Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Með höfuðið upp í eigin rassgati sjá þeir ekki vandann

vandinn.jpgFyrir bandaríkjamönnum er það lítið mál að fara með hernaði út um allan heim og drepa þar fólk undir því yfirskini að með því bjargi þeir lífi góðra bandaríkjamanna heima fyrir, sem „vondu mennirnir“ útlendu ráðgerðu að drepa.

Það er svo sem gott og blessað svo langt sem það nær.

En á sama tíma gera bandaríkjamenn nákvæmlega ekkert, til að sporna við því morð- og grimdaræði sem grasserar heima fyrir þar sem „góðu“ bandaríkjamennirnir drepa hvorn annan í þúsunda eða tugþúsunda tali á hverju ári. Vart líður svo vika að ekki berist fregnir af fjöldamorðum í kirkjum, skólum, barnaafmælum, hreinlega allstaðar.

Jafnvel lögreglan gengur um og fellir fólk af minnsta tilefni.

Eina ráðið sem bandaríkjamönnum dettur í hug til lausnar á vandanum er að fjölga byssum í umferð svo menn geti „varið sig“ hver fyrir öðrum!

Ja hérna, þvílík snilld!

Sennilega hafa fleiri bandaríkjamenn fallið fyrir byssum á heimavelli frá lokum seinni heimsstyrjaldar en nemur föllnum hermönnum í öllum hernaðarátökum sem þeir hafa staðið fyrir erlendis á sama tíma.

Áður en bandaríkjamenn fara í frekari víking erlendis til bjargar bandarískum lífum heimafyrir, ættu þeir að draga höfuðið út úr eigin rassgati og líta sér nær.


mbl.is Hófu skothríð í barnaafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lyf - sem virkar á allt nema þjóðarsjúkdóminn

nk1.gifNorður Kórea stendur fremst allra þjóða í læknavísindum, að sögn þarlendra stjórnvalda.

Þeir segjast hafa þróað lyf sem læknar alla illræmdustu sjúkdóma heimsins svo sem ebólu og alnæmi.

En þrátt fyrir þetta ná þeir engum árangri að lækna þann sjúkdóm sem er að ganga af þjóðinni dauðri – KOMMÚNISMANN!

Það skaðræðis mein grasserar í N-Kóreu sem aldrei fyrr.

 


mbl.is Segjast geta læknað ebólu og alnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítapakk

knold-og-tott2_1261832.jpgKjarabarátta fékk í kvöld fingurinn frá Bjarna barnalega og Simma silfurskeið þegar verkfalls- rétturinn var afnuminn með lögum frá Alþingi með atkvæðum þeirra og 28 annarra  þingmanna.

14 þingmenn skriðu í felur og sýndu ekki þann lágmarks kjark að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna.

Skítapakk allir saman!

Aðeins 19 þingmenn stóðu í lappirnar og vörðu verkfallsréttinn.


mbl.is Verkfallslögin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túttur og önnur tól

why-do-you-have-2-boobs-on-your-back.jpgSkaufi skaut upp „kollinum“ á Austurvelli í dag, mitt í öllu brjóstaflóðinu.

Konur sem þrá ekkert meira en að sýna á sér brjóstin, gátu auðvitað ekki unað þessu frelsisframtaki skaufans og kvörtuðu því undan.

Því varð frelsisunandi skaufinn að fara aftur í felur bak við fordómana og þorir sig vart að hreyfa um hríð.

Ekki er sama túttu- og annað tólafrelsi eðlilega – eða hvað?


mbl.is Beraði kynfæri sín á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta vinnuframlag Bjarna og Simma til þessa

knold-og-tott2.jpgBetur hefðu allir stjórnarþingmenn farið að dæmi formanna sinna, svikist um, hlaupið frá eigin skammarstrikum og farið á landsleikinn.

Bjarni barnalegi og Simmi silfurskeið gera klárlega minni skammir af sér í stúkunni í Laugardalsvelli en á inni á þingi.

KSÍ ætti því framvegis að senda þeim, og raunar öllum Framsjöllum á Alþingi, boðsmiða - á alla leiki.

Því fé væri vel varið.


mbl.is Furðar sig á fjarveru ráðherranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímulaust vantraust

Þessi auma sáttarnefndarhugmynd Bjarna Ben (lesist Davíðs) er auðvitað ekkert annað en illa dulbúið vantraust á nýskipaðan sáttasemjara ríkisins og undirstrikar auk þess algeran skort á samningsvilja ríkisstjórnarinnar.

Fjármálaráðherrann hefur frá upphafi verkfalls BHM og síðar hjúkrunarfræðinga látið eins og samningaviðræður við stéttarfélögin væru honum gersamlega óviðkomandi og vísað til samninganefndar ríkisins. Hver er tilgangur þessarar samninganefndar ef hún starfar án  umboðs Bjarna?

Tími er til kominn að Bjarni hætti að gera stykki Davíðs í sína íhaldsbrók og gyrði þær upp um sig þess í stað og gangi af alvöru til samninga við sína viðsemjendur.

Framgangur Bjarna í þessu verkfalli verður geymdur en ekki gleymdur, því getur hann treyst.


mbl.is „Þessi heimild er til staðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband