Hinn fullkomni heimur.

men-and-women-symbolsÞá er það komið, kynjahlutfall í stjórn og trúnaðarmannaráði VR er loks jafnt. Mjög gleðileg tíðindi segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs en tjáir sig ekki um það hvort trúnaðarmannaráðið sé betur mannað fyrir vikið.

Enda skiptir það Jafnréttisráð og femínista engu hvort stjórnir og ráð séu skipuð hæfum eða óhæfum einstaklingum, eina markmiðið er að tippin séu ekki fleiri en píkurnar.

Mun minni áhersla er lögð á jafnréttisbaráttuna, halli á tippin, þá heitir það jákvæð mismunun.


mbl.is Jöfn kynjahlutföll í VR öðrum til eftirbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. er ég sammála þér drengur, þoli ekki þennan kynjajöfnuð, aldrei tæki ég sæti í nefnd eða ráði þar sem ég væri notuð til jöfnunar, ef ég kæmist ekki á eigin verðleikum væri ég einfaldlega ekki hæt, er ekki feministi mér leiðast þær kellur yfirleitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.4.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Ásdís, þú hittir naglann á höfuðið, menn og konur eiga fyrst og fremst að veljast í stjórnir vegna hæfileika sinna en ekki kynfæra. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2010 kl. 12:46

3 Smámynd: Halldór Halldórsson

Þið megið vera alveg viss um að konurnar í stjórn VR eru þar einungis vegna ágætis og hæfileika!

Halldór Halldórsson, 27.4.2010 kl. 13:04

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ekki má jafna kynjahlutfallið innan Jafnréttisráðs, því það væri ekki jafnrétti.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.4.2010 kl. 15:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það ætla ég svo sannarlega að vona Halldór. En það eitt og sér hefur ekki verið og er ekki megin markmið femínista.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2010 kl. 15:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott þú nefndir þetta Inga. Í Mekka jafnréttis, Jafnréttisstofu, starfa núna 8 manns, 7 konur og einn karl !

Þetta er full gróft til að hægt sé að skrifa það á jákvæða mismunun. En segir allt sem segja þarf um áhugan á raunverulegu og gagnvirku jafnrétti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband