Sækjum/sendum

Fólkið, sem er erlent göngufólk, er með vistir fyrir daginn og hefur það ágætt í skálanum, en treystir sér alls ekki til að halda niður til byggða gangandi, enda algjört mannskaðaveður úti fyrir.

Þarf þá að leggja í kostnað til að sækja fólkið í dag, getur það ekki beðið af sér veðrið í skálanum í þokkalegu yfirlæti til morguns?

Fólkið fór þangað til að njóta landsins, gagns og gæða, en gerir svo í brók um leið og hreyfir vind. 

Ef fólkið er ekki í bráðri hættu getur það vel beðið nema björgunarsveitirnar séu orðnar að einhverri gjaldfrjálsri „sækjum/sendum“ hraðþjónustu. Það hlýtur að skekkja samkeppnisstöðuna á hraðsendingamarkaðnum.


mbl.is Föst á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Sammála, látum liðið dúsa þarna, það amar ekkert að því, og það lærir þá kanski eitthvað af dvöl sinni í þessum skála, sem er víst kallaður Fúkki sökum ilmsins sem er innandyra.

Hamarinn, 11.4.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þetta er alveg svakalegt. Mætti halda að þarna væri staddur bágstaddur ísbjörn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.4.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.