Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

„Frændur okkar......“

Það er margt sem bendir til þess að hiksti komi í lánalínur Norðurlandana til okkar, sem þá aftur stöðvar frekari lánveitingar AGS.

Það er deginum ljósara  að hið svokallaða Norðurlandasamstarf heyrir sögunni til, a.m.k. í þeirri mynd sem verið hefur fram undir þetta, ef það verður ofan á að þessi lönd geti ekki unnið saman eða aðstoðað hvort annað nema fá til þess leyfi frá Brüssel.

Það er þá rökrétt framhald að leggja hreinlega niður Norðurlandaráð og hætta allri starfsemi sem því tengist. Við Íslendingar getum hæglega notað þá fjármuni, sem í þetta apparat fara,  í eitthvað annað og þarfara.


mbl.is Bylmingshögg ef Norðurlöndin hjálpa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grútarrökfræði

Þórunn Sveinbjarnardóttir skefur ekki utanað því  og segir afdráttarlaust að hafni þjóðin Icesave-málinu þá verði Ríkisstjórnin að segja af sér en samþykki þjóðin þá verði Ólafur Ragnar að víkja.

Klippt og skorið, punktur og basta.

Ef staðan verður þannig eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna að hvorugt fer stjórnin eða forsetinn, sem líklegast verður að telja,  þá hlýtur  Þórunn Sveinbjarnardóttir að fara sjálf eftir þessari grútarrökfræði sinni og víkja af þingi.

Farið gæti fé betra.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já góðan daginn.

Þetta er eins og með eggið og hænuna. Hvorugt kemur nema hitt komi á undan.


mbl.is AGS: Icesave ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púkarnir á fjósbitanum

hækjurHvort ríkisstjórnin kemur hölt frá þessu ati getur tíminn einn leitt í ljós.

En það var broslegt að hlusta á viðtölin við þá félaga Bjarna Ben og Sigmund Davíð í fréttum í hádeginu. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir teldu stjórnina þurfa að segja af sér, voru þeir snöggir að fullyrða, afdráttarlaust, að stjórnin þyrfti ekki að segja af sé út af þessu máli.

Það er deginum ljósara að þeir kæra sig hreint ekkert um að taka við stjórnartaumunum. Þeimborn_bad_little_devil_heart_tattoo vex verkið í augum og hafa ekki kjark til að takast á við það og fá hland fyrir hjartað af tilhugsuninni einni.

Þeim hugnast betur að vera í stjórnarandstöðu,  nærast eins og púkinn á fjósbitanum og  ólmast og andskotast út í allt og alla sem reyna að mjaka málum fram veginn.

.

 
mbl.is Undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun forsetans rökrétt en...

Ákvörðun forsetans er í sjálfu sér lýðræðisleg og rökrétt  niðurstaða í ljósi þess sem á undan er gengið.

En ekki að sama skapi skynsamleg.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugsamur hann Ögmundur!

Þetta hljómar kómískt úr munni mannsins sem af kjarkleysi hljóp frá borði og  yfirgaf stjórnina fyrir stundarvinsældir.  

Kanntu annan Ögmundur?


mbl.is Stjórnin hefur ekki leyfi til að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Eiríkur Tómasson kominn í pólitík?

Hvernig er hægt að brjóta stjórnarskrárákvæði, sem ekki er til?

 
mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggið ræður hænunni heilt.

Sigmundur Davíð ætti ekki að reyna að ráðleggja sér eldri, reyndari og vitrari mönnum.  Margt fer honum betur. 

Ólafur Ragnar þarf ekki ábendingar eða umboð frá Sigmundi Davíð hvernig hann hagar sínu starfi og skyldum sem best.  Þurfi hann að leita álits einhversstaðar þá gerir hann það ekki í gegnum fjölmiðla.  Þá starfshætti  mætti formaður Framsóknarflokksins að gjarnan tileinka sér .

Sigmundi Davíð væri nær að fara að leiða hugann að þeirri þraut  að upphugsa nýja  slagara og upphrópanir þar sem  Icesave-grýlan  verður brátt úr leik. Honum veitir ekki af að nýta tímann sem best.


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing barnalegt...

...af manneskju sem gengur með þingmannsdrauminn í maganum og vill væntanlega láta taka sig alvarlega.


mbl.is Iceslave safna 800 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló...... og....?

....er leynó hverjir þeir eru?

 


mbl.is Segir stjórnarþingmennina vera þrjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband