Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Þarf ekki frekar ferskt, og þá auðvitað erlent, bændakyn á þessa bæi?

Ef íslenskar kvígur henta ekki bændunum í Gunnbjarnarholti og Skáldabúðum, væri þá ekki hentugra og fyrirhafnarminna að flytja inn ferskt og nýtt bændakyn og skipta út þreyttum og úr sér gengnum ábúendunum á þessum bæjum?  


mbl.is Vilja nýtt kúakyn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis kapítalisminn

Væri ekki nær fyrir hinn ábyrgðalausa Ögmund að beina spjótum sínum að innlendum mannréttindabrotum, sem t.d eru gerð fyrir hans framgöngu?

Var það ekki baráttumál Ögmundar að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna yrðu ríkistryggðir einir sjóða?

Ögmundur hefur orðið uppvís að því að sóa fé lífeyrissjóðsfélagsmanna sinna sem stjórnarmaður og síðar sem formaður lífeyrissjóðsins. Hann segist ekki bera ábyrgð á tapinu, það geri kapítalisminn! Ó, mikil ósköp!

Hver ætli sé skoðun Ögmundar á hinum hrópandi mismun á almennum lífeyrissjóðsgreiðendum sem verða ekki aðeins að bera sitt tap vegna tapaðra fjárfestinga heldur jafnframt að bera tap lífeyrissjóða opinberra starfsmanna sem eru ríkistryggðir og þurfa ekkert tap að þola hversu  illa sem þeim var stjórnað af Ögmundi og hans líkum.

En þetta var auðvitað allt helv.... kapítalismanum að kenna.


mbl.is Mannréttindi alltaf í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísku falsspádómsvitringarnir ...

Hafa ekki öll ný framboð fengið stjörnuskot í skoðanakönnunum, fyrst eftir myndun þeirra?

Var ekki Þjóðvaka Jóhönnu spáð í kringum 25 prósentin? Hvað sögðu svo kosningarnar? O.s.f.v.

Skoðanakannanir þessar um nýju framboðin gera lítið annað en fita veski allskonar „fræðinga“ sem koma í viðtöl, gegn greiðslu vitaskuld, og tjá skoðanir sínar á nýgengnum fylgis-skoðanakönnunum og fylgja því gjarnan eftir með tilheyrandi spádómum um afleiðingarnar, fari svo sem þeir spá.

Frekar er það fúlt að hafa slíkt að féþúfu, ekki hvað síst í ljósi þess að aldrei hafa þessir vitringar, sem gengið hafa útrá því að skoðanakannanirnar verði úrslit kosninganna, haft rétt fyrir sér.  


mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Grúppían" í Betel

Trúaröfgamenn eins og Snorri Óskarsson eru eins og sálsjúkar grúppíur sem hanga, án nokkurrar rökhugsunar, utan í og elta átrúnaðargoð sín með slefandi ginum og kynfærum. Allt er gert og öllu fórnað til að svala fíkninni í átrúnaðinn.

En Snorri gerir meira en dæmigerð grúppía, hann lætur átrúnaðinn ekki nægja, hann svalar fýsn sinni að auki með því að hella úr vandlætingarskálum trúar sinnar yfir landsins lýð eins og ekkert sé sjálfsagðara. Sé honum andmælt eða að hans máli fundið skýlir hann sér á bak við bókstafinn í bókarskruddu sem enginn heilvita maður getur tekið bókstaflega.

Grúppían í Betel verður að gera sér grein fyrir að mál- og tjáningarfrelsi hans eru sömu takmörk sett og öðrum, hvað sem hans trú líður.

Eru öfgamenn, á hvaða sviði sem er, æskilegir sem kennarar barna?  

 
mbl.is Líkir samkynhneigð við bankarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tímabært...

...að Páll Óskar hætti að anda með rassgatinu? Það virðist einu gilda hversu fúlt þessi maður fretar, hálf þjóðin fer á hliðina af aðdáun.

 

Þjóðin mun láta sem ekkert C

Er það til marks um trúverðugleika Lilju Móses, sem staðsetti sig yst á vinstri væng VG sem er langlengst til vinstri í Íslenskri pólitík, skuli núna koma fram sem formaður í nýjum flokki, flokki sem er að hennar sögn; EKKI VINSTRI FLOKKUR! Ekki hægriflokkur og þaðan af síður neitt miðjumoð!

Lýgur Lilja um skoðanir sínar núna eða laug hún að kjósendum VG á sínum tíma?

Þessi nýi flokkur, Samstaða, hefur galopna stefnu, sem hvorki vinstri eða hægri, að sögn formannsins. Þetta hljómar eins og lýsing á gasfylltri blöðru sem getur ekki annað, eftir að henni hefur verið sleppt, tekið stefnuna einungis eftir því hvaðan vindurinn blæs.

Svona stefnur hafa fram að þessu, í besta falli, verið kallaðar lýðsskrum.

Þessa nýja stjórnmálafls Lilju, bíða því eflaust sömu örlög og blöðrunnar, að taka flugið til þess eins að springa þegar minnst varir.

Samstaða er undarlegt heiti á sundurlausum hóp sem staðsetur sig hvergi, veit ekki hvar hann er eða hvert hann stefnir, en hefur það eitt sameiginlegt að hafa ekki unað sér í pólitískri samvinnu með  öðrum. Til að vita hvert förinni er heitið þurfa menn auðvitað að vita hvar þeir  er staddir og hvaðan þeir koma.  

Svo er ekki gæfulegt að fyrir nýtt stjórnmálaafl að byrja sinn feril með því að stela sér nafni. Samstaða er þegar til á stjórnmálaafli á Íslandi auk þess að vera nafn á verkalýðsfélagi, hérlendis.


mbl.is C-vítamín þarf í samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers eru „Sameinuðu þjóðirnar“?

Hver er tilgangurinn með „alþjóðastofnunum“ eins og Sameinuðu þjóðunum, þegar 5 þjóðir þeirra samtaka geta með einu atkvæði haft að engu sameiginlegan vilja allra hinna?

Lélegt lýðræði það.


mbl.is Her Sýrlands við það að hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, halló...!

Eigum við þá að trúa því að í öllu þessu rannsóknarfargani Sérstaks, hafi umrætt lífeyrissjóa misferli aldrei dúkkað upp?

 

Já góðan daginn!

 
mbl.is Munu skoða lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleipiefnalausendaþarmsnauðgun

Stjórnir lífeyrissjóða landsmanna hljóta að axla sína ábyrgð og víkja í kjölfar þessarar sótsvörtu skýrslu um algert vanhæfi þeirra að ávaxta innistæður umbjóðenda þeirra, svo vægt sé til orða tekið.

Raunar er rangt að kalla stjórnir lífeyrissjóðanna  fulltrúa launamanna, sem eiga lífeyrissjóðina. Því þar ráða lögum og lofum, samkvæmt lagaboði, fulltrúar atvinnurekenda, sem eiga raunar ekkert í þeim fjármunum sem í sjóðina renna eða nokkurt tilkall til þeirra.

Þó atvinnurekendur greiði , í orði kveðnu,  „mótframlag“  í sjóðina á móti launþegum, þá getur sú greiðsla aldrei talist vera annað en hluti af launum launþegans.

Þessi skýrsla hlýtur að verða til þess að afnumin verði nú þegar sú lögboðna sleipiefnalausaendaþarmsnauðgun sem atvinnurekendur hafa fengið að stunda á launþegum í gegnum lífeyrissjóðina, allt frá stofnun þeirra.


mbl.is LV fagnar útkomu skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband