Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Spákonuhofið á Skagaströnd

Arnþrúður Karlsdóttir, á útvarpi Sögu,  hefur síðustu tvo morgna farið hamförum út af styrkjum sem Alþingi hefur veitt til Spákonuhofs á Skagaströnd.

Þetta er dæmigerð sleggjudómaumfjöllun Útvarps Sögu. Fullyrðingum skellt fram án þess að hafa fyrir því að rannsaka málið, hafa samband við hlutaðeigandi til að sannreyna söguna eða til að fá fleiri fleti og önnur sjónarmið á málið.

Frú Arnþrúður hefur látið í það skína að styrkirnir til Skagasrandar hafi verið til einnar tiltekinnar spákonu, en því fer fjarri, því nokkur störf eru tengd þessu verkefni, atvinnustarfsemi sem teldist heldur betur gild á höfuðborgarmælikvarða, væri höfðatalan tekinn inn í myndina.

Frú Arnþrúður lætur alveg hjá líða að greina frá nokkru er varðar, Þórdísi spákonu, landnámskonu á Skagaströnd, fóstru Þorvaldar víðförla. Saga Þórdísar er grunnurinn að þessari starfsemi, sem er umfram allt söguleg kynning og frásögn,  þó inn í það sé fléttað dulúð og öðru þessháttar.

Svo blandar frú Arnþrúður smá dassi  af pólitík  í samsæriskenninguna, gefur svo hitt og þetta til kynna til að krydda og styrkja blönduna.  Og sértrúarhópurinn,  sem myndast hefur utan um þessa  útvarpsstöð, sem útvarpar fátt öðru en neikvæðni andskotans, tekur andköf og hrópar hólí maaama!

En svo mikið veit ég um aðstandendur þessarar starfsemi á Skagaströnd, að styrkirnir, sem veittir hafa verið þessari starfsemi, í tíð núverandi ríkisstjórnar, hafa ekki verið út á pólitík, nema síður sé.

Ég óska Spákonuhofi á Skagaströnd og sjálfstæðiskonunum sem þar ráða ríkjum velfarnaðar, svo og annarri sprotastarfsemi á landsbyggðinni, sem á undir högg að sækja, ekki hvað síst vegna fordóma og sleggjudóma þéttbýlisins fyrir sunnan sem heldur að það geti lifað af án landsbyggðarinnar. 


Enn og aftur....

....deyr elsti Jarðarbúinn, ef marka má fréttir.

Ætli gamlinginn fari ekki að verða þreyttur á þessari sífelldu endurtekningu?

 
mbl.is Elsta kona heims látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn skúbbar

Eru þeir að frétta það fyrst núna á Mogganum að Hanna Birna njóti ekki fylgis nema tæplega helmings Sjálfstæðismanna?  

 Það er löngu úrelt frétt.

Þetta var á síðum allra blaða á Úranusi í janúar fyrir ári.

  
mbl.is Hanna Birna nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið gleður vesæla

Hanna Birna og CoEf við ímyndum okkur að fylgi Hönnu Birnu, samkvæmt þessari frétt, sé hraðinn á farartækinu hennar á leið í vinnuna að efna kosningaloforðin þá er ljóst að fyrir hverja 50 og hálfan metra í rétta átt fer hún 49 og hálfan metra til baka. 

Það er því ljóst, ef fylgið er faratæki Hönnu Birnu, þá má hún ekki búa fjarri ráðhúsinu eigi henni að duga restin af kjörtímabilinu til að ná í vinnuna síðasta daginn.

 

Ánægð með þetta? Já Hanna Birna er gífurlega ánægð.


mbl.is „Ánægjuleg staðfesting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mergurinn málsins

jafnréttiÞetta meinta „jafnréttismál“ snýst aðeins um peninga, eingöngu peninga og ekkert nema peninga hjá Önnu Kristínu.

Aumt þykir mér hjá konu kindinni að svala  fégræðgi sinni á slíku máli.

 


mbl.is „Ég fer í skaðabótamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #64 - Áhrifaríkt salerni

Ég bauð mig fram fyrir Alþýðuflokkinn til hreppsnefndar Höfðahrepps (Skagaströnd) 1986. Það var að mörgu að hyggja í kosningabaráttunni, sér í lagi fyrir mig,  nýgræðinginn í pólitíkinni.

Venju samkvæmt  var haldinn framboðsfundur þar sem nokkrir helstu frambjóðendur hvers lista töluðu og reyndu hvað þeir gátu að lokka og laða kjósendur til fylgis við sína lista.

Með mér í framboðinu var Þorvaldur Skaftason sem skipaði 4. sæti listans. Þorvaldi, sem var sjómaður, var eðlilega umhugað um þau mál sem að sjómennsku og hafnarmálum snéru. Þau mál urðu honum því eðlilega að umtalsefni á framboðsfundinum.

Meðal þess sem Þorvaldur hugðist beita sér fyrir voru úrbætur í salernismálum á hafnarsvæðinu, sem voru vægast sagt frumstæðar, eða öllu heldur, engar.

Góður rómur var gerður að máli Þorvaldar, sem m.a. heillaði svo mjög starfsmenn Vélaverkstæðis Karls Berndsen að þeir hófust þegar handa að hrinda þessu kosningaloforði Þorvaldar í framkvæmd, þótt enn væri nokkuð í kosningar. Slíkur var metnaður starfsmanna VKB að þeir höfðu komið upp salernisaðstöðu á hafnasvæðinu fljótlega upp úr hádeginu, mánudaginn efir framboðsfundinn.

Hafnarsalernið

.

.

.

.

.

.

.

Á salernið var fest eftirfarandi vísa:

Ljúfi Valdi líttu á

Láttu ei í þig fjúka.

Hér er svalað þinni þrá

þurfir þú að kúka.

Vísan er eftir Kristján Hjartarson (bróðir Hallbjarnar) 

Engin dæmi önnur þekki ég að kosningaloforð hafi verið efnd af slíkum hraða og það fyrir kosningar,  og þá af öðrum en lofuðu þeim.  

Því miður hafði þáverandi oddviti Höfðahrepps ekki smekk fyrir því framtaki starfsmanna bróður síns að  efna kosningaloforð pólitískra andstæðinga sinna og lét því fjarlægja salernisaðstöðuna í heild sinni. Sumir þola bara ekki mótlæti.

En klósetaðstaðan við höfnina, þótt aðeins stæði einn vordag 1986, virkaði, ég náði kjöri.

  


Ætlar að ryðja sjálfum sér úr vegi, en standa föst fyrir

Erfitt verður að toppa þetta útspil Guðfríðar Lilju. Aldrei fyrr hefur Alþingismaður óskað eftir nýju framboði til Alþingis gegn sér og sínum flokki því hann og flokkurinn hans væru svo lélegir að þeir væru ekki á vetur setjandi.

Guðfríður gæti leyst þetta vandamál strax hvað hana varðar og látið sig hverfa af þingi og unnið að því  innanflokks að VG leggi sig niður. Nei það gerir hún ekki, heldur býður sig fram gegn hinu nýja andspillingarframboði, sem hún kallar eftir, annað væri í hrópandi andstöðu við þann þversagnar anarkisma sem hún og þröngur hópur innan VG hafa aðhyllst og ástundað.

Óánægjuhópurinn í VGGuðfríður, Lilja Mó, Ásmundur og Atli höfðu alveg frá upphafi stjórnarsamstarfsins nöldrað og tuðað yfir  meintum skorti á stefnumálum VG í stjórnar- sáttmálanum og gert að stigmagnandi ásteytingarsteini.  

En sannleikurinn er sá að einu hefði gilt þótt stefna ríkisstjórnarinnar hefði verið ómenguð stefnuskrá  VG frá a til ö, þetta lið hefði samt fylgt anarkista og sjálfseyðingar eðli sínu og af ásetningi efnt til ágreinings, einungis ágreiningsins vegna.  


mbl.is Vill Besta á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðaflausn

Samkvæmt þessari frétt á Vísi.is telur Einar Kr. Guðfinnsson að hausar verði að fjúka. 

Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að svona bull fréttir birtast auðvitað ekki á virðingarverðum miðlum eins og Mbl.is.

Þar sem Einar vill síður láta um sig spyrjast að hann sé sporgöngumaður þá  hlýtur hann að ganga á undan með góðu fordæmi.

sjálfstætt grænmetiEinar hlýtur því að láta sitt höfuð fjúka fyrst, enda löngu ljóst af sjávarútvegsráðherraframgöngu hans t.d. að höfuðið það hefur, í mörg herrans ár, ekkert gert umfram það að halda uppi einu pari af gleraugum.  

Einar, hjóla svo í verkefnið,  láttu verðlaust höfuðið fjúka með stæl, þú verður betri maður á eftir, sannaðu til.


Akureyri loks komin í vegasamband

Mogginn segir að umferð hafi verið til Akureyrar síðan í gær, því má ætla að vegurinn norður hafi verið opnaður í gær.

Ég trúi Mogganum, enda kominn af grónu og gildu sjálfstæðisheimili.akureyringurÞað er ánægjulegt að Akureyringar, þessir vindmiklu sveitamenn,  skuli loks vera komnir í vegasamband við menninguna.

Það hefði að ósekju mátt gerast fyrr.

En Selfoss er, sem fyrr, opinn í báða enda, um kosti þess má deila. 


mbl.is Umferð gengur vel á þjóðvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson myndi sækja um aðild að ESB

Menn þurfa greinilega ekki að vera tvöfaldir frændur Jóns Sigurðssonar og tengdir honum um öll líkamsop eins og Jón Valur Jensson til að vita hvernig Jón hefði ráðið krossgátur dagsins.

Stjórnmálamenn eiga það til á hátíðarstundum rembast við að upphefja sjálfa sig með orðskrúði um Jón Sigurðsson og fara þá gjarna yfir það í smáatriðum  hvað Jón Sigurðsson héldi um þetta aða hitt.

Hvernig í andskotanum dirfast menn á 21. öld að gera 19. aldar manni upp orð og skoðanir á nútíma málefnum?  Engin rök eru fyrir þess háttar bulli.

Ég held að Jón Sigurðsson gæti, væri hann uppi núna,  allt eins verið harður stuðningsmaður aðildar að ESB, um það getum við auðvitað aldrei fullyrt, ......eða mótmælt.

En óneitanlega væri það fyndið.

Gleðilega þjóðhátíð!


mbl.is Hugsjónir Jóns að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband