Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Til hamingju Ísland

Ég óska Landhelgisgæslunni og Íslensku þjóðinni til hamingju með þetta glæsilega skip. Það á eftir að gjörbreyta öryggi sjófarenda til hins betra á íslensku hafsvæði.  

Það verður óviðunandi með öllu ef fjárveitingarvaldið tryggir ekki Landhelgisgæslunni nægt rekstrarfé svo skipið geti þjónað þeim tilgangi sem það var smíðað til.

Það verður lítil reisn yfir því, fyrir sjálfstæða þjóð sem á allt sitt undir hafinu, verði Þór leigður ásamt Ægi og Tý  suður í Miðjarðarhafið í einhver skítverk fyrir Evrópusambandið.

Nóg er komið af slíkri lágkúru, stöndum í lappirnar!


mbl.is Þór kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chia fræ - áttunda undur veraldar

Nákvæmlega þessi „rök“ er hægt að nota um hvaða fæðutegund sem er. Halda mætti, af lýsingunni, að þessi fræ séu áttunda undur veraldar en ekki venjuleg fræ sem ganga niður af fólki – ómelt – rétt eins og önnur fræ.

Síðasta innslagið um göngutúrinn er brandari vikunnar.

Fræin skiluðu víst fólki, sem hafði þau í meltingarveginum, í mark 4 og hálfum tíma á undan fólki sem át aðra fæðu!

Hvað var hann eiginlega langur þessi „göngutúr“, hringinn í kringum Smartlandið?   


mbl.is Þess vegna áttu að borða chia-fræ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekkleysa

Þetta „ævintýrahús“ er smekkleysan uppmáluð í öllu tilliti.

Húsið hentar ágætlega sem sviðsmynd í hryllingsmynd, en þær myndir verða seint flokkaðar til ævintýra, nema þá í Smartlandi Moggans.


mbl.is Ævintýrahús í Reykjavík: Sundlaug í forstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er „delete“ takkinn?

Clinton karlinn hefur ætlað, með símtalinu, að komast að því með lagni hvar delete takkinn á Monicu væri. Hann hefur ekki viljað spyrja einhvern í Hvíta húsinu, eðlilega.

 
mbl.is Clinton bað Jobs um ráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnugleg vinnubrögð

Ætla mætti að sömu aðilar og rannsökuðu Guðmundar og Geirfinnsmálin hafi komið þarna við sögu.  
mbl.is 179 stungur sagðar vera sjálfsmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar - gagn og gaman?

Er ekki tími komin til að frá því sé greint hvað það kostar þjóðina pr. klukkustund að „eiga“ þetta merkilega hús Hörpuna?

Eða verður húsið eitt af hinum listrænu stærðum sem eru órannsakanlegar og ósnertanlegar á hverju sem gengur og lausnin verði aðeins sú að moka í húsið fé og spyrja einskis?


mbl.is Mikið um að vera í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já, já - Bemmmmmmrúúúdaskál!

Frábær frammistaða hjá bridge strákunum!

Þá er að líkindum önnur Bemmmmmmrúúúda-skál-armóttaka framundan á Keflavíkurflugvelli!

Bemmmmmmmrúúúda-skál! Hick, hick!

En nú þegar Davíð er hættur, hver á þá að mæta drukkinn til móttökunnar í hans stað?

 


mbl.is Ísland í úrslit á HM í brids
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur # 70

Gömul kona er stöðvuð af mótorhjólalögreglu fyrir of hraðan akstur.

Gamla konan: Er eitthvað að hr. lögregluþjónn?

Löggan: Já frú mín, þú ókst allt of hratt!

Gamla konan: Þú segir ekki?

Löggan: Get ég fengið að sjá ökuskírteinið?

Gamla konan: Nei, ég hef það ekki, þið eruð með það.

Löggan: Erum við með það?

Gamla konan: Já þið tókuð það af mér fyrir fjórum árum, fyrir ölvunarakstur.

Löggan: Ég skil, get ég fengið að sjá skráningarskírteinið?

Gamla konan: Nei það getur þú ekki.

Löggan: Af hverju?

Gamla konan: Af því að ég stal bílnum.

Löggan: Ha, stalstu bílnum?

Gamla konan: Já og ég drap eigandann og brytjaði hann niður.

Löggan: ÞÚ GERÐIR HVAÐ?

Gamla konan: Drap hann og búkurinn af honum er niðurbrytjaður í plastpoka í skottinu, ef þú vilt sjá hann.

Lögregluþjónninn horfir smástund rannsakandi á gömlu konuna og kallar að því búnu eftir liðsauka, greinir frá aðstæðum og bíður svo átekta.  5 mínútum síðar koma fimm lögreglubílar á útopnu á svæðið og víkingasveitin undir alvæpni umkringir bílinn. Fyrirliði þeirra kemur að bíl gömlu konunnar.
 

Víkingasveitarforinginn: Gjörðu svo vel að stíga út úr bílnum kona góð!  

  

Gamla konan stígur út úr bílum: Er eitthvert vandamál ungi maður?

Víkingasveitarforinginn: Lögreglumaðurinn hér á vettvangi segir að þú hafir stolið bílnum og myrt eiganda hans.

Gamla konan: Jæja segir hann að ég hafi stolið bílnum og myrt eigandann? Hann er ekki með öllu mjalla maðurinn.  

Víkingasveitarforinginn: Já hann segir það og að eigandi bílsins sé niðurbrytjaður í skottinu, vildir þú vera svo væn að opna skottið?

Gamla konan opnar skottið, sem reynist galtómt og segir: Og hér er skráningarskírteinið og  ökuskírteinið mitt.

Víkingasveitarforinginn: En lögreglumaðurinn fullyrðir að þú hafir ekki ökuleyfi,  ekkert skráningarskírteini og hafir stolið bílnum og sért með niðurbrytjað líkið af eiganda bílsins í skottinu, getur þú útskýrt það?

Gamla konan: Nei það get ég svo sannarlega ekki, en það kæmi mér ekki á óvart að fíflið héldi því líka fram að ég hafi ekið of hratt. 

 


Mun eitthvað breytast?

Eru ekki nýju valdhafarnir í Líbýu þegar byrjaðir að fótum troða mannréttindi, drepa og pynta fólk hægri, vinstri.

En það er í lagi, því þeir ætla að vera vinir vesturlanda, um stundarsakir.


mbl.is Tímamót í sögu Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá henni

Ég tek ofan fyrir Juliu Gillard.


mbl.is Hneigði sig ekki fyrir drottningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband