Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ertu að meina þetta Össur, ertu alveg rasandi?

Össur, karl tuskan, er sennilega eini maðurinn á Íslandi sem  ekki hefur vitað af upplýsingaöflun Bandarískra yfirvalda hér á landi, t.a.m. um stjórnmála menn og aðallega þá vinstrisinnuðu.  

Steingrímur Hermannsson kemur inn á þetta í sinni ævisögu og lætur þess getið að ýmsir aðilar hafi ekki verið sporlatir að bera allskonar upplýsingar í sendiráðið Bandaríska.

Sömu aðilar hefðu eflaust talið það lítt þjóðhollt ef upplýsingar hefðu á sama hátt  lekið í Sovéska sendiráðið.

Um þetta hátterni er til orð sem er mikið notað þessa dagana.


mbl.is Össur orðlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt ástand er ávísun á verra ástand.

Mér segir svo hugur um að samskiptin við lausagönguliðið í VG hafi ekki orðið auðveldara eftir kisusögur helgarinnar.

Sennilegt má telja að einhverjir hugsi forsætisráðherra þegjandi þörfina og grípi það tækifæri sem hverjum best hentar til að hnykkja á því.

Ef einhvern tímann er þörf á smjörklípu í feld kisu, þá er það núna.


mbl.is Stjórnarsamstarfið ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert kattaráp!

CatTrapLausaganga hunda er auðvitað bönnuð á Alþingi eins og víða annarstaðar.

Ekki er óeðlilegt að slíkt hið sama gildi um ketti.

Ráp og þvælingur katta um sali Alþingis með tilheyrandi hlandgangi og óþrifnaði  er með öllu  ólíðandi. 

Hemjum kettina, nema þeir ákveði að vana sig sjálfir.

.


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #20

speeding-ticket-b_~ski0082Hannes var í fúlu skapi á sýsluskrifstofunni að borga hraðasekt. Þegar hann hafði greitt sektina rétti gjaldkerinn  honum kvittun.

„Hvern andskotann á ég að gera við þessa kvittun, ramma hana inn?“, hreytti  Hannes í ungu konuna.

„Þú átt að geyma hana,“ svaraði unga konan blíðlega „því þegar þú ert kominn með þrjár færðu reiðhjól“.

.

.

 

Frelsishetjur eða Quislingar?

Þungamiðjan í þessari frétt er sú staðreynd, sem ljós hefur verið lengi en ekki farið hátt, að sumir Íslendingar hafa lagt meira upp úr þjónkun og þjónustu við Bandaríkin en hollustu við fósturjörðina.

Ekki hafa þessir menn þó verið kallaðir Quislingar eða landráðamenn eins og er í tísku þessa daganna hjá vissum hópi manna þegar þeir ræða um núverandi stjórnvöld landsins.

 

mbl.is DV: Leyniskýrslur sendiráðs Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #19

Hannes hringdi í eiginkonuna úr vinnunni.

„Heyrðu elskan. Það kom dálítið upp hjá mér. Strákarnir buðu mér í viku veiðitúr í Laxá í Aðaldal á besta tíma og ég get ekki sleppt því. Við förum norður í kvöld. Geturðu pakkað niður fyrir mig? Taktu líka til veiðidótið fyrir mig og rauðu silkináttfötin mín. Ég kem eftir klukkutíma og næ í þetta“.

Að viku liðinni kom Hannes úr veiðitúrnum.

„Var þetta góður túr elskan?“ spurði konan.

„Já alveg frábær, meiriháttar“ svaraði Hannes. „En þú gleymdir að pakka niður rauðu silkináttförunum mínum“.

„Nei elskan“ svaraði konan, „ég setti þau með veiðidótinu“.


Frábært ...

...hjá honum. Hann er öðrum til fyrirmyndar!

 

 


mbl.is Fór lamaður að eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er líkt með skyldum.

Hún er ekki ósvipuð, hin heilaga vandlæting og andúð Repúblikanaflokksins Bandaríska á því að almenningur þar í landi eigi þokkalega möguleika á mannsæmandi heilbrigðisþjónustu  og grímulaus barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir því að örfáir menn hafi forræði á, og eigi, aðal auðlind landsins en ekki Íslenska þjóðin.

  

 


mbl.is Palin vekur hrifningu í „teboðinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þessu er aðeins eitt svar

 CCR

 


mbl.is Gönguleið á Fimmvörðuháls frá Skógum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott ....

....að þetta mál er frá og endanleg niðurstaða komin, þótt menn muni eflaust áfram greina á um niðurstöðuna, eins og gengur.


mbl.is Paul Ramses fær hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband