta hrátt kjöt, svo ekki sé talað um hjartað ...... og það hrátt. Ooooojojyhh!

Ég hef aldrei skilið af hverju Kanadamenn hanga enn á afdönkuðu Bresku kóngafólki sem þjóðhöfðingja. Bandaríkjamenn áttuðu sig á fáránleika þess 1776.

 

 


mbl.is Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er bara ekki hægt að komentera á svona nokkuð. Maður les þetta aftur og aftur og er engu nær, ég er að meina úrkippuna

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki einmitt hugmyndafræðin sem öfganáttúruvernd hverskonar er gerð út á?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já þetta er öfganáttúra eins og þú segir Axel, en það er sama hvað við segjum svona verður þetta. Ætlum vi að vera með aða á móti. Held að það sé best að við séum með þó það huggnist okkur ekki.

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 20:17

4 identicon

Ótrúleg úrklippa en sennilega sönn, hefurðu hvaðan þessi úrklippa kemur. Sýnir svo vel hversu fólk er orðið gjörsamlega náttúrulaust.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:21

5 identicon

Einu sinni var unglingsstúlka að drekka mjólk og ég fór að segja henni að þetta væri kúamjólk og útskýrði síðan hvaðan mjólkin var fengin. Stúlkan hætti að drekka og kúgaðist. Hún viðurkenndi að hafa haldið að mjólkin yrði til í mjólkurstöðinni. Það kannast eflaust fleiri við svona lýsingu.

Þessir svokölluðu dýravinir eru ekki náttúruverndarfólk!

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð, ég veit ekki hvaðan þessi klippa er ættuð, fann hana á netinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Húnbogi, þetta er skemmtileg saga og lýsir málinu vel. Þessi hugmyndafræði er farin að skjóta uppi kollinum hér á landi, þótt ekki sé það í sama mæli og erlendis.

Þetta virðist gerast þegar fólk missir bein tengsl við náttúruna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.