Ólag hefur riðið yfir.

Öll lögin í keppninni í ár báru í sér feigðina. Ekkert þeirra var lífvænlegt. Þrátt fyrir linnulausa spilun er ekkert lagana sem komust í sex laga úrslitin nálagt því að geta lifað deginum lengur. 

Keppnin í ár var óvenju slöpp, þar lagðist allt á eitt rétt eins og um afburðaslappan árgang í víni væri að ræða.

Ég held að einu hafi gilt hvaða lag af þessum sex sigraði, ekkert þeirra hefur afl til að skila okkur uppúr undankeppninni.  Punktur og basta.

Þá gengur bara betur næst.

 
mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Nåh þetta lag sem vann vann jú þannig að aðrir en þú hafa metið það að verðleikum - lagið með Heru er lag sem Evrópa elskar nú þegar hvað sem svartsýnum eks.Skagstrendingi þykir. 

P.s. ef alltaf er velt sér uppúr því sem er neikvætt skeður jú ekkert jákvætt 

Jón Arnar, 7.2.2010 kl. 04:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað var skársta lagið valið, Jón Arnar. En það sannar ekki að það sé gott!

En talandi um jákvæðni þá hafa Íslendingar (þú leiðréttir mig fari ég með rangt mál) í væntingum sínum ætíð ætlað öllum sínum lögum í sigur og helst lengra ef ég man rétt.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.2.2010 kl. 04:22

3 identicon

íslendingar þurfa alltaf að sýnast bestir í öllu

t (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 07:01

4 identicon

Hef sem betur fer ekki heyrt þetta lag, en ef hægt væri að tala um hvalreka í neikvæðri merkingu þá væri það val í Íslands í Euróvision

Trausti Trausta (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 10:43

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mér fannst nú lagið með Hvanndalsbræðrum best. Allavega hressast!

Kveðja úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.2.2010 kl. 11:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er mjög sammála þér með þessi lög.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2010 kl. 12:52

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Æ reynum nú að vera svolítið jákvæð í einhverju, þessi neikvæðni hjá landanum er orðin svo yfirdrifin nóg, að það hálfa væri nóg. Verum nú með hjartanu.

Hjörtur Herbertsson, 7.2.2010 kl. 13:38

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Metið að verðleikum?

Ég man nú að George W. Bush nokkur hafi í tvígang farið með sigur af hólmi í forsetakosningum í Bandaríkjunum, en man samt ekki til þess að nokkur maður hafi sagt að hann væri starfi sínu vaxinn. ;)

Þannig sú staðreynd að skásta lagið hafi unnið keppnina, hefur ekkert með gæði þess að gera. 

En hvað varðar restina af Evrópu.. Þá persónulega tek ég mér ekki bessaleyfi á því að dæma hvað hún elskar eða elskar ekki af nokkrum youtube skilaboðum. Enda hef ég bara hitt dræman minnihluta af evrópubúum, og enginn þeirra hefur svo mikið sem horft á Eurovision. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.2.2010 kl. 14:35

9 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Er hissa á hvað mikill áhugi sé um eurovision ,fatta það ekki.Musik er tilfiningarstuð,þarf ekki að skýra það betur en að eiða orðum og tíma í þessari kepni skil ég ekki.Hvað er spennandi við þetta??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.