Nýr Hrunadans boðaður!

Við þær hörmungar aðstæður sem nú eru uppi er ekkert undarlegt þótt ríkisstjórnin tapi fylgi. Ég er raunar hissa á að fylgi stjórnarinnar sé þó þetta mikið. Það sýnir að sumir hið minnsta muna enn hverjum ber að þakka ástandið.

Ekkert það verk sem stjórnin hefur unnið og þarf að vinna er til vinsælda fallið, flest kemur illa við alla og sumt  sem kann að gagnast einum kemur illa við annan.

„Nú þarf ríkisstjórnin að horfast í augu við það að hún hefur ekki umboð til þess að halda áfram á sömu braut,“ segir Bjarni Benediktsson.

Bjarni Ben var ekki svona viss um ágæti skoðanakannana og gildi þeirra þegar þær sýndu fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Þá var talað um að kosið væri til Alþingis í  kosningum ekki í  illa unnum könnunum með sáralitlu úrtaki.

Það styttist í rannsóknarskýrslu Alþingis og Bjarna hryllir eðlilega við að hafa ekki tök á að handstýra úrvinnslu hennar. Bjarni er hræddur og má líka vera það.

„Fólk ætlast til þess að stjórnvöld þvælist ekki fyrir“. Segir Bjarni. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkurinn ætli um leið og hann fær til þess vald að hrinda aftur að stað sama frjálshyggju hrunadansinum. Þeir hafa ekkert lært og boða áfram sama graut í sömu skál.

 Þolir þjóðin meira af slíku?


mbl.is Ríkisstjórnin á að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem við þörfnumst hér á landi er þjóðstjórn.

Ekki þetta pólitíska pakk sem alla tíð hefur fengið allt upp í hendurnar og þekkir ekki annað.

Ekki græt ég þessa ríkisstjórn, en það er nú lítið unnið ef sjálfstæðismenn og framsókn taka við aftur eins og ekkert hafi í skorist!

Þjóðstjórn er það eina sem kemur til greina. 

Skúli (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skúli, þú misskilur greinilega eitthvað, þjóðstjórn er skipuð fulltrúum allra eða flestra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi og því pólitískt skipuð. Sjá hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er búið að vera í deiglunni, Ólafur kominn með Samskip aftur, Björgólfur að leggja undir sig Suðurnesin, skattstjóri fær engin gögn. Þetta er allt í eðlilegum farvegi.

Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 14:10

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

strákar - er munir á pólitískum klikuskap hjá þessum flokkum ? eruð þið ekki svektir með að Steingrímur hafi ekki komið heinna og benna fram við samlanda sína en hann hefur gert ? svo margar þversagnir hjá blessuðum manninum á svo mikið og margt sem hann sagði áður en hann komst til valda, ekki halda að ég hafi ekki vonað eftir breitingum frá manninum eða þessari ríkisstjórn ! því miður þá hafa þau (hjúinn) dregið þjóðina enn dýpra en nauðsinlegt var með hinum ýmsu uppátækjum, vina þetta vina hitt og þjóðinni gefinn fingurinn "okkur" kemur þetta ekki við nú er það vinstri stjón og hún vinnur með fólkinu passar þá sem minna meiga sín NEI það hafa þau ekki gert............. við skulum bara halda áfram að skipta um ríkisstjórnir þangað til við erum ánægð....... hættum ekki fyrr

Jón Snæbjörnsson, 19.3.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ein stjórn á dag - kemur skapinu í lag!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2010 kl. 17:25

6 identicon

Biðst afsökunar.

Er ekki rétt skilið hjá mér að utanþingsstjórn geti verið skipuð af hvaða einstaklingum sem er sem forseti telur hæfan? Ekki nauðsynlega fulltrúar flokka á alþingi?

Þó svo að þessi stjórn sé að gera sitt besta til að tryggja sjálfstæðismönnum gott fylgi í næstu kosningum er Bjarni Ben ekki lausnin á okkar vanda!

Skúli (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 18:16

7 identicon

Finnur Bárðarson: Hvað áttu við með að Ólafur sé kominn með Samskip aftur ? Hann missti þau aldrei, þ.e. Samskip urðu aldrei gjaldþrota eins og margi halda og því ekkert verið að afhenda honum neitt.

Bara vinsamleg ábending

VI (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband