Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Dómur Davíðs

Þessari frétt mbl.is  um „met“ Hildar Þórðardóttur hefði alveg mátt sleppa að skaðlausu. Fjallað er um þá frambjóðendur sem best liggja við höggi að mati Morgunblaðsins.

En ekki er minnst orði á aðal floppið í kosningunum - mestu háðungarútkomuna, hrakför goðsins Davíðs Oddsonar frambjóðanda Moggans og eigenda blaðsins.

Davíð sagði við leifarnar af stuðningsmönnum sínum að hann hafi í kosningabaráttunni fengið tækifæri til að leiðrétta ýmsar bábiljur!

Öllu má nú nafn gefa.

Þjóðin hefur nú svarað þessum nýju söguskýringum Davíðs og landsdómurinn er skýr - vík burt .....!

 


mbl.is Hildur með fæst atkvæði sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum reynsluna ráða

Í Morgunblaðinu birtast, að mér skilst, dag eftir dag heilsíðuauglýsingar um ágæti Davíðs Oddsonar. Sem er örugglega gott fyrir bágan rekstur blaðsins, sem má muna fífil sinn fegurri.

Þar á meðal er auglýsing með flennistórri mynd af Davíð og konu hans. Undir myndinni er ritað stríðsletri:

„Látum reynsluna ráða úrslitum“.

Fyrirsögn auglýsingarinnar gæti ekki verið raunsannari. Reynslan af Davíð mun svo sannarlega ráða úrslitum.

Þjóðin mun því hafna Davíð - afgerandi!

Skoðanakannanir sýna að sú örlitla stundarhrifning sem varð yfir framboði Davíðs, innan fámenns hóps, er að fjara út – hægt en örugglega.

 

latum_reynsluna.jpg


Bryndís og Magnús

Bryndís dóttir mín gekk í dag (16. júní) að eiga sinn heittelskaða, Magnús Örn Gylfason. Athöfnin fór fram í Garðakirkju að viðstöddu ýtrasta fámenni,  börnum þeirra og foreldrum.

Önnur stór tímamót verða svo hjá Bryndísi á laugardaginn þegar hún útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík með meistarapróf í lögfræði.

bryndis_og_magnus_1284098.jpg

Til hamingju bæði tvö.

 

 

 


Hvar eru almannahagsmunir núna?

Það hefur ekki staðið á ríkisstjórnarflokkunum að setja lög með hraði til að bjarga minni hagsmunum en tilveru Reykjavíkurflugvallar.

Almannahagsmunir yfirleitt sagðir ráða för við slíkar lagasetningar, en nú heyrist ekki múkk.

Hvernig ætli standi á því, hverra hagsmunir valda aðgerðarleysinu?


mbl.is Sorglegt að neyðarbrautin loki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppeldinu að kenna eða bara áunnið?

888501.jpgÞað hefur ekkert rofað til í kollinum á Sigmundi Davíð í fríinu.

Forherðingin er engu minni en áður.

Ekki að undra þó fundarmenn sitji agndofa og áhyggjufullir undir ræðu leiðtogans. Þeir sjá vonina um að rétta hlut flokksins fyrir komandi kosningar springa í andlitið á sér.

Þessi ræða smellpassar sem erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál.


mbl.is „Gert til að koma höggi á flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband