Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Bátnum ruggað af óþörfu

Þetta er afleitt innlegg hjá stjórnendum Landsspítalans í þann mikla starfsmannavanda sem blasir við. Ætli forstjóri spítalans hafi dregið af sínum launum þann tíma sem hann eyddi í að leita fyrir sér með starf erlendis?  

Hitt er annað mál að þrír morgnar í viku, í kjaraumræðu, er ansi ríflegt, svo ekki sé meira sagt. Í deiluna er komin kergja og stífni, sem hefur aldrei stuðlað að lausn deilumála fram að þessu.


mbl.is Fá fjarvist fyrir að mæta á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að finna sér tilgang

99202-stock-photo-hand-water-skin-swimming-pool-leisure-hobbies-wrinklesLoksins er talin vera fundin skýring á einhverri mestu ráðgátu mannkyns, hvernig á því stendur að húð manna hrukkast við veru í vatni.

Það er hinsvegar fullkomin ráðgáta hvort þessi rannsókn hafi einhverja hagnýta þýðingu. Það eitt og sér kallar auðvitað á nýja rannsókn fyrir þá sem hafa ekkert þarfara að gera.


mbl.is Mikil ráðgáta er loksins leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli blái haninn fann fræ, það var íhaldsfræ

íhaldskakaVið bakstur á hinni hefðbundnu Íhaldsköku, sé uppskriftinni fylgt,  er öll þjóðin kölluð að verkinu. Allir eru látnir leggja til vinnu og hráefni í kökuna en að sjálfsögðu í öfugu hlutfalli við bolmagn og getu.

Bjarni Ben nefnir auðvitað ekki að þegar kemur að því að skipta kökunni verða sneiðarnar hafðar fáar og stórar. Enda eru íhaldskökur aðeins ætlaðar fáum útvöldum, þá helst þeim sem lítið eða ekkert leggja á sig við baksturinn.


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarleg yfirlýsing Áskirkju

Ég dreg ekki í efa orð Áskirkju manna að Karl Vignir hafi ekki komið nálægt börnum í starfi sínu fyrir Áskirkju.

En það sem sker alvarlega í augu í þessari yfirlýsingu Áskirkju er sú dæmalausa fullyrðing að fyrst núna, eftir umfjöllun Kastljóss,  hafi þeim orðið ljóst að Karl Vignir var ekki sérlega vel að þeirri viðurkenningu kominn sem kirkjan veitti honum 2011.

Þetta láta þeir kinnroðalaust frá sér fara þó þeir viðurkenni að Karl Vignir hafi verið rekinn úr sjálfboðastarfi sínu við þessa sömu kirkju 2007, fjórum árum fyrr, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um refsiverða kynhegðun þessa dæmalausa manns!

Ætli þeir heyri í sjálfum sér, þessir snillingar sem sömdu þessa undarlegu yfirlýsingu f.h. Áskirkju? Það væri fróðlegt að vita hvoru megin við heilbrigða skynsemi, þeir draga línuna milli brottrekstrar og verðlauna.


mbl.is Kom ekki að barnastarfi í Áskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn H. genginn í Dögun

Þar fór góður flokkur í hundskjaft!

 
mbl.is Kristinn er genginn í Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnselgur

vatnselgur

Ekki myndi ég vilja lenda í þessum vatnselg í ham.

 

 


mbl.is Búist við vatnselg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tryggingar í mörgum tilfellum tilgangslausar?

Það er gömul saga og ný að tryggingarfélög neiti að bæta tjón og beita jafnvel öllum brögðum til að koma sér hjá bótagreiðslu og komast iðulega upp með það. Tryggingarfélög byggja rekstur sinn á því að afhenda helst ekki vöruna sem viðskiptavinurinn telur sig hafa keypt.  

Ef marka má reynslusögur fólks af starfsaðferðum og vinnubrögðum tryggingarfélaga almennt, þá virðist megin reglan í úrvinnslu tjóna og túlkun á tryggingarskilmálum þeirra allra vera sú, að allt sé vel tryggt - nema það sem gerðist!

Þannig reynist auglýsingafrasi tryggingafélagana - að nauðsynlegt sé að hafa allt vel tryggt - mörgum viðskiptavinum þeirra bitur brandari.

 
mbl.is Fá tjónið ekki bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband