Gætum að því hvað við gerum.

gamlingjarAð loka öldrunarheimili á landsbyggðinni í sparnaðarskyni er alvarleg aðgerð og stórmál fyrir viðkomandi sveitarfélag og þá auðvitað ekki hvað síst fyrir vistmenn heimilisins.

Þeir sjá nú fram á að fá ekki að eyða ævikvöldinu í sinni heimabyggð og þurfa að sæta hreppaflutningum  í annað sveitarfélag, líkt og gert var við niðursetninga á öldum áður og þykir ekki par fínt á vorum dögum.

Á þessu heimili voru „aðeins“ fjórir vistmenn, sumum kann að finnast það réttlæta gjörninginn. Þetta samsvarar því að öldrunarheimilum með 1053 vistmönnum  yrði lokað í Reykjavík í sparnaðarskyni, eða sem svarar til Grundar 4,8 sinnum, sjá menn það fyrir sér gerast?  

Hvað yrði sagt um og við þann mann sem léti sér til hugar koma að loka vistheimilum í höfuðborginni og flytja vistmenn hreppaflutningum út á land, í sparnaðarskyni?

Er aldraður landsbyggðarmaður léttvægari en jafnaldri hans í Reykjavík?

 
mbl.is Óljóst hvað verður um vistmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband