Framsókn bregst ekki vonum

21. mars var kynntur framboðslisti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. En  kosið var í 12 efstu sæti listans á kjörfundi í nóvember sl.

Þau sæti framboðslistans röðuðust svona:

1. Einar Skúlason, 38 ára, stjórnmálafræðingur og MBA
2. Guðrún Valdimarsdóttir, 36 ára, hagfræðingur
3. Valgerður Sveinsdóttir, 38 ára, lyfjafræðingur
4. Zakaria Elias Anbari, 42 ára, þjálfari Africa United
5. Ingvar Mar Jónsson, 36 ára, flugstjóri
6. Kristín Helga Magnúsdóttir, 20 ára, verkfræðinemi
7. Einar Örn Ævarsson, 36 ára, viðskiptafræðingur
8. Þórir Ingþórsson, 32 ára, viðskiptafræðingur
9. Sigurjón Norberg Kjærnested, 24 ára, verkfræðinemi
10. Anna Margrét Ólafsdóttir, 49 ára, leikskólastjóri
11. Þuríður Bernódusdóttir, 55 ára, þjónustufulltrúi Miðgarði
12. Agnar Bragi Bragason, 32 ára, stjórnmálafræðingur og lögfræðinemi

En núna mánuði síðar er listanum breytt. Guðrún Valdimarsdóttir skipaði annað sætið, flokkurinn kunni ekki að meta hreinskilni hennar og heiðarleik þegar hún greindi frá eignarhlut bónda síns í fyrirtæki sem nefnt var í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og því var henni bolað burt af listanum.

Valgerður Sverrisdóttir sem var í 3ja sæti færist upp í annað sæti, eðlilega.  En svo gerist undarlegur hlutur.  Þuríður Bernódusdóttir sem lenti næst neðst í kosningunni er dubbuð upp og færð upp um 8 sæti en þeim sem kosningu hlutu í 4 til 10 sætið er sagt að éta það sem úti frýs.

Þetta er auðvitað hið besta mál, því skýrari skilaboð, að skítleg vinnubrögð verð áfram viðhöfð hjá Framsókn, fá kjósendur ekki.

 
mbl.is Framboðslista Framsóknarflokks breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Aldrei fengi þessi flokkur mitt atkvæði.

ThoR-E, 29.4.2010 kl. 14:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Segjum tveir

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2010 kl. 15:11

3 Smámynd: Hamarinn

Jónína Ben er líka farinn.

Hamarinn, 29.4.2010 kl. 23:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æ,æ!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband