„Aðgerðarsinni“, hver fjárinn er það?

Hvernig stendur á því að atvinnu skemmdavargar og spellvirkjar eru í fjölmiðlum ekki kallaðir sínu rétta nafni, heldur nefndir aðgerðarsinnar?

Hætta spellvirki  og óspektir að vera það sem þau eru,  við það eitt að tengja þau við einhver málefni og verða þá „aðgerð“?

Voru IRA og önnur álíka fyrirbæri þá bara „aðgerðarsinnar“  þegar betur er að gáð?


mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum fyrir að engin slys urða á aðgerðarsinnum enda mikil hætta er fólk undir áhrifum vímuefna klifrar á vinnupalla.

Baldur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veit ég Baldur, hvort vímuefni voru höfð um hönd, hef enga forsendur til að draga þá ályktun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2009 kl. 12:58

3 identicon

Rétt, ekkert hægt að fullyrða svo sem en ég hef það á tilfinningunni að meirihluti ungmennanna í þessum samtökum séu undir áhrifum þegar farið er í álíka fíflalegar aðgerðir.  Get bara ekki trúað því að ungmenni geri slíkt nema undir áhrifum, en ég gæti haft rangt fyrir mér.  Maður heyrði nú "ýmsar gróusögur" úr tjaldbúðum/skemmtibúðum samtakanna hérna eitt sumarið en auðvitað getum við ekki sannað né fullyrt neitt.  Þetta er mín persónulega kenning

Baldur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:03

4 identicon

ég þekki marga úr þessum hópum og ég get fullvissað ykkur um að þau myndu aldrei fara í nokkurra aðgerð undir áhrifum nokkurs annars en reiði gegn ógeðslega samfélaginu sem við búum í

Þórarinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 15:30

5 identicon

Skil reiði gegn Stjórnvöldum, útrásarvíkingum en skil ekki reiði gegn virkjunum og stóriðju sem gerir landi og þjóð ekkert nema gott.  Það er fávizka að vera með einhverja reiði gagnvart þeim sem vilja virkja og nýta þær miklu auðlindir sem við eigum.  Á erfitt með að skilja samt að nokkur hugsandi manneskja telji álíka gjörðir og nefndar eru í frétt að ofan (eða allar aðgerðir þessara fíflalegu samtaka almennt) þjóna einhverjum málstað enda ómartækar og fíflalegar.

Baldur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 16:01

6 Smámynd: Skríll Lýðsson

yfir flestu er nú vælt, það er skammast ef þetta fólk beitir óvenjulegum aðferðum einsog málningar eða skyrslettum og læsir ráðuneitum og svo þegar ákveðið er að beita ritmálinu og ekki skemma neinar eigur eða eignir þá er líka húðskammast yfir því, ég spyr; eiga íslendingar að taka öllu þegjandi og hljóðalaust og hvorki æmta né skræmta yfir þeim ákvörðunum sem teknar eru af mjög svo misvitru ráðafólki og snerta okkur öll, bara þegja þunni hljóði hengja hausin og arka útí þrælahaldið.

um þessi skilaboð sem hengd voru á kirkjuna hef það eitt að segja... Sannleikurinn er sagna sárastur.

Skríll Lýðsson, 3.8.2009 kl. 19:08

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð Oddson var aðgerðarsinni. ( og kannski er ennþá )

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 20:13

8 identicon

Sigurður Hólm:  Ákvarðanir stjórnvalda um stóriðju hafa verið vel ígrundaðar enda skapar stóriðja störf og verðmæti (eitthvað sem aldrei hefur verið jafn mikilvægt) fyrir land og þjóð.  Virkja ber auðlindir okkar með skynsömum hætti það er meginþorri þjóðar sammála um.  Þessir sárafáu sem vilja ekkert virkja, vernda hverja sprænu skilja einfaldlega ekki gang lífsins.  Lífið gengur út á að draga björg í bú, stóriðja er hagkvæmur kostur hér á landi enda eigum við orku sem mengar minna en aðrir orkugjafar.

Baldur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:25

9 Smámynd: Skríll Lýðsson

Baldur; ég er þér algerlega ósammála með flest en þó ekki allt, ég mótmæli þeirri fullyrðingu að stjórnvöld hafi tekið vel ígrundaðar ákvarðanir varðandi stóriðju hér á landi, það er t.d vitað mál að verðbólga eykst þegar farið er í stóriðju framkvæmdir og að skapa mikið gjaldeyris-streymi samanber kárahnjúkaframkvæmdirnar og Reyðaráls-verkefnið en stjórnvöldum mistókst gersamlega að hemja ruðnings áhrifin af þeim í íslenska peningakerfinu.

 " Þessir sárafáu sem vilja ekkert virkja, vernda hverja sprænu skilja einfaldlega ekki gang lífsins."

Þetta er ansi stór fullyrðing finnst mér, ert þú að segja að það sé aðeins ein "rétt" sýn á gang lífsins og allar aðrar séu rangar.

Ég hef mína sýn á lífið og þú þína býst ég við en held að það kallist bara skoðanaágreiningur þegar fólk er ósammála.

Ég er sammála með það að við þurfum að gera það sem þarf að gera hér á landi til að skapa verðmæti í einhverri mynd en ég er ekki sammála því að þungaiðnaður sé hin eini "rétti" sannleikur, vissulega þurfum við að virkja þá orku sem hér er til staðar en varlega þó. álver og slík verkefni finnst mér vera ódýr lausn þó hún gefi kannski fljótastan arðinn, mér finnst meira vit í að byggja upp lausnir í gegnum þekkingariðnað,ferðamennsku eða menningarlíf svo eitthvað sé nefnt.

kveðja

Skríll Lýðsson, 3.8.2009 kl. 22:17

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vil benda þeim sem finnast þetta samfélag "ógeðslegt" og eru fullir af "reiði" að það sé mjög einföld lausn. Flytjið burt.

Hættið að gera ykkur sjálf að fíflum, því svona aðgerðir vekja ekki neinar aðrar tilfinningar í brjósti fólks en þær ályktanir að þið séuð öll gengin af göflunum, í sjóðbullandi neyslu, eða þið voruð lamin harkalega í æsku.

Ykkur er ekki einu sinni vorkennt. Eini stuðningurinn sem þið hafið er frá alvarlega geðsjúku fólki, sem sýður svo á þegar "aðgerðirnar" sem þeir básúnuðu svo rausnarlega, bitnar á þeim sjálfum.

Það sem ég hef kynnst af þessum "aðgerðarsinnum", er þetta aðalega fólk sem hefur einhverja gremju eða biturð sem kemur þjóðfélaginu ekki neitt við fyrir utan það eitt að staðfesta það sem þessir "aðgerðarsinnar" hafa alltaf afneitað. Aumingjar og hálfvitar upp til hópa, sem ekki geta komið með betri rökfærslu fyrir eigin aðgerðum en "bara því ég er svo reiður" eða "þetta þjóðfélag er ógeðslegt". 

Þegar þið setjist niður við borð, og talið málefnalega og rökfærið ykkar mál verður jafnvel hlustað á ykkur. Þangað til, eruð þið fjandans, fokkings, ógeðsleg fífl sem hefðu alveg gott af því að dúsa nokkrar nætur með feitum kynsveltum síbrotafanga að nafni Bóbó.

Það er ENGIN afsökun fyrir þessu. ENGIN málefnaleg rök. Eða, til að komast niður á plan þeirra sem að þessu standa. Það meikar ekkert fokkings sense.

Hættið að láta þessa óafsakanlegu reiði, brundfyllisgremju og slæmu uppeldi að bitna á þeim sem í kringum ykkur eru. Grow the fuck up.

Og já, sammála þér pabbi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.8.2009 kl. 08:16

11 Smámynd: Skríll Lýðsson

sýnist nú að sá sem sé með mesta komplexana hér sért þú Ingibjörg, ættir að venja þig við fágaðra ritmál sóðatúlli. :)

Skríll Lýðsson, 4.8.2009 kl. 10:20

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Umræðan hér hefur ekkert snúist um innihald bloggsins, sem er hvers vegna fjölmiðlar kalla þetta fólk, sem skemmir og eyðileggur eigur annarra til að vekja eftirtekt á „málstað“ sínum, „aðgerðasinna“? Hversvegna er þetta fólk ekki kallað skemmdavargar eða spellvirkjar sem það sannarlega er og ekkert annað? Þekktur „aðgerðarsinni“ varð sjálfur fyrir svona „aðgerð“ nýverið en hafði einhverra hluta vegna takmarkaðan skilning á því framferði! Skrítið.Margir spellvirkjar ferðast milli landa í þeim eina tilgangi að eyðileggja og skemma og veifa svo einhverju tilbúnu málstaðsbulli til réttlætingar sjúklegri skemmdar fíkn sinni. Fjölmiðlar láta þetta lið síðan stjórna umræðunni og leggja sér orð í munn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2009 kl. 14:01

13 Smámynd: Skríll Lýðsson

Til hvers a fara í þá umræðu axel, þú ert nú þegar búinn að mynda þér skoðun á því samanber gæsalappanotkun þína og ég býst við að þú sért að reyna finna þér einhver skoðanasystkin í íhaldseminni.

viðauki vegna ingibjargar;

þú segir að þeir sem að finnast þetta þjóðfélag vera orðið "ömurleg, sjúkt eða ógeðslegt" geti einfaldlega komið sér í burtu, það hefur gríðalega mikið breyst í þessu samfélagi og hjá þessari þjóð undanfarna 2 áratugi, þetta samfélag einsog það er í dag er ekki það samfélag sem ég ólst upp í og allt þetta "ógeðslega" býst við að það sé græðgi, virðingaleysi, skeytingaleysi fyrir náunganum hefur grafið um sig hér á þessari litlu eyju og gerði það á umliðnum 20 árum, þeir sem vilja halda í slíkan sora í mannlegu lífi er vinsamlega bent á að koma sér einfaldlega til þeirra landa þaðan sem þetta var flutt inn frá, við höfum ekki áhuga þessu hér.

Skríll Lýðsson, 4.8.2009 kl. 14:54

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Miðað við þetta innlegg þitt Sigurður þá er öll umræða yfir höfuð tilgangslaus, enginn kemur skoðanalaus til svona umræðu, þú ert að setja fram þína skoðun, hún er nokkuð mótuð sýnist mér og ekki líkleg til að taka miklum breytingum.

Ég hef þá einföldu skoðun Sigurður að brjótir þú hjá mér rúðu, gildir það mig einu, hvort það er gert af fýsn eða í nafni einhvers málstaðar. Það bætir mér ekki rúðuna þótt verknaðurinn sé klæddur í fallegar umbúðir. Þú mátt kalla það íhaldssemi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2009 kl. 15:43

15 Smámynd: Skríll Lýðsson

Ég sé stórkostlegan mun á að ráðast að einkaeign fólks hins vegar og að hengja upp skelegg og rétt skilaboð upp á obinbera byggingu.

Skríll Lýðsson, 4.8.2009 kl. 15:47

16 identicon

Skemmdir í þessu tilfelli ekki miklar, en afar ógeðfellt að hengja slíkan borða á kirkjuna.  Hinsvegar hafa aðgerðir í nafni þessara skemmdarsamtaka verið yfir höfuð skemmdarverk á eignum.

Hver kvartar svo yfir álinu í dag, Álverð í hæstu hæðum.  Þökkum fyrir það

Baldur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta tiltekna kirkju tilfelli verður að teljast vægt. En ég var að tala um aðgerðir þessa hópa almennt þar sem skemmdir hafa verið unnar. Heimili einstaklinga hafa orðið fyrir árásum og spjöll unnin. Opinberar byggingar eru í okkar eigu, tjón á þeim kostar líka peninga og þeim peningum verður ekki varið í annað. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband