Blekkingar og sýndarmennska

Þetta er gersamlega haldlaust samkomulag eitt og sér, hér þarf meira til ef gagn skal gera.

Flokkarnir geta haldið sig fullkomlega við þetta samkomulag þótt heildar auglýsinga magn fyrir flokkana fari langt fram úr þessu samkomulagi.

Hver sem er getur kostað auglýsingar fyrir sinn flokk. Þó auglýsingin komi fyrir augu og eyru kjósenda fer kostnaðurinn aldrei inn í bókhald flokkana og þá ekki fyrir augu Creditinfo, sem á að blessa gjörninginn.

Með auglýsingakostun geta einstaklingar styrkt sinn flokk langt umfram það þak sem sett er á styrki til flokkana og styrkirnir verða hvergi færðir til bókar.

Þetta er flokkunum fullljóst og samkomulagið því eingöngu gert til að slá ryki í augu almennings og skapa flokkunum falska siðferðisímynd.

 
mbl.is Ætla að takmarka auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hafa fleiri en Samfylking notað þetta bragð, Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki getað séð einhvern einn flokk dyggðugri en annan í þessu styrkjamálum Heimir. Ég hef í það minnsta ekki læðst með veggjum og ekki þóst sjá misbrestina hjá einum umfram annan.

En úr því spurt er,  þá er þetta fyrirkomulag stundað vestur í henni Ameríku og ekki þarf ég að segja þér Heimir,  hvaða flokkur Íslenskur er líklegastur til að taka upp það sem þar er tíðkað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki veit ég hvort minn flokkur hefur notað þetta bragð, en ég veit að Samfylking og Vg hafa gert það.

Þegar að atkvæðakaupum kemur virðist sem öll meðul séu notuð og er þá enginn flokkur undanskilinn.

Guðlaugur Þór á að líkindum eftir að súpaseyðið af sínum gjörðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 17:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ólíkt þér Heimir þekki ekki þannig til í neinum flokki að ég geti fullyrt um neitt. En það sem komið hefur fram fyllir mann ekki bjartsýni og ég hef engar forsendur til að taka einhvern flokkinn út fyrir sviga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2010 kl. 18:12

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Án þess að hafa beinar sannanir fyrir því, ætla ég samt að leyfa mér að alhæfa og fullyrða, að ekki einn einasti flokkur hefur hendur sínar hreinar, hvað þetta mál varðar.

Ekki einn einasti!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.4.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.