Færsluflokkur: Lífstíll

Flott – einmitt það!

0020.jpg

Furðuleg þessi frétt þar sem húðflúrhaugar eru hafnir til skýjanna.

Ein og ein stök húðflúrmynd getur verið falleg og farið viðkomandi vel.

En það er nákvæmlega ekkert flott við fólk sem er svo þakið húðflúri að það lítur út eins og gangandi blekklessur!

Svo ekki sé talað um þau ósköp þegar húðin slaknar er aldurinn færist yfir og fallegu myndirnar fara að "renna til".

 


mbl.is Flottustu flúruðu Íslendingarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kuldi er ekkert hættulegur!"

„Kuldi er ekkert hættulegur!“ Segir kokhraustur skjálfandi "sjósundkappinn", til að ýkja nokkuð eigin getu og þol, auk þess til að fá fleiri til að trúa bullinu, sem hann getur varla, með réttu, trúað sjálfur.

Þetta er alveg ný kenning, því hingað til hefur kuldinn, ofkælingin, verið helsti óvinur Íslenskra sjómanna sem lenda í skipssköðum. Það sama gildir til lands og upp til heiða. Ofkæling drepur og er fljót að því, öllu getur verið lokið á nokkrum mínútum, hafi menn ekki tilheyrandi hlífðarbúnað og noti hann rétt.

Svo halda einhverjir kjánar því fram að það sé heilsusamlegt að synda nánast nakinn í ísköldum sjónum í vetrartíð og færa líkamann út á ystu nöf ofkælingar og það sem verra er, reyna að telja öðrum trú um það.

Að því kemur að kuldinn mun, á óafturkræfan og sárann hátt, minna þessa sjósundkappa á, að hugmyndir þeirra um skaðleysi kuldans eru rangar og lífshættulegar.


mbl.is „Kuldi er ekkert hættulegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu hefði mátt forða með annarri byssu

virkar_varnir.gif

Tveggja ára barn banar móður sinni með byssu. Þetta er fáránleiki Bandarískrar byssu- dýrkunar í hnotskurn.

Samkvæmt þeirri kenningu Bandarískra byssutrúboða, að helsta vörnin gegn byssum séu fleiri byssur, þá vantaði móðurinni aðeins aðra byssu og hún hefði getað varið sig.

Væntanlega verður réttað yfir tveggja ára drengnum sem fullorðnum, eins og títt er þar vestra með unglinga og jafnvel börn.


mbl.is Tveggja ára skaut móður sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegast er að "þjóðarjólatréð" á Austurvelli sé Íslenskt tré en ekki erlend ölmusa

jolatre.jpgÞað eru tæplega ýkjur að segja að jólatréð á Austurvelli sé jólatré þjóðarinnar allrar.

Látum örlög Oslótrésins verða upphaf að nýjum tíma, nýjum sið. Höfum „þjóðartréð“ á Austurvelli Íslenskt upp frá þessu en ekki Norskt.

Auk þess er þetta Íslenska tré ólíkt fallegra og gróskulegra en horsmánin Norska, sem varð vindinum að bráð.

Oslóborg vill gjarnan losna undan þeirri „kvöð“ að senda okkur bónbjargartré um hver jól. Sýnum þá reisn að þvinga Norðmenn ekki til þess, veljum Íslenskt.

 


mbl.is Ljósin kveikt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt er í viðhengdri frétt: Hverju á maður að klæðast þegar gengið er á fund drottningar?

Svarið er einfalt, það skiptir nákvæmlega engu hverju gestir Englandsdrottningar klæðast. Sé mið tekið af algeru fatasmekkleysi Betu, þá verða aumustu druslur glæsilegar í samanburði við það sem hún klæðist. Jafnvel  skítugur strigapoki fengi nokkurn sjarma.

 


 


mbl.is Hitti drottninguna í sérsaumaðri dragt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er fegurðardrottning- Ég brosi gegnum tárin"

Það er verðugt verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka aumingja  fallega fólkið upp á sína arma ásamt vesalings ríka fólkinu.  Það nær auðvitað engri átt að fallegt fólk fái ekkert út á fegurðina ekki einu sinni frítt í strætó.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera falleg, vælir fyrrverandi „fegurðarfljóð“. Fegurðin er mikil kvöl, svo ekki sé talað um þá pínu að vera loðin um lófana, eða þau ósköp að vera jafnvel hvorutveggja.

Það eru engin takmörk fyrir því hvað á sumt fólk er lagt.

 

 

 


mbl.is „Ég var valin fallegust í heimi en þarf samt að borga í strætó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er viðbjóður

Hreinræktuð skítseiði! – Fleiri orð þarf ekki um þessar siðblindu mannleysur.


mbl.is Skyndikynni breyttust í martröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsivistin á Hrauninu!

Í Fréttablaðinu í dag og á Vísi.is  er fjallað um fangelsismál og þá ákvörðun fangelsisyfirvalda að takmarka verulega  tölvunotkun fanga vegna misnotkunar. Að auki er til skoðunar að fjarlægja öll aflrauna lóð úr fangelsinu.

Um þessar aðgerðir hefur Ríkharður Ríkharðsson talsmaður fanga ýmislegt að athuga og „spáir því“  að þær muni hafa alvarlegar afleiðingar! (?). Aðspurður um lóðin sérstaklaga segir Ríkharður: : "Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist."

Þau gerast ekki öllu betri gullkornin. Það væri auðvitað skelfileg þróun ef stórglæpamenn á Hrauninu færu almennt að upplifa veruna þar sem einhverja refsivist.


Bjarni Ben í röngu hlutverki

 

bjarniformÞað vakti athygli á dögunum þegar forystusauðir ríkisstjórnarinnar brugðu sér í gervi persóna úr Star Treck.

Spock gervið sem brugðið var á Bjarn  Ben, var illa heppnað.  Það er með ólíkindum að förðunarmeistararnir hafi ekki séð fyrir sér hlutverkið sem smellpassar Bjarna, að öllu leyti.

Aðeins hefði þurft að skerpa örlítið  á litarhafti Bjarna og þá væri persónan fullsköpuð.


Margnota gjafir

Þessi efnisstuldur  frá Golfklúbbi Sandgerðis er undarlegt mál. Klúbbnum er gefið byggingarefni og því er í framhaldinu komið fyrir í geymslu klúbbsins. Að nokkrum tíma liðnum er því síðan stolið úr geymslunni.

En þegar í ljós kemur að gefandinn, fyrri eigandi efnisins, ásældist efnið á ný  og „sótti“ það  aftur í geymslu klúbbsins án þess að tala við kóng eða prest, þá er verknaðurinn ekki lengur metinn sem þjófnaður. Gefandinn var bara að endurheimta gjöfina! Eðlilegasti hlutur í heimi.

Gjafir eru merkilegt nokk ekki eign þiggjandans.

Skilanefndir föllnu bankanna kætast örugglega yfir þessari nýju skilgreiningu á eignarhaldi. Þær geta í  framhaldinu sótt, jafnvel í skjóli myrkurs, allar þær gjafir sem föllnu bankarnir jusu út hægri vinstri til vinsælda- og velvildarkaupa á þeirra velmektartíma.

Þetta er líka afar hentugt fyrir þá sem eru sérlega gjafsárir, þetta opnar möguleika á að margnýta hverja gjöf. Ekki þarf annað en að hnupla gjöfunum aftur jafnharðan og endurgefa. Það er víst ekki þjófnaður, vel að merkja.

Þetta kemur sér einkar vel í fermingagjafabrjálæðinu framundan. Það verður hægt, jafnvel ár eftir ár, að leysa öll gjafaútlát með einu og sömu gjöfinni.


mbl.is Gefanda snérist hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband