Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Treystir ţú mér til ţess ađ treysta ţví ađ ţú treystir ţví ađ ég sé traustsins verđur? Eeehh...hvernig var spurningin annars?

Skođanakönnunum ber ađ sjálfsögđu ađ taka međ fyrirvara. Međ hliđsjón til ţess fyrir hverja ţćr eru gerđar og hvernig spurningum er háttađ.

Ţađ er hreint undarlegt ađ ađeins 56% svarenda í ţessari könnun Bćndasamtakanna séu andvíg hugsanlegri ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ţađ er stórmerkilegt  ađ andstađan skuli ekki vera enn meiri í ljósi ţess hve  áróđur og umfjöllun andstćđinga ađildar hefur ađ  undanförnu veriđ illa rćtin og óforskömmuđ,  svo ekki sé dýpra í árinni tekiđ.

Ţađ er líka athyglisvert ađ „ađeins“ 95,7% svarenda töldu ţađ skipta miklu máli ađ landbúnađur vćri stundađur á Íslandi til frambúđar. Ég hefđi taliđ ađ full, og ţá meina ég full, samstađa vćri um ađ landbúnađur vćri,  ekki bara nauđsynlegur, heldur lífsnauđsyn fyrir ţessa ţjóđ, ef byggđ ćtti ađ haldast í ţessu landi.

Engin haldbćr rök hafa veriđ fćrđ fyrir ţví ađ landbúnađurinn sé í hćttu gangi Ísland í Evrópusambandiđ. Enda liggur ekki fyrir ađildarsamningur sem stađfestir, hvorki ţađ  eđa hiđ gagnstćđa.   

 

 


mbl.is Meirihlutinn á móti ESB-ađild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Agnes, Agnes hvađ hefur ţú gert kona?

sveinn_andri_sveinsson__jpg_340x600_q95Á Pressunni er athyglisverđ grein eftir Svein Andra Sveinson, stjörnulögfrćđing og sjálfstćđismann međ meiru, ţar sem hann fer hörđum orđum um Agnesi Bragadóttur og meintan skort á trúverđugleika skrifa hennar í Morgunblađiđ um útrásarvíkingana og umsvif ţeirra.

Ţví umrćdd Agnes mun, ef marka má skrif Sveins Andra, síđur en svo fariđ á mis viđ gjafmildi og örlćti útrásarvíkingana og ţegiđ bođs- og gjafaferđir hćgri vinstri af ţessum mönnum ţegar allt lék í lyndi, ţótt öđruvísi snúi á henni „tippiđ“ í dag.

Agnes „mín“ er ţetta satt?agnes

En af hverju ţegir Morgunblađiđ yfir ţessum skrifum? Hefur Sveinn Andri ekki veriđ vonarstjarna og ein af skrautfjöđrum Sjálfstćđisflokksins í lögfrćđinga- stéttinni?

.

.

 

Mulningur #5

   RA-856TUPOLEV Íslendingur var í viđskiptaferđ í Sovét- ríkjunum og ţurfti ađ fljúga međ Аэрофлот (Aeroflot  Sovéska ríkisflugfélagiđ) á milli borga innanlands.

Landanum var ekki rótt, ţví margar ljótar  sögurnar hafđi hann heyrt af slćmu viđhaldi á vélum flugfélagsins. En annar valkostur var ekki í bođi, svo hann varđ ađ láta slag standa.   

   Ţegar farţegarnir voru komnir um borđ var flugvélinni ekiđ út á brautarendann. Hreyflarnir voru ţandir á brautarendanum og flugtak undirbúiđ. En skyndilega var hćtt viđ flugtak og vélinni ekiđ aftur upp ađ flugstöđinni.    

   Vinur okkar hóađi í eina flugfreyjuna og spurđi hvađ vćri í gangi.    

  „Ţegar var veriđ ađ reyna hreyflana ţá líkađi flugmönnunum ekki hljóđiđ í ţeim svo viđ urđum ađ hćtta viđ flugtak.“ Sagđi flugfreyjan og brosti sínu breiđasta.  

   "Er ţá veriđ ađ snúa viđ til viđgerđar?“ spurđi vinurinn.

   „Nei, nei, ţađ á ađ skipta um flugmenn.“ Svarađi flugfreyjan hin rólegasta.

 

Hvađ er í gangi?

Er ekki hćgt ađ gefa sársvöngum manninum í gogginn?

 


mbl.is Ţjálfari Fram: Finn fyrir miklu hungri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mulningur #4

   Saga af sjónum.

  USS_Reeves_(CG-24)Sjóliđi á USS Reeves á siglingu frá Bandaríkjunum til Japan var sekur fundinn um minni háttar yfirsjón, lćkkađur um eitt ţrep í tign, dćmdur í sekt og til ađ ganga aukavaktir í ţrjár vikur.

  Inn í ţetta tímabil kom afmćliđ hans, 2. júlí, sem hann hlakkađi mikiđ til. Ţess vegna stappađi hann í sig stálinu međ ţví ađ ţrástaglast á hverri aukavakt á ţví sama: „Ţeir geta dćmt mig, ţeir geta sektađ mig, en ţeir geta aldrei tekiđ af mér afmćlisdaginn minn.“ 

  Spennan magnađist eftir ţví sem nćr dró afmćlisdeginum.  Ţegar pilturinn skreiđ í koju ađ kvöldi 1. júlí fór hann međ ţuluna sína venju samkvćmt:  „Ţeir geta dćmt mig, ţeir geta sektađ mig, en ţeir geta aldrei tekiđ af mér afmćlisdaginn minn.“

  En nćsta morgun komst hann ađ ţví ađ um nóttina hafđi skipiđ fariđ vestur yfir daglínuna – svo nú var allt í einu kominn 3. Júlí.


Sjaldan veriđ ţörf, en nú er nauđsyn!

eldgosMikiđ kćmi „smá gos“ sér vel núna, ţó ekki vćri til annars en dreifa umrćđunni örlítiđ.

Eđa ţannig.

.


mbl.is Innskot undir Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mulningur #3

RútaHann sat fremst í áćtlunarbílnum ađ vestan, gamli mađurinn. Aleinn en greinilega hress og kátur.   

 „Jćja ţú ert á leiđinni suđur,“ sagđi bílstjórinn.   

 „Já svo sannarlega, svo sannarlega,“ svarađi gamli mađurinn hinn ánćgđasti.     

„Hvađ ertu annars orđinn gamall?“  

„Ég er 95.“  

„Og hvađ ertu ađ gera suđur?“  

 „Árgangurinn frá 1915 er ađ júbílera.“   

 „Ţađ er einmitt. Ţađ geta varla veriđ margir lifandi úr hópnum, er ţađ?“

  „Nei alls ekki. Síđustu 12 árin hef ég orđiđ ađ halda upp á ţetta einsamall.“

  

Ef ţú ćtlar ekki....

....ađ standa viđ eigin verk Steingrímur, hvernig getur ţú ćtlađ öđrum ađ gera ţađ?

Hvađa skilabođ eru ţetta?


mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Mikiđ hálkusvell!“

 

slipperyHvađ er mikiđ hálkusvell?

Er ţađ hálka í öđru veldi?

 

En fariđ fyrir alla muni varlega á „hálkusvellinu“ ţađ hljómar verulega varasamt.

   
mbl.is Fólk hvatt til ađ ganga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mulningur #2

Hannes var ađ lćra fallhlífarstökk og flugvélin var ađ puđa sig upp í fulla hćđ. „Ţađ er ekkert ađ óttast,“ sagđi kennarinn. „Ţú telur bara upp ađ ţremur og kippir svo í spottann. Ef ekkert gerist ţá kippirđu í spottann á varafallhlífinni. Svo verđur bíll ţarna niđri til ađ taka á móti ţér.“

Hannes dró djúpt andann og stökk svo út í loftiđ. Hann taldi upp ađ ţremur og kippti síđan í spottann. Ekkert gerđist.

Ţá kippti hann í spottann á varafallhlífinni. Ekkert gerđist heldur nema nokkrir kóngulóarvefir feyktust út í loftiđ.

„Andskotinn!“ sagđi Hannes. „Ég ţori ađ veđja ađ ţađ er enginn bíll ţarna niđri heldur.“


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband