Málið er einfalt.

Ef Fréttablaðið ætlar að gefa skít í landsbyggðina með þessum hætti liggur beinast við að landsbyggðin svari í sömu mynt og gefi skít í Fréttablaðið. 

Víst má þá telja að auglýsendur krefjist lækkunar á verði auglýsinga vegna minna upplags og dreifingar. 

Hvert verður næsta skref blaðsins, frítt á Laugarveginum en selt á Hverfisgötunni?


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir með þér.Landsbyggðin ætti að taka sig saman um að hvorki kaupa né auglýsa í Fréttablaðinu. Þá geta þeír bara átt sig enda snýst allt um höfuðborgarsvæðið í fréttunum hjá þeim.

Guðrún Óladóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Guðrún, takk fyrir innlitið.

Þetta er klár ósvífni og dónaskapur af útgefendum blaðsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað er fólk líka að staðsetja sig úti í sveit ?

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Ásgeir þreyttur á gjafmildinni?

Ekki lengur hægt að senda þjóðinni reikning í gegnum bankana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2009 kl. 14:23

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hilmar góður

Jón Snæbjörnsson, 8.10.2009 kl. 14:31

6 Smámynd: Björn Birgisson

Dauðakippir dagblaðanna verða sýnilegri með hverjum deginum. Hvað missti Mogginn marga áskrifendur við ráðningu Davíðs? Svona út með það?

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 14:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þá ekki næsta skref að setja kílómetragjald á áskrift Moggans og ljósleiðara- og endurvarpsgjald á  ljósvakamiðlana svo allrar sanngirni sé gætt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Unknown

hehe axel kanski ættu þeir að setja það á alla, kílómetragjald á áskrift moggans fyrir alla, þá myndu þeir sem búa lengst í burtu og dýrast er að koma blaðinu til borga mest og þeir sem búa nær ÞJÓNUSTUNNI borga minnst, menn velja hvar þeir búa ;)

Unknown, 8.10.2009 kl. 17:33

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Vona að enginn sé að taka kommentið mitt alvarlega.

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 17:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, nei, Hilmar, ekki nokkur hætta á því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband