Ég fékk kvörtun í síðustu viku!

Ég var úti að ganga með hann Bangsa minn, eina af 5 til 6 slíkum gönguferðum daglega. Ég hef freistast til þess einstaka sinnum, vitandi af algjöru meinleysi Bangsa, að hafa hann lausan og leyfa honum að nýta sér frelsi einstaklingsins að góðra manna hætti.

IMG_0090Mætum við félagarnir þá ekki manni með vart sýnilegan teskeiðarhund í taumi.  Bangsi, sem var örlítið á undan mér, rétt snéri nefinu að „hundlíkinu“, hnussaði og hélt för sinni áfram.

En þegar ég mætti manninum þá hreytti hann í mig; „Ég er í fullum rétti, skal ég segja þér! Hundar eiga ekki að ganga lausir!“.  

„Heppinn ertu að vita þína réttarstöðu, vinur“  var það eina sem mér datt í hug að segja í hita augnabliksins.

Og ég sem hélt að glæpamenn einir vissu allt um sína réttarstöðu.

   
mbl.is 237 kvartanir til Landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eftir stendur að hundar eiga ekki að ganga lausir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hundar eru margskonar Sigrún, ég þekki menn sem eru nær því að vera rakkar en hundurinn minn. En satt eigi að síður að lausaganga hunda er víðast hvar bönnuð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2010 kl. 19:54

3 identicon

Ég veit það.

Ég er ekki að tala um mannhunda, sem eru a.m.m. verri en nokkurt rándýr.

Ég er að tala um hunda, sem eru besti vinur mannsins.

það er leitt að geta ekki látið þá hlaupa frjálsa um utandyra, en meðan til eru manneskjur sem eru hræddari við hunda en nokkuð annað, og geta fengið t.d. hjartaáfall við að mæta "frjálsum" hundi, þá verður bara að fara að reglum.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 20:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Sigrún það er það eina sem ég hræðist að hafa Bangsa lausan eru viðbrögð fólks við honum. Sem betur fer hef ég aldrei kynnst neinum sem ekki líkaði návist hans... eða... næstum því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að það yrði nú leit að hundi sem er jafn gæfur og meinlaus eins og hann Bangsi.

Það eina sem er hættulegt við hann, er hversu afskaplega vinalegur hann er. Það er ekki nema það fólk sem honum líst ekkert á, sem hann lítur algerlega framhjá án þess að líta við svo mikið sem einu sinni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.2.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband