Af hverju birta flugvirkjar ekki „sannleikann“?

flugvirkjafélagíslandsFlugvirkjar liggja undir ámæli um ósannsögli um kaup sín og kjör. Ef það er á misskilningi byggt og upp á þá er logið, af hverju birta þeir ekki upplýsingar um kjör sín svart á hvítu, lága taxtana, slappa bónusana og léleg heildarlaunin, til að taka af öll tvímæli?

Af hverju stígur enginn flugvirki fram og birtir launaseðilinn sinn?

Af hverju vilja menn frekar liggja undir ásökunum um fals og ósannindi en afsanna slíkar fullyrðingar í eitt skipti fyrir öll.

Það getur hver og einn dregið sína ályktun af því.


mbl.is Segir laun flugvirkja ýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á meðan þeir birta þetta ekki segi ég, ein milljón á mánuði. Held mig við þá fgullyrðingu þar til einhver leiðrétir mig.

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 17:20

2 identicon

Þó að þið bloggfélagar segið að flugvirkjar fari með ósannindi þá er það ekki þar með sagt að þeir geri það.

 Þessi frétt inniheldur allt sem máli skiptir í umræðunni þó að þið reynið nú að afbaka hana eins og ykkur er lagið.

 Segi enn og aftur að mér einkennilegt að vinnandi menn eins þið skuluð geta hent fram kröfum um launaseðla og taxta annarra. Er þá ekki best að þú byrjir ásamt þínum blog vinum og stígir skrefið með þinn launaseðil!

Timberland (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 17:31

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er ekki í neinni launadeilu Timberland

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 17:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Timberland, ég stend ekki í kjaradeilu og er ekki á verkfallsbuxunum. En ef ég væri það og hefði verið sagður ljúga til um launin mín opinberlega, lægi ég ekki undir slíku og myndi birta mína launaseðla.

Það væri ekki nema sjálfsagt, enda hlyti launaseðillinn að vera í samræmi við það sem ég hefði áður haldið fram í fjölmiðlum. En væri hann það ekki, vandaðist málið, ekki satt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 17:39

6 Smámynd: Hamarinn

Þeir þurfa ekkert að birta sína launaseðle. Aðeins umsamda kauptaxta félagsins. En þeir vilja það ekki af því þeir LJÚGA. Svo einfalt er málið.

Timberland.

Launataxtar míns félags Fagfélagsins eru birtir á heimasíðu félagsins, þar getur þú skoðað þá að vild, öfugt við flugstéttirnar sem fara með sína taxta sem mannsmorð.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 18:14

7 identicon

öfundsjúka lið.... þið einblínið á endalausar tölur... hver veit nema flugvirkjar séu með milljón, það veit ég ekki... engu að síður eru þar örugglega fleiri tugir aukavinnustunda þar á bakvið... allt að tvær vikur aukalega miðað við 40 stunda vinnuviku, samtals 80 klst frá fjölskyldu... þeir mega bara alveg fá fínt fyrir það í vasann... 

það er alveg óþolandi að refsa mönnum fyrir það að vera duglegir í sínu starfi þegar þeim áskotnast einstaka sinnum að taka vinnutarnir sem fela í sér sölu á hvíldartíma þeirra, já og af því að það er í boði þá mega þeir ekki eiga það skilið að fá launahækkun, skítt með ykkur barasta... 

já og hvernig er vinnutíminn... nætur, helgar og hátíðardaga... það kannar enginn, flestir einblína á heildartöluna án þessa að spá í hvað sé þar á bakvið...

...

Heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:48

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heihó.........þvílíkt bull. Þú mátt reyna aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 18:58

9 identicon

Axel, sýnist þú vera sami gamli bitri kallinn og Hamarinn... algjörlega ófær um að kanna málið í þaula... dregur bara upp þinn dóm á málinu einhliða...

held að þú sért sennilega á þeirri skoðun að allir eigi að vera á sömu ríkislaununum... allir með 250 þús hvort sem þeir vinni í bónus eða skeri upp fólk... er það ekki?

 ég vil fá nánari skýringu á því hvað í innleggi mínu flokkist undir bull... rökræða takk!!!

heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:15

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heihó, það er t.d. hreint ekki hægt að skilja hvað marga yfirvinnutíma þú ert að tala um. Svo eru flugvirkjar ekki eina stéttin sem vinnur yfirvinnu.

Veist þú eitthvað frekar en aðrir um vinnustundir flugvirkja á bak við launin sem ekki má upplýsa? Ágiskun hjá þér ekki satt?

Ég var ekki í færslunni að fullyrða neitt, ólíkt þér, er aðeins að kalla eftir upplýsingum um launin, klippt og skorið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 19:43

11 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Það er mikilvægt, eins og segir í fréttinni, að gera mun á launum (launataxta) og heildartekjum.

Næturvinna, helgarvinna, yfirvinna, aukavinna, áhættuvinna (eiturefni og hættuleg tæki) geta öll gefið aukatekjur.

Strípuð grunnlaun eru launataxtinn. Það má gefa hann upp (eins og er gert í fréttinni) en launaseðill einstaklings segir ekkert um laun í stéttinni þar sem er flókið að útskýra hvern lið og hvað stendur á bak við hann.

Ef þið vinnið skrifstofuvinnu þá eruð þið væntanlega með einfaldann launataxta og getið ekki fundið neitt skynsamlegt út úr því að sjá samninga flugvirkjanna.

Sumir þeirra vinna bara á daginn. Aðrir vinna bara á nóttunni eða um helgar, margir vinna á rúllandi vöktum af einhverju tagi. Sumir fá útköll þar sem þeir eru verulega sérhæfðir (rafeindatækjagaurar, t.d.). og með 250 tímum á mánuði í næturvinnu þá eru þeir örugglega allir með milljón á mánuði. Ekki öfunda ég þá.

Grunnlaun flugvirkja með 15 ára reynslu er um 400 þúsund, og grunnlaun nýráðins flugvirkja eru um 313 þúsund. Ef hann vinnur bara sína 8 tíma í dagvinnu þá eru þetta launin. punktur. Með einn þriðja í kvöldvinnu, einn þriðja í næturvinnu, og unnið aðra hverja helgi þá eru þeir með hærri laun, mætti gera ráð fyrir um 100, jafnvel aðeins meira. Allt í lagi að gera sér grein fyrir að þetta er sérmenntað starfsfólk sem ber þónokkra ábyrgð og ómenntaður starfsmaður í verksmiðju á íslandi getur verið með 220-270 þúsund í grunnlaun með 1-2 ára starfsreynslu, plús síðan vaktaálag, og með mjög litla persónulega ábyrgð. Það skilar sér í um 300-350 þúsund í tekjur, og með yfirvinnu er ekkert mál að ná 450-500 þúsund (um 50 yfirvinnutímar í mánuði).

Menntun, reynsla og ábyrgð VERÐA að vera einhvers metin. 

Ari Kolbeinsson, 27.3.2010 kl. 19:43

12 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Og ég er ekki flugvirki

Ari Kolbeinsson, 27.3.2010 kl. 19:43

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Heihó.

Þú vilt fá nánari útskýringu á hvað í þínu innleggi flokkast undir bull?

Ég skal með glöðu geði veita þér þá útskýringu: Allt.

Fyrst veður þú hér inn með svívirðingar og móðganir, og leggst í þann heigulshátt að geta ekki einu sinni gert það undir nafni.

Í öðru lagi sakar þú fólk um það að rýna bara í tölurnar. Auðvitað er það gert. Hvað í ósköpunum ætlast þú til að fólk geri þegar kjaradeilur sem þessar rísa upp, og þá sérstaklega á tímum sem þessum?

Þeir aðilar sem standa að þessari deilu hafa bæði verið margsaga og þöglir í sambandi við sín kjör, og þætti það sjálfsagt mál að þeir myndu birta þessa taxta svo betur skildist hvers vegna þeir standa í þessu yfir höfuð. Því á meðan þeir, með reginni frekju sinni, heimta hærri laun á það sem hingað til virðist vera ein tekjuhæsta stétt þjóðfélagsins, eru einstaklingar sem tilheyra tekjulægstu stéttum landsins að taka á sig lækkanir og vinnuskerðingu til þess eins að halda sinni vinnu. 

Hvar sérð þú réttlætið í því að manneskja sem er með 160.000kr á mánuði fyrir sína vinnu, þar sem kjarasamningar þeirra sjá þeim jafnvel ekki einu sinni fyrir mannsæmandi uppbótum fyrir yfirvinnu, taki á sig vinnuskerðingu og í senn launalækkun, þótt þeir eyði jafn miklum tíma frá vinum og fjölskyldu?

Flestir þakka hreinlega fyrir það eitt að vera enn með vinnu, og sama hversu lág launin eru, þakka hreinlega fyrir það að fá útborgað mánaðarlega til þess að geta séð fjölskyldu sinni fyrir matarbita og húsaskjóli.

Það er ekki verið að refsa flugvirkjum fyrir að vera duglegir við sína vinnu. Og ég held að blogghöfundur hafi ekki verið að reyna að draga upp þá mynd að allir ætti að vera á 250.000kr ríkislaunum (því enda eru langflestir með töluvert lægri laun en það). Heldur þvert á móti mætti halda að þér þyki hreinlega að fólk ætti skilið að vera á himinháum launum fyrir það eitt að vera góðar manneskjur enda snúast kjaradeilur ekki um það og er það hreinlega heimska að halda því fram, og því ætla ég að gera ráð fyrir því (með tilliti til allra staðreynda), að þú hafir hagsmuna að gæta í þessari kjaradeilu, er það ekki?

Og svo hendir þú þeim ásökunum fram að fólk sé ekkert að skoða á bakvið þessar vinnutarna þeirra. Enda lítið þar að rannsaka, því þeir eru ekki viljugir við það að birta eitt né neitt um sína vinnuhagi, og því er það ekki "öllum öðrum" að kenna, eins og þú vilt halda fram.  Því ég held að flugvirkjar hafi skemmt hvað mest fyrir sjálfum sér, en ekki allir aðrir fyrir þeim, í þessari deilu.

Svo þú, sótsvarti sauður, ert greinilega ófær um að kanna málið í þaula. Og því er von að þú spyrjir hvað í þínu innleggi er bull. Þar sem þú hefur örugglega ekki náð því ennþá skal ég svara því aftur: Nákvæmnlega allt saman. Og ég geri líka ráð fyrir því að blogghöfundur hafi líklega komist að sömu niðurstöðu og ég, að það er algerlega tilgangslaust að leggja út í rökræður við manneskju eins og þig, sér í lagi þegar viðkomandi kemur inn í umræðuna með allt annað en rök til að styðja sitt mál.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.3.2010 kl. 19:47

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ari það er hægt að þvæla svona fram og aftur. Með því að tala um strípaða taxta en ekki heildar launin með skýringum hvað að baki býr segir aðeins hálfa söguna. T.d. mætti með sömu rökum segja að mánaðarlaun háseta á frystitogara væru aðeins 190 þúsund, sem er grunntaxtinn (Tryggingin). Dettur einhverjum í hug að halda því fram þegar laun sjómanna eru rædd?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 19:56

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, amen á eftir efninu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 20:01

16 identicon

það skiptir ekki nokkru máli hvort ég komi fyrir undir mínu eigin nafni eða dulnefni... og takk, svarti sauðurinn er nokkur flott heiti ;) kallaðu mig bara heigul ef þér líður betur með það Ingibjörg... svívirðingar og móðganir er alveg þín deild sýnist mér...

eeeen .... ef allir myndu segja "nei... við förum ekki í verkfall af því að aðrir spiluðu ekki eins vel úr sínum spilum og ég... aðrir völdu það að fara í annarsskonar vinnu sem ekki gefur eins mikið og okkar " þá myndi lítið gerast í kjarabaráttum yfir höfuð í samfélagin, það verða alltaf einhverjir sem sinna þessum láglaunastörfum og einhverjir sem sinna stærri, meira menntuðum störfum.... því breytir enginn, því miður

síðan er það ansi þröngsýnt af þér að kalla kjarabaráttu reginfrekju, hvaðan sem hún kemur, tekjuháir eða lágir, allir hafa rétt til að berjast fyrir sínum launum... hvar er beinið í nefinu á íslendingum, hvar er búsáhaldabyltingin núna... ekkert er verið að gera... er ekki eðlilegt að fólk hugsi um kjarabaráttu sem sína síðustu von til að róa ... hvar sem það er statt í stiganum?!

það er ekki til neinn réttur tími til að fara í kjarabaráttu, fyrst sumir eigi að vera með samvisku yfir því að aðrir gætu hugsanlega verið með slakari kjör en einhver annar... 

auðvitað er ömurlegt að fólk lifi hér við fátæktarmörk, það er ekkert nýtt svo sem... þeir fiska sem róa svona oftast nær, þess vegna höfum við félagsleg úrræði sem samfélag... en þetta er algjörlega ótengt kjarabaráttu flugvirkja... og algjörlega ótengt mínu innleggi svosem

hvort sem ég á hagsmuna að gæta eða ekki í þessu á ekki að setja samasemmerki milli grunnlauna og tekna... 

manneskja í vinnu með 160 þús á mán gæti allt eins fengið sér vinnu samsíða sinni og aukið heildartekjurnar... líkt og flugvirkjar eru að gera nema bara þeir vinna hana á sama stað... 

tilgangslaust að rökræða við mig, ok, mér sýnist þú nú samt reyna það ... ekki beisin rök þó... það er ekki hægt að setja fólk undir sama hatt, þeir sem geta á einni lausri skrúfu drepið 100 manns og t.d sá sem velur það að þvo af ríkisstarfsmönnum vinnuföt á spítala (guð blessi það góða fólk)...  það eru ekki góður samanburður...  fólk, hvað sem það er að vinna við , getur sett upp í sig vígtennurnar og barist fyrir sínum kjörum... sumir í sterkari stöðu en aðrir þó...

óviljugir að birta nokkuð um sína vinnuhagi... það vantar kannski feimnina af þar... en heldurðu að fólk myndi ekki bara púa á það... hvernig sem það kæmi út, af því að þessi með 160 þúsundin gæti verið óhress með að fá ekki það sama!!??  meðan það eru trúnaðargögn verðum við að taka tölum frá þeim gildum... 

frábært innlegg frá þér Ingibjörg... svona á að ræða um hlutina.. .ekki bara að kasta fram rökleysu...

kv. hin svartasti sauður fyrir að hafa skoðanir sem ekki falla í kramið... 

svarti sauðurinn áður heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 20:26

17 identicon

háseti .. jú örugglega eru þeir ekki með nema 190 þús í grunnlaun... þeir hafa kannski val um að vinna úti í 3 vikur í senn... það er eins gott að þeir fái vel í vasann fyrir það takk fyrir ...

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 20:28

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er auðvitað réttur hvers og eins að berjast fyrir sínum kjörum og fara í verkfall til að ná þeim fram,  líka svartra sauða.

En menn verða auðvitað að meta sjálfir og gera það upp við sig hvenær slíkar aðgerðir eru boðlegar. Íslenska þjóðin liggur helsjúk og þarf á flestu öðru að halda en neðanbeltisspörkum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 20:38

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svarti sauður, þú verður að útskýra nr.17 betur, ég er frekar tregur, viðurkenni það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 20:42

20 Smámynd: Hamarinn

Flugvirkjar LJÚGA.  Ég ætla að leyfa mér að fullyrða, þar til þeir hafa rekið það ofan í mig með því að birta launataxta sína. Meðan þeir þora ekki að gera það, þá eru þeir að LJÚGA.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 21:38

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert ekki einn um þá ályktun hamar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 21:45

22 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sambærilegar stéttir sem vinna allann sólarhringinn og alla daga ársins eru t.d. lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Þeirra ábyrgð er síst minni en flugvirkja. Hér með er skorað á flugvirkjana að birta laun sín eða launataxta og bera saman við framangreinda tvo starfshópa. Ef þið birtið ekki núverandi laun/taxta ykkar þá verðið þið álíka óvinsælir í ykkar kjarabaráttu og flugumferðastjórarnir eru í dag og hafa verið á undanförnumárum. Eins og allir vita hafa flugumferðastjórar ekki samúð landsmanna í kjarabaráttu sinni.

Tómas H Sveinsson, 27.3.2010 kl. 21:45

23 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Í 99% tilvika verkfalla og kjarabarátta, snýst deilan um samanburð við aðrar starfsstéttir. Þegar fólki finnst alvarlega og óréttilega vegið að sínum kjaramálum í samanburði við kjaramál starfsstétta, hvað varðar vinnustundir og laun. Og jú, allir hafa rétt á að berjast fyrir sínum launum. En hvar liggja mörkin fyrir því að það sé frekja og réttlætanleg barátta?

Það er óskaplega einfalt. Og einmitt það sem þér er greinilega ófært að skilja.

Í þjóðfélaginu ríkir neyðarástand. Þú hlýtur nú að hafa tekið eftir því úr því að þú minnist á búsáhaldarbyltinguna. 

Þetta neyðarástand hefur komið þeirri keðjuverkun í gang, að nú eru starfsstéttir á landsvísu tilneyddar til þess að taka á sig launalækkanir, og vinnuskerðingu. Og eins neikvætt og það hljómar, að þá er það gert til þess að stuðla að því að sem flestir haldi sinni vinnu. Hví? Jú vegna þess, að þegar þú finnur þúsundkróna seðil á götunni, þá er það ekki vegna þess að hann birtist þarna á eitthvern undarlegan hátt sem er töfrum líkast, heldur vegna þess að einhver annar varð fyrir þeirri óheppni að týna þessum seðli. Og hvað segir það þér?

Að á meðan það er takmarkaður peningur sem er að koma inn í landið, þá er takmarkaður peningur sem fer í gegnum vinnumarkaðinn. Að allur peningur sem þú færð, kemur úr einhverjum öðrum vasa. 

Og það er þess vegna sem þessi barátta er reginfrekja eins og ég sagði, og því liggur þröngsýnin þín megin. Einhversstaðar verður þessi peningur að koma ekki satt?

Á meðan aðrir taka á sig launalækkanir, þá eru flugvirkjar að fara í verkfall vegna þess að þeim finnast þeirra laun vera of lág í samanburði við laun annarra. Það er bara ekki satt. Laun þeirra eru ívið hærri en flestra í landinu þessa stundina, og eftir því sem ég best veit hafa þeir ekki þurft að þola neina alvarlega skerðingu á sínum kjarasamningum eins og svo margir aðrir.

Vegna þess að staðreyndin er sú, að í samanburði við aðrar starfsstéttir, þá eru þeir tiltölulega heppnir. Vegna þess að skerðing á launum og vinnuhlutfalli annarra starfsstétta, er eitthvað sem kemur ekki til baka af sjálfu sér þegar hlutirnir rétta úr sér. Kjör sem þessar starfsstéttir höfðu árið 2007 er eitthvað sem fólk verður að byrja að berjast fyrir aftur þegar búið er að laga seglin á þjóðarskútunni. 

Fólk er bara nokk ánægt með það að hafa atvinnu yfir höfuð.

Því hvað myndi gerast ef flugvirkjar fengju þessa launahækkanir sem þeir eru að biðja um? Úr hvaða vasa kæmu þeir? Það myndi bitna á nokkrum starfsbræðrum þeirra, sem myndu enda með að missa atvinnu sína, vegna nauðsynlegrar illsku sem fjármagnar launahækkun hinna. Og hvar liggja réttindi þeirra nákvæmnlega?

Manneskja með 160 þúsund á mánuði gæti allteins fengið sér vinnu samsíða sinni? Er ég að skilja þetta rétt? Þú vilt semsagt halda því fram að láglauna fólk, ætti bara að súpa seyðið af sinni eigin heimsku og fá sér auka vinnu? Varstu ekki að enda við að gagnrýna svipaða hugmyndafræði í annarri málsgrein þinni, eða misskildi ég það líka?

Og hvar á fólk að fá sér þessa aukavinnu, þegar mörg þúsund einstaklinga eru á atvinnuleysisskrá?

Það er óskaplega auðvelt fyrir fólk að setja upp vígtennurnar og berjast fyrir sínum réttindum já, en ég segi það bara aftur, að einhversstaðar verður þessi eyrir að koma. Og á meðan við getum haft sem flesta á launum og í vinnu, þá held ég að það sé skárra en að borga meira og fleiri á bótum.

Þess vegna held ég, að ef að flugvirkjar vilja að þjóðin taki undir þessa baráttu með þeim, og sjái hvort það sé eitthvað til í henni eða ekki, þá væri þeim best að birta sín kjör. Því ef þeir eru eins illa staddir og þeir vilja halda fram, þá er ég nokkuð viss um að íslenska þjóðin hafi samúð með þeim og styðji þá í þessari baráttu. En á meðan þeir geta ekki fært rök fyrir sínu máli, þá er engin ástæða til þess að láta það eftir þeim.

Og já, mér sýnist það allra tilgangslaust að rökræða við þig. Og eina ástæðan fyrir því ég leggi í það yfir höfuð er til minnar eigin skemmtunar. Því eins og þú sagðir, þá er "sauður" nokkuð gott heiti og greinilega viðeigandi, líkt og þú viðurkenndir sjálf/ur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.3.2010 kl. 21:55

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Tómas.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 22:05

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Ingibjörg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 22:08

26 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð Ingibjörg!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.3.2010 kl. 22:08

27 identicon

Merkilegt hvad vinnuveitendur hafa nád ad heilatvo fólk.

Timberland (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 00:18

28 Smámynd: Hamarinn

Timberland.

Hvernig þá? Útskýrðu málið.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 00:27

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Timberland, ég trúi því vart að þú sért svo einfaldur að setja þetta upp með þessum hætti. 

Þegar atvinnurekendur hafakomið fram með hálfkveðnar vísur, útúrsnúninga og hálfsannleik hafa þeim ekki verið vandaðar kveðjurnar af mér og öðrum verkalýðssinnum. Ef við líðum ekki þannig vinnubrögð frá þeim ættu þau ekki að vera ásættanleg úr okkar röðum?

Þó ég hafi um árabil verið með eigin rekstur og haft menn í vinnu er þetta  í fyrsta sinn sem ég er bendlaður við hagsmunasamtök atvinnurekenda og þann hugsunarhátt sem þar viðgengst. Takk fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 00:38

30 identicon

Hér er slóð inn á heimasíðu Flugvirkjafélagsins sem formaður félagsins setti inn tilkynningu til að leiðrétta þann misskilning á launakröfum sem félagið hefur staðið í.

http://www.flug.is/felagid/frettir/safn/nr/971

Heimalingur (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 08:39

31 identicon

Tekjuskatturinn er til þess að jafna kjörin. Það er óhæfuverk að setja lög á einstakar stéttir.

Atvinnugreinarnar eru misöflugar t.d. hafa sjómenn það ágætt þessa dagana. Vilja Axel og Ingibjörg setja lög á þá og lækka þeirra kjör?

Bloggarar hamast á flugvirkjum sem eru launamenn í gjaldeyrisskapandi störfum og í þeim hluta hagkerfisins sem hefur þegar sýnt getu til þess að greiða hærri laun. Laun þurfa að hækka um tugi prósenta til að vega upp á móti hagstjórn Samfylkingar, falli krónunnar og verðbólgu. Hélt að það væri gott að hefja þá vegferð í ferðaiðnaðnum en "Norræna" vinstri stjórnin og Alþingi vill ekki að launakjör batni í landinu. Meirihluti vinstri stjórnarinnar rústaði hagkerfinu og setur lög á  launafólk í arðbærum atvinnuvegi til þess að halda kjörum niðri. Lögin voru sett fyrir fjármagnseigendur en öll hagstjórn ríkisstjórnarinnar snýst um þá sbr. háu vextina.

Loftur (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 09:23

32 identicon

hvar liggja mörkin... einmitt... hvenær er hentugur tími til að fara í kjarabaráttu... það er spurning, ég myndi frekar halda einmitt núna.. allir í þjóðfélaginu að taka á sig launaskerðingu, ríkið losar sig við bankana til kröfuhafa, fulla af peningum... engar leiðréttingar skila sér til fólks nema til þessara sem skuldsettu sig langt yfir höfuð... að kalla þetta frekju er þröngsýni að mínu mati, þetta er það eina sem fólk á eftir til að , ja , líka hreinlega bara mótmæla, krefjast einhverrra leiðréttinga... hvort sem flugvirkjar byrji eða einhverjir aðrir... burtséð hvernig þeir hafi það akkúart miðað við aðra!

smá útúrdúr kannski en án þess að ég fullyrði um eitt né neitt þá held ég að flugvirkjar fái launin sín frá erlendum aðilum ... þeir eru að taka á sig verkefni frá útlöndum, viðhalda stórum flugflota annara flugfélaga , þessi peningar ættu að skila sér inn á einn eða annan hátt í ríkiskassann á endanum... þessir flugvirkjar eru á útsölu núna í heiminum út af veikri krónu... eins með flugumferðastjórana... þeir fá öll sín laun borguð frá alþjóða flugmálastjórn... og eins og sjálfur forstjóri Flugstoða sagði þá væri þetta "gjaldeyrir að himnum ofan"... og hvort er nú betra að það skili sér til starfskraftanna sem moka þessum peningum inn í fyrirtækið eða að það skili sér í kassa fyrirtækissins sem að liggja eins ormar á gulli á peningahólnum, og fjárfesta í einhverri vitleysunni sem síðan gengur kannski ekki upp??.... þaðan koma nú peningarnir sem fjármagna þessar launahækkanir ef þær verða einhverjar...

einhver sagði mér líka að flugumferðastjórar t.d. á spáni væru með 8 milljónir á mánuði... og í abu dhabi 2 millur á mánuði, skattfrjálst (sem er bilun... maður verður bara api af svoleiðis magni af peningum)... ég veit að flugumferðastjórar eru að hugsa sinn gang, flytja út hljómar mjög vel í dag... ef ekki verður hægt að sinna þjónustu flugumferðar yfir hafinu, tekur einhver annar svæðið og ríkið verður af milljörðum í tekjum  á ári... en þetta var algjör útúrdú frá þessari umræðu annars... það tekur stranga þjálfun í samfleytt eitt og hálft ár að þjálfa flugumferðastjóra, margir byrja en klára aldrei... þá ertu komin með hráan flugumferðastjóra með enga reynslu... ég trúi ekki að fólk treysti sér til að fljúga með mannafla í algjör lágmarki á jörðinni .. og tala nú ekki um reynslulausa ef þeir ákveða að flykkjast út í einhverju mæli... 

"Þú vilt semsagt halda því fram að láglauna fólk, ætti bara að súpa seyðið af sinni eigin heimsku og fá sér auka vinnu".. þú ert svakalega harðorð í garð þessa sem taka láglaunavinnu að sér.... ég var ekki að tala um neina heimsku, það kemur frá þér... myndi ekki voga mér að kalla þetta fólk heimskt, það eru og verða alltaf einhverjir sem taka svona störf að sér... finndist þér það réttlátt að maður sem hefur varið  5 árum í námi í útlöndum og eytt í það formúgu fjárs fái sambærileg laun og þeir sem kjósa að gera það ekki og vinna við miklu ábyrgðarminni störf...nei sennilega ertu að segja að af því að einhver er með lægri laun þá megi þeir bara alls ekki berjast fyrir sínum... er það ekki ?!

síðan efast ég um að þeir séu að fiska eftir samúð almennings... þetta er engin vinsældarkosning... hvað eru þeir ekki að tala um í bankanum... bónuskerfin aftur á... beint í sama drullupollinn á mínu mati... en það er alveg rétt að það virkar hvetjandi á fólk að fá pínu meira fyrir góða vinnu og menntun sem liggur þar að baki... allstaðar að sjálfsögðu, sá sem er snöggur að þvo og skilar frá sér flott straujuðum fötum, að sjálfsögðu á hann að fá aðeins meira en klapp á bakið fyrir það... en fyrirtæki eru svo nösk og sniðug að veiða þetta meira eða minna allt í eigin vasa... á bak við laun flugvirkja er mikil vinna... það er það sem ég er að segja... þegar starfsmaður labbar út af  þvottahúsi ríkisspítalana ef spurning hvort þeir geri eins og flugvirkjar og þrammi í aukavinnuna sína eða gangi heim til fjölskyldu og verji með þeim ómetanlega stund ;P

 og hafðu rökin málefnaleg, vinkona ;) ! Sauður er ekki uppnefni á neinn hátt fyrir mig... hver er að gera það betur en akkúrat íslenska sauðkindin þessa daganna... þú færð ekkert út úr því nema að fóðra þína eigin reiði að kalla fólk uppnöfnum, ...

skil reiði þína, ágætlega... ég tengist flugvirkjum samt ekki á nokkurn hátt, mér finnst þetta eingöngu vera málefnalegt... hvort sem mér þyki það sanngjarnt eða ekki að þeir fái launahækkun.... ég væri sko alveg til í að fá meira í minn vasa... ég er í þeim hópi sem alveg óvart setti sparifé mitt í það að kaupa húseign, upp að helming... sem ég sé sennilega aldrei aftur í dag... ég setti helming af spariféi mínu í að kaupa hóflegan bíl, ég stend á núlli í dag, hefði betur geymt sparifé mitt og tekið mér 100% lán... þá stæði ég allavega betur í dag... ekki fæ ég neina leiðréttingu á mínum lánum, af því að ég róa hraðar og vinn aukavinnu og "get þar af leiðandi borgað"  svo þetta fari ekki allt í vaskinn hjá mér...  ég væri sko alveg til í að fá leiðréttingu launa minn þá í staðinn... ég get ekki lifað svona næstu 20 árin, þau ár stirts ættu að vera  að baki... þess vegna stend ég upp með þeim sem hafa þor og kraft að standa upp og krefjast !

ég notaði lýsingarorð í mínum ásökunum... ég er að hugsa um að vera manneska í mér og draga það til baka, öfundsýki er ekki rétt orð, bið ykkur afsökunar ... auðvitað langar fólki að vita meir um þá sem hafa það gott... þið vitið að þeir hafi það kannski betur en einhver annar sem missti vinnu eða tók á sig virkilega kjaraskerðingu... en svona er þetta nú samt... fólk hefur þetta tól til afnota, það getur hvenær sem er kraftist leiðréttinga á launum sínum, hvort sem tíminn teljist óforsvaranlegur eða ekki.. það á ekki að hafa aðra sem hafa það verr til viðmiðunar... það er ekkert verið að gera fyrir stóran hluta hóps á þessu landi... fólks sem "getur borgað"... fólk sem velur að borga og rói hraðar fyrir vikið til að skella því kannski ekki á borgarana líka... 

já og hvar er þessi búsáhaldabylting núna... allir lúta höfði, engin dregin til ábyrgðar... ef flugvirki klikkar í sinni vinnu er hann ekki með vinnu lengur og ef mannslíf eru í húfi má hann eiga á hættu að fá yfir sig málsókn, fangelsisdóm, ja eða verða vegin af sárum ættingjum... eins og flugumferðastjórinn sem olli slysi yfir þýskalandi minnir mig þegar tvær þotur skullu saman... ... sá sem straujar og gerir það illa, efast um að hann fái fyrir það dómog hvað þá verða vegin fyrir það, maður veit samt aldrei ;)

 gaman að rökræða við þig, Ingibjörg... ef þú slepptir skítkastinu værirðu frábær inn á þing...

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 09:43

33 identicon

Loftur, high five!

 veit um litla stofnun innan ríkisgeirans sem í dag eru á fjárlögum... þar setur vinstrið punktinn og segir þeim að halda sér innan þess ramma.. gott og gilt svo sem nema þessi litla stofnun hefur þá ása á hendi að geta tekið inn gríðarleg verkefni sem skapa störf og moka inn í landið peningum... en nei... vinstrið segir.. fjárlögin skulu halda.. ekki fleiri störf ... ekki forsvaranlegt út á við... 

viðkomandi fjármálastjóri er að reita hár sitt þessa daganna við uppi-kallana í viðkomandi ráðuneytum um að endurskoða þessa hluti ... skapa störf og afla tekna fyrir íslenska ríkið... Nehei segir vinstrið... 

er þetta alveg eðlilegt... þarna myndu skapast tugi starfa fyrir meðaljónin... 

svona viljum við ekki, er það almenningur ... einstrengið burt ;)

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 09:50

34 identicon

Axel... þetta með hásetann ég var kannski eitthvað að misskilja... en þar liggur líka mikil vinna að baki, að þeir fái gott í sinn vasa á endanum ... miklar vaktir á þessum 3 vikum sem þeir eru úti... grunnlaun mættu alveg vera hærri fyrir þann sem fiskar á dagvinnutíma... laun og tekjur eru sitthvor hluturinn... þar getur verið gasalegur munur á vinnutímafjölda...

helst væri best ef engin þyrfti að vinna yfirvinnu... sum jobb eru þannig að fyrirtæki geta ekki aukið auðveldlega við mannafla, þannig að starfsfólk fórnar sínum hvíldartíma fyrir það að fá aðeins meira í vasa... margir kjósa að taka ekki slíka aukavinnu á meðan aðrir róa hraðar ... sjá ekki annað í stöðunni út af ástandinu en að segja já við aukavinnu bara til þess eins að freista að ná endum saman... 

það þarf ekkert að vera að flugvirkjar flykkist allir í hugo boss og kaupi sér gallabuxur fyrir 40 þús kall eftir launahækkun ... margir eru einfaldlega að miða við það að ná endum saman í þessari kreppu... verkfall er ein leiðin... hin er að berja í pönnu í marga klukkutíma fyrir daufum eyrum alþingismanna og fá ekkert borgað fyrir það... 

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 10:21

35 Smámynd: Hamarinn

Þetta snýst aðeins um eitt. Þora flugvirkjar að birta samninga sína eða ekki. Meðan þeir þora það ekki, þá segi ég þá ljúga.

Þessi slóð inn á heimasíðu FVFÍ segir ekkert, það eru engin gögn sem staðfesta það sem þar er sagt. Flugvirkjar geta leiðrétt allan misskilning og rangfærslur annarra, með því að birta samninga sína(ekki launaseðla einstakra manna) Það er að segja ef þeir eru ekki að fara með rangt mál sjálfir.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 11:23

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur, nei ég er andvígur lagasetningum í kjaradeilum og hef aldrei lýst yfir stuðningi við þannig aðgerðir, færslan mín snérist ekki um það.

En ég er andvígur því að einstakar stéttir krefjist hárra launahækkana við þessar aðstæður á sama tíma og aðrar stéttir eru að taka á sig skerðingar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 13:41

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Smá viðbót Loftur,

"Tekjuskatturinn er til þess að jafna kjörin".

Já þannig var hann hugsaður og það er örugglega það sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði í huga þegar hann lækkaði skatta..... á hátekjumönnum en hækkaði þá á aumingjunum á botninum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 13:47

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svarti sauður, þú spyrð um búsáhaldabyltinguna, hvar hún sé? Af hverju ert þú ekki niður á Austurvelli berjandi potta og pönnur til stuðnings flugvirkjum og öðrum hópum sem þessi ríkisstjórn er að troða á?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 13:51

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú þarft ekkert að upplýsa mig um kjör sjómanna. (34) Lífskjör hafa versnað á Íslandi satt er það en ekkert meira hjá flugvirkjum en öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 13:55

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hamar (35) Jamm.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 13:56

41 Smámynd: Hamarinn

Við erum sennilega ekki vinsælustu menn hjá flugvirkjunum Axel.

Þeir reyna ýmislegt til að þagga niður í okkur, báðu mig um að birta laun mín og fleira, héldu þar með að ég myndi þagna.

En eitt skil ég ekki í þessu máli. Ef að aðrir en flugvirkjar fara með rangt mál, hvers vegna birta þeir þá ekki samningana?

Hvað segir þetta okkur, að þeir vilja ekki birta þá?

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 13:56

42 identicon

Hvað er Samfylkingin búin að afhenda fjármagnseigendum mörg hundruð milljarða á valdatíma sínum? Vinstri stjórn kapitalistanna bítur nú höfuðið af skömminni og setur lög á launamenn.

Það er sjálfsagt að allar stéttir birti launaflokka sína en hættið að pönkast á flugvirkjum sem eru að reyna ná því sama og flugmenn fengu.

Best væri að birta hvað allir greiða í skatt. Þá væri hægt að sjá hvað risna þingmanna reynist þeim drjúg.

Loftur (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 14:17

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er aðeins hægt að draga eina ályktun af þessu pukri, Hamar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 14:20

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur, farðu á heimasíður félagana og kannaðu málið.

Ég er ekki hér sem talsmaður eins né neins. Var í færslunni aðeins að furða mig á því af hverju flugvirkjar birta ekki taxtana. Skoðun mín í þessu er ekki bundin við flugvirkja sem slíka. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 14:23

45 identicon

Í ljósi hamagangs Hamarsins ofl. er augljóst afhverju menn vilja ekki birta allar tölur um laun sín. Best væri að fara norsku leiðina og birta hvað fólk greiðir í skatt.

Loftur (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 14:45

46 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur, hvernig í ósköpunum geturðu tengt tregðu flugvirkja að birta taxtana við Hamarinn og aðra, þar á meðal mig, sem hafa talið eðlilegt að þeir gerðu það, þó ekki væri nema til að skjóta stoðum undir þeirra eigið mál?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 15:08

47 identicon

ég er ekki í búsáhaldabyltingu, hreinlega út af einni lélegri ástæðu... ég er bundin yfir ungri barnahrúgu heima hjá mér...

ég styð þetta með skattinn Loftur.. það væri nærtækast... sé enga ástæðu að krefjast einhverra talna úr kjarasamningi, laun annarra er svosem ekki mitt að hnýsast í ... 

einhverjir fá skerðingu meðan aðrir fá kannski hækkun... ef ég mín stétt gæti farið í löglegt verkfall fyrir t.d. leikskólakennara myndi ég gera það með bros á vör... hver stétt verður að standa saman á tímum sem þessum...

segi enn .. áfram flugvirkjar og áfram þeir sem standa upp og krefjast... þeir hætta ekki að skera niður fyrr en einhver stendur upp... þá verða laun sennilega orðin miklu lægri en þau eru nú... nokkrir mánuðir í það kannski... hver veit!

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 20:15

48 Smámynd: Hamarinn

Óskaplega geta menn bullað út og suður um eitthvað sem ekki tengist fyrstu færslunni hér.

Það eina sem farið er fram á er að flugvirkjar birti kjarasamning sinn (EKKI LAUNASEÐLA) til að skjóta stoðum undirþeirra eigin mál, eins og Axel segir.

Ef þeir vilja það ekki, verða þeir bara að sitja undir þessum ávirðingum um að vera að ljúga. Þeirra er valið.

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 22:54

49 identicon

já nei ... nú nenni ég ekki meir... held ég skrifi ekki meira hérna... þú ert algjörlega blindur á hlutinn hérna sem skiptir máli, ef má ekki rökræða fyrsta innlegg hér til hlýtar geturðu bara átt þig, vinur ...

þeir græða nákvæmlega ekkert á því að sýna þá... þeir eru einfaldlega í kjarabaráttu...

lifðu heill í þinni gremju 

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 00:31

50 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Með fullri virðingu, svarti sauður, þá hafa þeir einir sem agnúast hafa út í þá kröfu að flugvirkjar birti taxtana sýnt af sér gremju í þessari umræðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2010 kl. 00:38

51 Smámynd: Hamarinn

það er enginn í gremju nema svarti sauður og flugvirkjar. Þeir meiga heyja sína kjarabaráttu, okkar vegna, en það hefur AÐEINS VERIÐ BEÐIÐ UM EITT. Sýnið samningana til að styðja ykkar mál. Þarf að rökræða það eitthvað. Ef þeir ekki vilja birta þá þá ljúga þeir.

Hamarinn, 29.3.2010 kl. 00:41

52 identicon

æi maður... ég ætlaði ekki að svara þessu ... eeenn ég og minn stóri kindamunnur sko.. baahhh!

já ég er gröm yfir því að fólk skuli krefjast einhvers sem ekki skiptir neinu máli í kjarabaráttu þeirra... bara ekki rassgat ... þið gætuð allt eins farið fram á það hvernig bíla þeir aki um á... eða hvernig hús þeir eigi...

Axel, ef ég skoða nú fyrsta innleggið þá er þetta sett upp í spurningaformi.. af hverju, afhverju... datt í hug að blanda mínum stóra rassi í þær ykkur til gremju sýnist mér... en af hverju er spurt.... af því það skiptir ekki máli fyrir þá.. þeir eru ekki í samúðarkeppni eða vinsældarkosningum...þeir eru í KJARABARÁTTU! Þeir gera það opinberlega á meðan tannlæknar hækka sína gjaldskrá sína í rólegheitum ásamt hárgreiðslustofum  kvennsjúkdómalæknum og fleirum... aðeins meiri álögur á nammið, matinn og bensínið og allt rennur þetta ljúflega í vasa fyrirtækjaeigenda, engin kippir sér upp við það... en þegar einstakar stéttir ákveður að fara fyllilega löglega leið þá garga allir sig hása... 

 og Hamar þá lýgur þú líka... takes one to no one, ekki satt!!!

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 01:17

53 Smámynd: Hamarinn

Hverju lýg ég.

Ég hef birt mín laun og bent á taxta og samninga sem ég vinn eftir. Það er meira en þessir menn þora að gera.

Það skiptir VÍST máli að þeir birti þessa samninga, vegna þess að þeir segja kjör sín stórlega ýkt í fréttum, en birta engin gögn um að svo sé.

Meðan svo er segi ég þá LJÚGA.

Hamarinn, 29.3.2010 kl. 01:26

54 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hinn Svarti Sauður saumar saman augnlok sín og sakar aðra um blindu. 

Enginn hefur bannað rökræður hér, enda er hvert einasta innlegg frá þér og öðrum enn hérna inni. En þegar menn rökræða, þá er þess krafist að þeir aðilar sem komavið sögu, færi rök fyrir sínu máli. "Þeir eiga það skilið úr því þeir á annað borð fóru í kjarabaráttu" og "Af því bara" eru ekki rök.

Það er í það minnsta mjög erfitt að túlka annað frá skrifum þínum en það, að þér finnist þeir hreinlega eiga það inni einungis vegna þess að þeir fari fram á það.

Og líkt og rök eigi heima í rökræðum, þá er það almennt talið eðlilegt að fólk beri fram gögn sér til framgangs í þeim baráttum sem það heyjar. Þess vegna skiptir það ÖLLU máli að þeir sýni það, svart á hvítu, hvernig kjör þeirra standa. 

Ef það er eitthvað óeðlilegt, þá er næsta skref hreinlega að sleppa öllum sönnunargögnum, og dæma menn í fangelsi fyrir það eitt að vera eitthvað skuggalegir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.3.2010 kl. 02:25

55 identicon

ég spyr þig Ingibjörg, því saman og ég spurði Hamar hér á annarri síðu...

hvað ætlar þú að gera við pappírinn með taxtanum þegar þér berst hann í hendur..., ----ég vil ekki heyra það að þú átt það skilið sem vinnandi maður þessa lands... það eru jafn hallærisleg rök og "af því bara-ð" mitt er það ekki !! ---ég vil heldur ekki heyra það að allt á bara að vera opinberað ... þetta er stétt sem vinnur hjá einkafyrirtæki... það ákveður hvort það hefur efni á að hækka eða ekki... --- ég vil ekki heyra það að þeir verði að sanna mál sitt... af hverju þurfa þeir að sanna mál sitt þá? auka trúverðuleika kannski ... af hverju skulda þeir þér það , sem kona út í bæ, að sanna nokkurn skapaðan hlut sem aftur og aftur rengja þá og rakka niður í þeirra - algjörlega löglegu - baráttu sem verkalýðsfélag... og aftur spyr ég... hvað ætlar þú að gera við taxtann annað  en að halda áfram að segja það að aðrir hafa þolað skerðingu og þeir megi bara alls ekki fá meira í sinn vasa,- við vinnu í fyrirtæki sem malar gull þessa daganna... 

 Hamar.. jú þú hlýtur að ljúga til um þín laun, er það ekki...þú ert svo viss að þeir - heil stétt - sé að ljúga einhverju... 

segðu mér að þú hafir aldrei tekið að þér vinnu sem þú hefur ekki borgað skatta af... ef þú segir "nei, ég hef alltaf borgað skatta af allri vinnu sem ég hef tekið að mér" skal ég alveg trúa þér... hvort sem svarið verður... ég hef enga ástæðu til að trúa þér ekki, þó þú getir svakalega vel falið svoleiðis aðgerðir að þinni hálfu ... þú myndir líka örugglega ekki vilja vera með það á samviskunni, er það, að borga ekki löglegan hlut þinn til samfélagssins... einhver annar fær þá að kenna á því að þurfa að borga... svoleiðis er stuldur, ertu ekki sammála... er eiginlega alveg viss um að þú sért sammála því, held þú sért strangheiðarlegur maður... pottþétt á því...(þetta er alveg heiðarlega kaldhæðnislaust hjá mér... ) ... nú fæ ég útúrdúrkomment frá þér ;)

nú .. ef það er ekki rétt þá átt það bara við þína eigin samvisku... það er engin svört vinna hjá flugvirkjum... jú nema þeir fari til abu dhabi, kannski, þar eru engir skattar krafðir af fólki!

þú ert með augun lokuð Ingibjörg, algjörlega púðurlaus rök, það skiptir engu máli í kjarabaráttu þeirra að þeir sýni samninginn, ENGU, það skilar þeim ekki hækkunum né lækkunum... né hagræðingu á vinnutíma... það sem skiptir máli er að þeir ræði við sinn vinnuveitanda sem síðan ákveður þeirra hækkun (eða lækkun!)... það skiptir engu máli fyrir baráttuna þeirra... þetta er eins og "af því bara" mitt, þessi fjórða málsgrein þín.. auðvitað skiptir það máli að fólk leggji fram gögn sér til framdráttar í þeim baráttum sem það heyjar.. en baráttan er ekki við þig eða Hamarinn... hún er við einkafyrirtækið Icelandair, þar leggja þeir samninginn á borðið... á meðan þið sitjið ekki þar í stjórn þá kemur þetta ykkur ekki við... þeir eru ekki að vinna hjá því opinbera, þeir þurfa ekki samúð eða stuðning hjá almenningi... það fá þeir aldrei... því það verða alltaf einhverjir sem fá lægri laun!

þetta með að sleppa sönnunargögnum og dæma menn í fangelsi, kjánalegur samanburður... þau skipta ekki máli nema fyrir lögfræðinga viðkomandi máls og þeirra sem starta málinu, þú kemur þar hvergi nærri nema ef þú átt einhver hlut í málinu... þá væntanlega færð þú að vita allar hliðar málsins... og hver dæmir síðan menn í fangelsi? dómarar með hjálp kviðdóms, ekki satt, ekki einhver óháður kall út í bæ  - nema eiga hlut að málinu...  ja svo er spurning hvernig dómur er kveðinn, hvort hann sé fordæmisgefandi eða ekki... það er svo allt annar handleggur!

... fyrir hverju nákvæmlega er ég blind? langar að kryfja það aðeins... 

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:45

56 Smámynd: Hamarinn

Svarti sauður, vilt þú koma og sjá launaseðilinn minn? Það er velkomið.

Ég held að steinninn sé brotinn.

Hamarinn, 30.3.2010 kl. 00:20

57 Smámynd: Hamarinn

Ef flugvirkjar vinna hjá einkafyrirtæki sem borgar svona léleg laun, þá hlýtur það að vera flugvirkjum í hag að birta launataxtana.

Nú held ég að þú sért mát.

Hamarinn, 30.3.2010 kl. 00:21

58 identicon

já ég held að steinninn sé brotinn af því að ég er að berja hausnum mínum í hann.... mér langar ekki að sjá launaseðilinn þinn, og hvað á ég að gera við hann?? forvitni mín nær ekki þangað...  en það sem kemur frá þér þrátt fyrir spurningar er nákvæmlega ekki neitt...

held að orðið "birta" komi fyrir í hverju einasta innleggi hjá þér... 

mát... HAHAHAHA... þú stendur á miðju taflborðinu einn, vinurinn, og öskrar MÁT...  þú ert rosalega beittur... alveg bara svakalega, meina.. innlegginn maður fær bara gæsahúð... bara rispaður vínill... birta birta birta.. og einstaka sinnum kemur bull... birta birta birta bull birta birta... 

ráðlegg þér að lesa innleggið aftur og koma með eitthvað málefnalegt... ef þú kemur með enn eitt "birta" innleggið hérna þá fer ég að rengja aldurinn þinn... hlýtur að vera á "afhverju"aldrinum ;), þú ert fyndin og það er gaman af þér... það hlýtur að vera, því hvert sinn sem ég kíki hér inn er ég spennt að sjá hvort enn eitt "birta" innleggid se komid fra ther...  tha hlae eg mig mattlausa... (lyklabordid ad strida mer)

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 00:53

59 Smámynd: Hamarinn

Ef flugvirkjar vinna hjá fyrirtæki sem borgar svona léleg laun, er það þá þeim ekki í hag að BIRTA BIRTA BIRTA BIRTA launataxtana?

Hamarinn, 30.3.2010 kl. 00:58

60 identicon

Hverju lýg ég.

Ég hef birt mín laun og bent á taxta og samninga sem ég vinn eftir. Það er meira en þessir menn þora að gera.

Það skiptir VÍST máli að þeir birti þessa samninga, vegna þess að þeir segja kjör sín stórlega ýkt í fréttum, en birta engin gögn um að svo sé.

Meðan svo er segi ég þá LJÚGA.

Hamarinn, 29.3.2010 kl. 01:26

Hinn Svarti Sauður saumar saman augnlok sín og sakar aðra um blindu. 

Enginn hefur bannað rökræður hér, enda er hvert einasta innlegg frá þér og öðrum enn hérna inni. En þegar menn rökræða, þá er þess krafist að þeir aðilar sem komavið sögu, færi rök fyrir sínu máli. "Þeir eiga það skilið úr því þeir á annað borð fóru í kjarabaráttu" og "Af því bara" eru ekki rök.

Það er í það minnsta mjög erfitt að túlka annað frá skrifum þínum en það, að þér finnist þeir hreinlega eiga það inni einungis vegna þess að þeir fari fram á það.

Og líkt og rök eigi heima í rökræðum, þá er það almennt talið eðlilegt að fólk beri fram gögn sér til framgangs í þeim baráttum sem það heyjar. Þess vegna skiptir það ÖLLU máli að þeir sýni það, svart á hvítu, hvernig kjör þeirra standa. 

Ef það er eitthvað óeðlilegt, þá er næsta skref hreinlega að sleppa öllum sönnunargögnum, og dæma menn í fangelsi fyrir það eitt að vera eitthvað skuggalegir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.3.2010 kl. 02:25

Er þá ekki alveg eins ykkar að SANNA að laun flugvirkja eru svona há eins og þið segið. Er ekki viss um að því yrði vel tekið af hálfu viðsemjenda ef að samningar flugvirkja yrðu birtir hér eða annarsstaðar meðan þessi deila er óleyst. Mig langar til að setja inn link hér sem mér finnst lýsa ykkar skoðunum og árásum á flugvirkja Icelandair sem er að ég hélt EKKI eina flugfélagið á Íslandi þ.e. það eru önnur íslensk flugfélög sem gætu tekið við skaranum sem yrði eftir útaf verkfallinu þannig að tekjur héldust innanlands en Icelandair mundi tapa. http://www.landoverbaptist.net/showthread.php?t=3729

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 01:28

61 identicon

Ef það er eitthvað óeðlilegt, þá er næsta skref hreinlega að sleppa öllum sönnunargögnum, og dæma menn í fangelsi fyrir það eitt að vera eitthvað skuggalegir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.3.2010 kl. 02:25

 Ég býst þá við að þú sért að gagnrýna "ykkur", þið eruð jú að dæma menn af einni frétt sem hefur verið "laumað" að því er virðist mjög snyrtilega í þessa umræðu í þjóðfélaginu eins og oft hefur verið gert í hörðum kjaradeilum n.b.. Reynt hefur verið að sýna ykkur aðra frétt en þið hunsið hana því hún er ekki trúverðug. Af hverju er hún minna trúverðugri en hin fréttin. Sá í viðtali á Hrafnaþingi á ÍNN að Icelandair stendur MJÖG VEL. Af hverju er þá ekki hægt að hækka laun flugvirkja til að brúa bilið í flugmenn og flugumferðastjóra, sem að ég tel að sinni jafn ábyrgðamiklu starfi og flugvirkjar.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 02:05

62 Smámynd: Hamarinn

laumulesari.

Ég hef ekki sett mig upp á móti hækkun launa flugvirkja. Aðeins beðið þá um að birta samninginn, eins og flest önnur stéttarfélög gera máli sínu til stuðnings.Það er ekki flókið er það?

Og ef laun flugvirkja eru eins slæm og flugvirkjar halda fram, þá eru enn  meiri ástæða fyrir þá að birta samninginn. Er það ekki?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 09:22

63 identicon

Ég skil ekki hvað kjarabarátta flugvirkja kemur þér við, eina sem ég sé að mundu svíða aðeins yfir hækkun þeirra væru eigendur Icelandair sem gætu ekki borgað sér eins mikinn arð í lok árs eins og síðastliðinn ár, og ég get alveg eins spurt þig ef að launin þeirra eru svona há af hverju eru ekki Icelandair búnir að birta þá (samningana). Það er hægt að þrasa um þetta daginn út og inn, en á endanum snýst þetta alltaf um það sama, kjarabaráttu þar sem atvinnuveitendur reyna það sem þeir geta til að draga úr hækkunum á launum starfsmanna sinna og reyna að virkja hina í þjóðfélaginu til að þagga niður í þeim. Held að ríkið sé að gera of mikið í að vernda "óskabarnið" sem var notað til að knésetja Loftleiði.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 11:03

64 Smámynd: Hamarinn

Birtið kjarasamninginn. Málið dautt.

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 11:14

65 identicon

Hvað skilurðu ekki? Held að ríkissáttasemjari tæki ekki vel í það ef samningar væru birtir, þá væri barátta flugvirkja hugsanlega úr sögunni hvernig væri nú að standa með landanum í sinni kjarabaráttu þá kannski fengir þú sömu meðferð á móti þegar þú þyrftir að fara sömu leið til að berjast fyrir þínum kjörum. Nema þú hafir hagsmuna að gæta í þessari umræðu.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:03

66 Smámynd: Hamarinn

Skilur þú ekki.

Birta gamla samninginn.

Ekki kröfur þeirra núna.

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 14:35

67 Smámynd: Hamarinn

Þarna hittir þú naglann á höfuðið.

Þú segir.Held að ríkissáttasemjari tæki ekki vel í það ef samningar væru birtir, þá væri barátta flugvirkja hugsanlega ÚR SÖGUNNI.

Hvers vegna væri hún úr sögunni? Kanski af því að þeir hafa mun hærri laun en þeir segja? Hvernig getur baráttan verið úr sögunni við það að birta samning sem hefur verið í gildi lengi?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 14:39

68 identicon

Er hann ekki það sem samningarnir snúast um ? ? ? ? ? ?

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:45

69 identicon

Hugsanlega er stórt orð, kannski þú skiljir ekki fullvel merkingu þess. Ég skrifaði þetta því ég er ekki mjög vel að mér í öllu lögfræðibullinu í kringum þetta, svo ég reyni að halda mig réttu megin við línuna. Ekki vil ég skemma lýðræðislegan rétt fólks að berjast fyrir bættum kjörum gagnvart EINKAFYRIRTÆKI n.b..

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:52

70 Smámynd: Hamarinn

Ekki ég heldur, en þegar menn segja að laun þeirra séu stórlega ýkt, og koma ekki með neitt sem styður þeirra mál, er þá nema von að óskað sé eftir því að samningar sem munu falla úr gildi séu birtir?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 14:54

71 identicon

Og bara til íhugsunar þá ættir þú að geta náð í öll gögn um málið sem þú persónulega ÞYRFTIR að fá og hefðir þar að auki heimild til að fá. Óþarfi að vera með leiðindi út í starfsmenn EINS AF MÖRGUM flugfyritækja landsins útaf því að þú ert ósáttur með þinn hlut í lífinu, held þú ættir kannski frekar að beina reiði þinni á þá sem eiga það skilið. Ekki þeirra sem hafa áhuga á sinni velferð.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 15:01

72 identicon

Ég mundi halda að það væri í lagi að birta þá eftir að þeir falla úr gildi. Segi það með fyrirvara þó því eins og ég sagði þá þekki ég ekki lögfræðihlutann af þessu mjög vel.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 15:03

73 Smámynd: Hamarinn

Flest félög birta sína kjarasamninga á heimasíðum sínum, en ekki flugstéttir. Hvers vegna? Samningarnir eru fallnir úr gildi, annars hefði ekki orðið verkfall.

Ég get ekki náð í þessa samninga, hef þegar beðið um að fá þá hjá FVFÍ, en þeir neita mér um þá. Hvers vegna?

Þetta kemur mínum hlut í lífinu ekkert við, það er bara verið að biðja þá um að birta gögn sem staðfesat að þeir hafi jafn LÉLEG laun og þeir segja, en þeir eru ófáanlegir til þess. Af hverju?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 15:29

74 identicon

Ef ég svara þessu þá er ég hræddur um að ég fari að hljóma eins og rispuð plata. Samningarnir eru ekki fallnir úr gildi er það nokkuð? Ég er nefninlega ekki viss. Var ekki einmitt framlengt núverandi samningum með lagasetningu til að KREFJAST þess að flugvirkjar Icelandair héldu áfram vinnu.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 16:06

75 Smámynd: Hamarinn

Það voru sett lög sem banna verkfall flugvirkja. Menn vinna alltaf eftir gamla samningnum þar til nýr hefur verið undirritaður og samþykktur. En sá gamli er útrunninn, þó það sé unnið eftir honum.

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 16:11

76 identicon

Ertu með lagalegar heimildir fyrir því?

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 17:17

77 Smámynd: Hamarinn

Lagalegar heimildir fyrir hverju?

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 18:12

78 identicon

Að samningarnir séu fallnir úr gildi og þess vegna megi birta þá án þess að skaða viðræður.

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 18:34

79 identicon

Með frumvarpinu er kjarasamningur milli Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandairs hf. FRAMLENGDUR til 30. nóvember 2010 en þá renna flestir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði út, auk þess sem þessi dagsetning er viðmiðunartími stöðugleikasáttmálans.

Tekið af  http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20100322T160728.html

Þú kannski afsakar ef ég rengi þig með því sem stendur hér því ég er nokkuð viss um að þetta sé 100% eins og staðan er. Notaði reyndar Caps Lock á eitt orðið til að vekja athygli á máli mínu

laumulesari (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband