Hver er við stýrið?

Ég hugsa að ég láti það alveg vera að ferðast með flugfélagi þar sem flugmennirnir treysta betur mætti bænarinnar en sjálfum sér til að stjórna flugvélinni.


mbl.is Áhyggjufullur flugmaður bað farþegana um að biðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meginhluti folks sem ferdast i dag,, hefur ekki hugmynd med hvada flugfelagi thad er ad ferdast med....

Adalmaalid er ad verdid se undir kostnadarverdi, sem leidir oft af ser illa thjalfada flugmenn og lelegan velarkost...

Ja adeins ad paela i thvi naest thegar madur ferdast...!

Sigurveig Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar fólk kaupir pakkaferðir með ferðaskrifstofum ræður það ekki beint með hvaða félagi er flogið nema velja ferðaskrifstofur eftir því.

Íslenskar ferðaskrifstofur hafa ekki átt viðskipti við einhver ævintýrafélög.

Ég kaupi ekki þannig ferðir nema vita hvaða félag þjónar ferðaskrifstofuna.

En þar sem ég er ekki áhættufíkill eru ákveðin flugfélög sem ég skipti aldrei við, undir engum kringumstæðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 16:59

3 identicon

"Íslenskar ferðaskrifstofur hafa ekki átt viðskipti við einhver ævintýrafélög"

Ó jú.  Ýmislegt gerst í gegnum tíðina...

hvumpinn (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvumpin nefndu dæmi og rök fyrir því!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2009 kl. 17:17

5 identicon

Nýjasta dæmið er líklega Onur Air frá Tyrklandi sem á síðasta ári flaug fyrir ónefnda ferðaskrifstofu.  Kíktu á wiki síðuna um þá.  Í gegnum tíðina (og þá er ég að tala um 3 áratugi tengdur flugi) hafa verið ýmis dæmi, jafnvel þar sem Flugmálastjórn Íslands hefur gripið í taumana (og hefur þurft mikið til að hreyfa við þeim).

hvumpinn (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 09:42

6 identicon

Mér persónulega finnst mjög gott að fara með ferðabæn áður en haldið er af stað í ferðalag.

,,flugmennirnir treysta betur mætti bænarinnar en sjálfum sér,,

Er ekki alveg að skilja þessa setningu og get ekki að séð að flugmennirnir leggi meira traust á bænina eða á sig sjálfa.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sælir...

Ég hef það fyrir reglu að ég versla nánast undantekningalaust ferðir frá flugfélögunum sjálfur...

Þetta geri ég af því að mér finst þægilegra að versla við flugfélag en ferðaskrifstofu. Enda veit ég þá líka hvaða flugfélag er að fljúga með mig...

Ef um tengiflug er að ræða þá vel ég líka hvaða flugfélag ég tek þar...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 31.10.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband