Svarti-Pétur

Skiptar skoðanir eru um það erlendis, ekkert síður en hér á landi, hvort við eigum yfir höfuð að borga helv. Icesave-skömmina. 

Pétur H. Blöndal er talsmaður þess að við eigum,  ýmist að borga eða ekki borga.

Pétur, sem þessa stundina telur að við eigum ekki að borga, er  líka ötull talsmaður skoðanafrelsis og tjáningarfrelsis og gerir því með reglulegu millibili alvarlegar athugasemdir við notkun annarra á frelsinu til æðis og athafna sem hann og flokkurinn eini, virðast hafa einkarétt á.

Pétur telur að þeir aðilar erlendir sem segja að Íslandi beri að borga séu með grófum hætti að skipta sér að innanríkismálum Íslands. En þeir sem telja að við eigum ekki að borga, nei þeir eru sko ekki aldeilis að skipta sér af innanríkismálum Íslands.

Ó nei þá heita afskiptin eitthvað allt annað, að sjálfsögðu.

Svo er það annar handleggur að sé Icesave alfarið innanríkismál, þá er ekkert til sem heitir utanríkismál.


mbl.is Hlutast til um innanríkismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ætti ekki að senda Pétur til læknis. Hvað segir hin umhyggjusama Margrét Tryggvadóttir. Alla vega er Pétur eitthvað að ruglast, er það ekki?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunar að umhyggja Margrétar byggist verulega á því hvort menn hafi "ruglast" með eða á móti.

En hvað Péur varðar þá stenst hann stundum ekki sína eigin skoðun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband