Eru þessi orð Ólafs Ragnars ekki kjarni málsins?

Ég hélt nú satt að segja að við hefðum lært það, af reynslu síðustu ára, að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar, eða samvinnu okkar við önnur ríki, að ekki megi ræða um hugsanlegar hættur, heldur eigum við að halda bara slíku fyrir okkur sjálf.

mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara ekki hlutverk Ólafs að fjalla um þessi mál fyrir okkar hönd. Maðurinn virðist farinn að líta á sig sem menntaðan einvald sem eigi að hafa við fyrir krakkakjánum sem hann beri ábyrgð á.

Það er almennt vont að hafa Ólaf í lausagöngu, hvort sem honum ratast rétt á munn í eitt skipti eða ekki, og löngu kominn tími til að stjórnvöld komi böndum (og eðlilegum embættismúl) á hann.

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ósammála þér Jóhannes, ég tel af hinu góða að forsetinn tjái sig um málefni sem brenna á þjóðinni. Hvort ég eða þú erum svo sammála honum er svo annað mál.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Ég er nú búinn að horfa áviðtalið við ORG 3svar sinnum og allt sem hann segir er svosem satt en það hefur heldur enginn verið að "klóra" yfir þennann möguleika með Kötlu, en þar sem hann notar orðið "rehersal" breytist allt, vel vitandi hvernig "snápar" vinna og taka hluti úr samhengi sínu og fá þetta til að líta svoldið "hrokafullt" út, eða svona "you aint seen nothing yet" tónn, en vissulega á flug og samgöngu "bransinn" að draga lærdóm af þessu og það er meira búið að ske en margann grunar, bara hér í Noregi eru umræður um hraðlestir milli stærstu bæjanna komnar enn betur á skrið en áður, á meginlandinu þar sem hraðlestir (TGV ofl) hafa nú þegar tekið yfir flugferðir milli t.d. stærri borga Frakklands sannað sitt ágæti enn betur,þar með er vafi á að það verður metið betur og byggt út þanning að "intereurope" samg. verði tryggðar, eftir stendur millilandaflugið en þar er meira frelsi hvað varðar leiðaval ofl.(sá hér í gær hvernig Icelandair véla völdu nyrðri leið en venjulega frá Noregi til KEF:  http://www.flightradar24.com/ svo það sem ORG er að "ráðleggja" stjórnvöldum (hann gerir það í svona svoldið föðurlegum tón þess sem veit ) og flugmálastjórnum annarra landa, er nú þegar í fullri vinnu, við munum óháð gosvirkni, sjá á næstu dögum að stærri svæði verða opnuð/lokuð á miklu styttri tíma en hingað til, aðallega vegna þess að sú veðurstöð (bresk) sem var ein um að taka ákvarðanir um lokun, verður núna bara aðili í miklu stærri samvinnu, meðal annars verður staðsetning og mælingar á öskulögunum betrumbætt verulega, er þegar byrjað með því að senda upp herflugvélar t.d, þannig að við það að sjá veikleikana í okkar tæknivædda samfélagi, taka menn venjulega höndum saman og finna leiðir.

Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 20:22

4 identicon

Ég sé ekki að við sem plebbar í okkar ríki höfum neitt með það að gera að segja að "það sé ekki í verkahring forseta" að segja eða gera hitt eða þetta. Ég styð forsetann í að tala fyrir þjóðina og endursegja það sem vísindamenn segja hvort sem eihverjir pólitíkusar eða forsprakkar einhverjar iðngreinar telji það sniðugt frá krónum og aurum séð. Ég styð forseta sem talar í "lausagöngu" því þannig er hann kjörinn. Hann er maður fólksins en ekki forsprakki ákveðinna iðngreina og hagsmunaaðila.

Þorbergur (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, takk fyrir innleggið. Það er í raun sama hvernig svona viðtöl eru orðuð, alltaf er hægt að lesa það sem menn vilja út úr þeim. Ég held að menn hafi verið fullfljótir að stökkva upp á nef sér og fyrir vikið vakið óþarfa áhuga á ummælkum forsetans og þannig gefið þeim aukið vægi.

En það er eigi að síður mín skoðun að flugmálayfirvöld hafi farið full frjálslega með ákvörðunarvald sitt að banna flug eftir nánast fræðilegum og huglægum rökum í stað raunverulegra raka og staðreynda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 20:51

6 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvað  margir eru tilbúnir að hætta peningunum sínum í lán og fjárfestingar hér á landi eftir þetta. Málið er að það er hlustað á þjóðhöfðingja vegna þess að þeir gaspra sjaldan um hlutina og eru ekki með getgátur. Óli gat gert þetta án þess að tala um að von væri á miklu meiri hörmungum á þessari öld. Maðurinn er ólíkinda tól eins og Eyjafjallajökull. 

Merkúr (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:54

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorbergur, ég tek undir með þér að forsetinn, sem er kjörinn beint af þjóðinni, hafi frelsi til að tala fyrir hennar hönd, telji hann þess þörf. Það verður svo að ráðast hvort menn eru almennt sammála honum eða ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 20:54

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Merkúr, merkir og gildir aðilar í ferðaþjónustu fullyrtu þegar við hófum aftur hvalveiðar að ferðaþjónustan myndi hrynja, hvalaskoðun heyrði sögunni til og annað í þeim dúr. Ekkert af þeim hrakspám gekk eftir, heldur þvert á móti jókst ásóknin og greinin hefur blómstrað sem aldrei fyrr.

Eigum við ekki bara að anda með nefinu. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan sömu aðilar og spá hruni núna náðu vart andanum af æsingi yfir áhuganum á eldgosinu og auknum ferðamanna straumi í kjölfarið.

Ferðaþjónusta er sveiflukennd atvinnugrein og ef við getum mætt uppsveiflu ættum við að geta mætt niðursveiflunni líka.

Eða er hún bönnuð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:04

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég verð að segja að mér þykir þetta mál vera frekar kjánalegt frá upphafi til enda.

Mér skilst það a.m.k. að forsetaembættið hafi alltaf verið ætlast til þess að forsetinn væri meira andlit þjóðarinnar frekar en þjóðhöfðingi, og í því starfi fælist að tala fyrir hönd þjóðar okkar á erlendri grund. Og hvað var hann annað að gera núna en akkúrat það?

Það er ekki annað hægt en að hlægja bara í hvert einasta skipti sem forseti vor dregur andann, að þá er alltaf einhver vandlætisgarmur sem túlkar þetta embætti upp á nýtt útfrá hverri hreyfingu forsetans, í þeirri von um að bregða fyrir hann fæti. Alltaf bætist við eða sleppir úr tilgangi forsetans hjá þessum aðilum, þegar við á. 

Hvað hefðu þessir sömu aðilar sagt, hefði forsetinn neitað viðtali við þennan fréttamiðil og það spurst út? Væri ekki eitthvað slæmt sagt um hann þá líka? Og er það ekki almennt talið dannað, að þegar maður er inntur að einhverju, að maður ansi því? Og er það ekki einnig talið dannað, að ansi maður yfir höfuð að maður geri það hreinskilnis- og heiðarlega?

Forsetinn er í það minnsta fyrsti maðurinn til þess að segja heimsbyggðinni, að kannski væri rétt af þeim að búa sig undir Kötlugos, að gera ráðstafanir og viðbúnað svo allir geti brugðist rétt við skyldi hún ákveða að gjósa. Því Íslendingar virðast hafa gleymt því í öllu þessu veseni sem á hefur dunið undanfarin misseri, að Kötlugos mun ekki bara hafa áhrif á okkur, heldur hugsanlega heimsbyggðina alla. Þótt að við séum vön því að hafa hér jarðskjálfta, stundum upp á hvern einasta dag, einstaka eldgos og öskufall, þá er restin af heiminum það ekki.

Og var Ólafur svosem eitthvað að gera þessa æsifréttamennsku sem hefur einkennt gosið verri? Ég get ekki betur séð en að erlendir fjölmiðlar hafi gert helvíti feitan úlfalda úr vesælli mýflugu alveg einir og sér án hans hjálpar. 

Og hvað er þetta helvítis kjaftæði um að hann sé að skemma hér ferðamannaiðnað? Því eins og við sjáum öll, eins og stendur, er hér stöðugur straumur í gegnum öskufallið eins og það er núna.

Túristaiðnaðurinn verður því miður að finna sér eitthvern annan blóraböggul, því forsetinn er ekki með fjarstýringu á eldgosinu. Og ef til þess kemur að Katla gýs, þá verður það eitt og sér nóg til þess að drepa niður alla starfssemi í þessum iðnaði. En ef á annað borð ferðalög á milli landa verða möguleg á þeim tíma, þá get ég lofað ykkur því að það er hrúgan öll af fólki sem myndi svo innilega ekki gefa upp þann séns að geta komið og orðið vitni af hamfaragosi, verði þess kostur. 

Ef að Íslendingar eru hræddir um það að forsetinn hafi núna eyðilagt ímynd okkar og fælt burt ferðamenn og fjárfesta, þá kysi ég frekar að forseti okkar sé hreinskilinn við heimsbyggðina, frekar en að pretta fjárfesta hingað undir fölskum forsendum. Því það er ennþá verra fyrir okkar ímynd, við sjáum nú bara hvernig þetta fór með Icesave. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:15

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Allt í fína Axel og já þetta með lokunina er nú heldur betur í endurskoðun, þetta var allt hjá einni veðurskrifstofu í S,Englandi, sem reyndar byggði sitt á ferli vinda frá gosstöðvunum ásamt gerfihnattamynda, en ekkert tillit tekið til magns ösku né í hvaða hæð öskulögin voru, en nú eru komnir fleiri aðilar og stofnanir að þessu, svo vænta má meiri lempni héreftir, veit líka að nú verður meira ákvörðunarvald lagt á sjálf flugfélögin þar sem bein hætta er ekki til staðar heldur svona hætta á  sliti, en sjáum til batnandi veröld er best að lifa er það ekki ?

Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 21:21

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, þetta gos er til að læra af því og nýta þá reynslu á öllum sviðum, komi til meiri hamfara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:27

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, eins og talað út úr mínu hjarta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:28

13 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta innlegg ÓRG var óþarft. Hann veit það sjálfur, en reynir að klóra yfir það á sinn hátt, eins og hann er vanur og afar ósmekklegt af honum að taka samlíkingu af bankamálunum, máli sínu til stuðnings. Eldgos og bankamál! Kræst! Ef Katla blessunin dregur ropann sinn í segjum 4 ár, hvað hafa þá margir hætt við Íslandsferð til þess tíma? ÓRG er og hefur alltaf verið kjaftaskur og hefði aldrei átt að taka við húsbóndavaldi á Bessastöðum. Hann kann ekki þann góða sið að þegja þegar við á. Þjóðin kunni svo ekki að velja sér forseta. Því er þessi staða uppi nú. Hæfir kannski skel tranti.

Björn Birgisson, 20.4.2010 kl. 21:32

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þjóðin kunni ekki að velja sér forseta Björn, má eins segja að hún hafi aldrei kunnað að velja sér fulltrúa, hverju nafni sem þeir nefnast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:38

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Björn, ef viðvaranir forsetans til heimsbyggðarinnar verður til þess að aðrar þjóðir búi sig undir Kötlugos, og bjargi þar með einhverjum mannslífum, þá þykir mér það skárri kostur frekar en að vísvitandi halda aftur upplýsingum í gróðaskyni.

Var ekki akkúrat það sem einstaklingarnir sem við höfum gagnrýnt hvað mest að undanförnu gerðu? Og nú viltu feta í þeirra spor.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:42

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Icesave og hamfarir. Það er auðsjáanlegt fyrir hvern þann sem er tilbúinn að sjá sannleikann, að nektardansmeyjar og forsetinn lögðu á ráðin og komu okkur í þennan skít. Úr því það er búið að banna eitt, þá skulum við banna hitt líka.

</kaldhæðni>

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:43

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

  Það er greinilegt að ég er ekki einn um að vera hlýtt til ORG þó ég leyfi mér að gagnrýna hann og neiti að setja hann í guða tölu, og Ingibjörg !!?? gott og velorðað innlegg ,en þú meinar þó ekki þetta: "Forsetinn er í það minnsta fyrsti maðurinn til þess að segja heimsbyggðinni, að kannski væri rétt af þeim að búa sig undir Kötlugos og svo hér: Og ef til þess kemur að Katla gýs, þá verður það eitt og sér nóg til þess að drepa niður alla starfssemi í þessum iðnaði" En eins og ég hef sagt áður , er handviss um að hann meinar vel :)

Það er búið að tala um hugsanlegt gos í Kötlu í öllum erlendum fjölmiðlum síðan gosið á Fimmvörðuhálsi hófst, svo ekki var hann koma með neitt nýtt, aftur á móti hefur ástandið í flugmálum komið umræðunni á nýjann flöt og að alveg óháð ORG og hans viðtali í BBC, svo um leið og ég sé eiginlega ekki nokkurn skaða í viðtalinu hans, fyrir utan orðavalið sumstaðar hjá honum, þá sé ég heldur ekki að hann sé að "bjarga" heiminum með þessu, en þetta er nú búinn að vera mjög góður og langur strengur, eins oft áður hjá Axel, bíð góða nótt í bili og þakka fyrir mig

Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 22:05

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, ég er ekki að verja ÓRG af því ég elski hann eða unni honum pólitískum hugástum. Mér blöskrar bara einfaldlega ósanngjarnar árásir sem á hann eru gerðar af litlu eða engu tilefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 22:13

19 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg Axelma segir: "............ og bjargi þar með einhverjum mannslífum, þá þykir mér það skárri kostur frekar en að vísvitandi halda aftur upplýsingum í gróðaskyni."

Hér er langt til seilst. Mundu að akstur bifreiða er hættulegur. Mundu að flug yfir höfuð er hættulegt. Mundu að ganga á svelli er hættuleg. Mundu að fjallgöngur um hávetur á norðurhjara eru hættulegar. Mundu, mundu, mundu .................

Mundu að hver tekur ábyrgð á sjálfum sér. Það gera erlendir ferðamenn á Íslandi og það gera Íslendingar á ferðalögum innanlands og erlendis.

Forsetinn drullaði bara á bitann og ekki í fyrsta sinn.

Hans versti löstur er að geta aldrei haldið kjafti, ef hann telur að málæðið geti komið honum í heimspressuna.  Þar vill hann vera hvað sem það kostar.

Björn Birgisson, 20.4.2010 kl. 22:38

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Orð eru til alls fyrst... nema það hafi breyst Björn, eða ráðist af hver á heldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 22:49

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðann daginn ! var eiginlega búinn að segja mitt hér, en bara verð að minna Björn á að sanngjörn gagnrýni er bara af hinu góða, og bara vel þegið ef þú bendir manni á rangfærslur, en geturðu ekki tamið þér aðeins vægara orðalag ??

Axel ! nei ég var nú nokkuð viss um að álit og hugur þinn til ORG væri frekar afbalanseraður  og er svo hjartanlega sammála þér hvað varðar ósanngirni í gagnrýni, ekki bara hvað varðar ORG heldur bara alla, svo ég móðgast alls ekki þegar ég fæ ákúrur fyrir það, það er stundum létt að gleyma sér í hita leiksins.

Kristján Hilmarsson, 21.4.2010 kl. 10:43

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Kristján

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2010 kl. 11:14

23 identicon

Ég horfði á þýskann þátt á ARD í fyrrakvöld og þar var þýskur jarðfræðingur sem sagði nákvæmlega það sama og forseti vor. Hann sagði reyndar líka að ef fólk færi í frí á eldfjallaeyju væri alltaf hægt að búast við gosi og að Katla hefði getað gosið í fyrra eða hitteðfyrra, og að kannski kæmi hún á næstunni... eða næsta ár.

Ég held að sjónvarpsstöðvar um allann heim séu með þessar sömu fréttir, hver á sínu tungumáli. Hvað skal gera? Sauma fyrir munninn á öllum jarðfræðingum plánetunnar? Þetta er ekki eitthvað sem Ólafur einn hefur sagt, heldur er þetta aðal umræðuefnið á allri plánetunni þessa dagana

anna (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 12:34

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er fráleitt að Ólafur hafi verið að segja einhverjar fréttir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.