Taka tvö

Í von um „fæting“ í Héraðsdómi hljóta þingmenn Hreyfingarinnar að vera þar, enda þeirra helsta stefnumál  að landslýður hafi að engu lög, sem þeir sjálfir hafa sett sama lýð.

  

 


mbl.is Mikill mannfjöldi í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er að vísu bannað að ráðast á Alþingi og trufla störf þess. En þarna fór fólk með hinar réttu skoðanir. Þá hlýtur að gilda eitthvað allt annað.

Skúli Víkingsson, 12.5.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvar er umhverfisráðherra núna?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2010 kl. 14:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skúli, hvað eru réttar skoðanir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur, umhverfisráðfrúin er auðvitað undir eins og annað. Ég ætla ekki að verja hana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 14:11

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samsærið gegn Íslandi tókst.

 Það væri háðulegt ef eina fólkið til að sæta refsingu væri þetta unga fólk sem  hefur þó réttlætiskennd.

Sigurður Þórðarson, 12.5.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður er fólk sem brýtur rúður, meiðir fólk o.s.f.v. þrungið réttlætiskennd?

Hverskonar þjóðfélag er þú að boða?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 14:24

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert sem sé sáttur við  að barnabörnin þín verði hneppt í skuldafjötra.

Hvers konar þjóðfélag ert þú að boða?

Sigurður Þórðarson, 12.5.2010 kl. 14:56

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfur hef ég hvorki meitt fólk, brotið rúður eða hvatt aðra til slíks en það er sérkennileg forgangsröðun ef eingöngu á að dæma fólk fyrir rúðubrot vegna þess að Íslandi bar breytt í skattland.

Sigurður Þórðarson, 12.5.2010 kl. 14:59

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei auðvitað er ég ekki sáttur við það Sigurður. En verður það leyst með því að við brjótum rúður hvor hjá örðrum? Hvar á að draga helvítis línuna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 15:09

10 identicon

Heilir og sælir; piltar (og stúlkur; hverjar til umræðu kynnu að koma) !

Axel Jóhann; Skagstrendingur vísi !

Þú veist; betur en svo, er það ekki ? Orðhengilsháttur þinn; í garð vinar míns, Sigurðar Þórðarsonar, sem og útleggingar þínar allar, í tilefni þessarra atburða, í hinum gjörspillta Héraðsdómi Reykjavíkur, eru þér lítt til sæmdar, ágæti drengur.

Minni á; að hér ríkir byltingar ástand, og þá eru ÖLL meðul leyfileg, til þess að koma svikulli valdastéttinni frá, svo sem !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:11

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir hreinskipta samræðu Óskar og Axel.

 Hvernig væri að byrja á því að sækja til saka raunverulega glæpamenn? 

Eða er kerfið eingöngu hannað til að taka á þeim sem fara yfir strikið í mótmælum? Þetta er grundvallarspurning og ég bíð eftir svari við henni. 

Sigurður Þórðarson, 12.5.2010 kl. 15:33

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er í grundvallaratriðum sammála þessu innleggi þínu Sigurður.  Þá verður að taka alla sem að glæpunum standa og hvar sem þeir í flokki standa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 15:59

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það skiptir engu máli hvernig fólk reynir að setja þetta upp.. Málið er afskaplega einfalt.

Ef að þú eða einhver annar gerir eitthvað sem er brot á lögum, og refsivert samkvæmt lögum, þá á hiklaust að fylgja því. Skiptir engu helvítis máli hvort einhver annar gerði eitthvað verra.

Að segja það að þessi brot séu réttlætanleg því að allir eru brjálaðir yfir þeim brotum sem einhverjir aðrir frömdu, er hræsni. Því með því að réttlæta þetta svona er fólk að firra sig frá þeim sömu lögum og þeir vilja nota til þess að sækja hina til saka.

"Raunverulegir glæpamenn"; Hvernig ætlar þú að útskýra þetta orðaval? 

Ef þú ferð út í búð og stelur pakka af royal búðing og kókflösku, en einhver annar stelur peningakassanum, er þinn glæpur þá orðinn svona platglæpur? Bara djók?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.5.2010 kl. 17:52

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ingibjörg, mér sýnist á myndinni af þér að þú sért ung kona og ég vona að þú ætlir að búa hérna áfram og takir þátt í að borga það tjón sem landráðamenn frömdu. Ef vel tekst til verður kúfurinn farinn áður en þú ferð á elliheimili. 

Ég stel ekki í verslunum og ég vona að þú gerir það ekki heldur.  En fari svo illa að þú freistist til að stela í verslunum ættir þú ekki að taka pláss í fangelsi frá hættulegum glæpamönnum. 

Sigurður Þórðarson, 12.5.2010 kl. 18:20

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sigurður, það er rétt hjá þér að ég sé ekki ellismellur, en það verður að segjast að það skiptir bara engu máli í þessu.

Það er ólöglegt að ráðast inn á alþingi. Og í lögum stendur að það sé refsivert athæfi og geti varðað við fangelsisvist. 

Mér sýnist á myndinni þinni að þú sért betur kominn til ára þinna en ég, og því verð ég að gera ráð fyrir því að þú berir meiri virðingu fyrir þeim lögum sem land þitt er byggt á. Það kemur málinu ekkert við hverju þessir einstaklingar voru að mótmæla; hvort sem það var orsök og/eða afleiðing hrunsins, hækkandi gúrkuverð, eða lausaganga katta. Því um leið og mótmælendur gerast brotlegir við lög, fremja eignaspjöll og verða sekir um líkamsárásir, þá er nákvæmnlega ekkert til lengur sem réttlætir gjörðir þeirra.

Og sama hvort réttlætingin á rétt á sér eður ei, þá eiga menn samt að bera ábyrgð á því sem þeir gera. 

Ég held að það kæmi nú annað hljóð í fólk, ef að þessar aðgerðir yrðu endurteknar utan allra mótmæla. Bara svona af handahófi, framkvæmt af fólki með skemmdarfíkn. Þá yrðu menn sóttir til saka. En nei, af því að þetta voru mótmælendur, með skemmdarfíkn, þá eru þetta bara fokkin' þjóðhetjur sem á að hylla á stalli.

Mikið af þeim sem áttu þátt í þessum skrípaleik, voru ekki komnir til þess að mótmæla. Heldur einungis vegna skemmdar og vandræðafíknar. En fólk neitar að viðurkenna það, því að þetta eru jú hetjur. 

Glæpamaður er glæpamaður, sama hver glæpurinn er og af hvaða ástæðu hann er.

"Ég stel ekki í verslunum og ég vona að þú gerir það ekki heldur.  En fari svo illa að þú freistist til að stela í verslunum ættir þú ekki að taka pláss í fangelsi frá hættulegum glæpamönnum. "

En þrátt fyrir það, viltu að þeir sem áttu þátt í hruninu, fari inn með stórhættulegum og forhertum glæpamönnum?

En þú vilt samt sem áður ekki, að fólk sem örkumlaði lögreglumann, þingvörð, réðist inn á alþingi, truflaði þar þingstörf, kveikti eld á miðjum austurvelli, réðist inn í seðlabankann og truflaði störf þar sem og landsbankanum, og í sífellu truflar nú þingstörf í héraðsdómi verði ekki sótt til saka? 

Þú ert hræsnari, þótt þú sért gamall.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.5.2010 kl. 19:40

16 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ingibjörg Axelma !

Mikið; átt þú eftir að læra, um það harðræði og óréttlæti, sem Alþingi þetta, sem illu heilli, var endurreist, árið 1845, hefir yfir Íslendinga leitt, og gætt; alla tíð, hagmuna brodd borgaranna, nr. 1 - 2 og 3, þér að segja.

Ykkar feðgina vegna; kýs ég, að viðhafa ekki stærri orð - þar um, en undirstrika enn stuðning minn, við hinn mæta; Sigurð Þórðarson.

Með beztu kveðjum; sem þeim öðrum, fyrri /

Óskar Helgi Hekgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:23

17 identicon

Helgason; átti að standa þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:32

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Óskar; Ég ætla frekar að treysta á Alþingi, og dómsvaldið, fram yfir dóm g(l)ötunnar.

Þú vilt semsé halda því fram að það sem gerðist fyrir 1845 sé betra en það sem gerðist þar eftir? Eigum við bara ekki að taka upp nornabrennurnar aftur, og skella þessum glæponum á bálið? Getum fleygt nokkrum köttum með, gangi þeir lausir.

Svo með því að undirstrika vafasaman stuðning þinn við hann Sigurð, sýnir þú bara sömu hræsni og hann hefur gert hingað til. Og því hefur þú kannski ekki efni á stærri orðum, eins og þú segir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.5.2010 kl. 23:09

19 identicon

En þú vilt samt sem áður ekki, að fólk sem örkumlaði lögreglumann, þingvörð, réðist inn á alþingi, truflaði þar þingstörf, kveikti eld á miðjum austurvelli, réðist inn í seðlabankann og truflaði störf þar sem og landsbankanum, og í sífellu truflar nú þingstörf í héraðsdómi verði ekki sótt til saka? Ingibjörg AA

 Vá, gerðu 9-menningarnir þetta alltsaman? Hver gerði hvað? Hver örkumlaði hvern? Fyrir hvað er fólkið kært?

 Mikið væri nú gaman að sjá upptökurnar úr öryggismyndavélum alþingis þennan dag....óklipptar

 Þú veist, SÖNNUNARGÖGNIN....sem sýna umrætt fólk ráðast á og örkumla lögreglumann og fleiri.....

 Ekki er búið stimpla þetta fólk glæpamenn og ofbeldislýð, Ingibjörg Alma, án þess að sönnunargögnin liggi fyrir? Til hvers eru myndavélarnar?

Mikil voðaleg hræsni væri það nú...

og talandi um nornabrennur...

Eru ekki fjölmiðlarnir sem og bloggarar(eins og þú), fyrir löngu búnir að rétta og dæma í þessu máli....án þess að upptökurnar séu birtar, og án þess að ákærðu hafi fengið að verja sig að neinu viti í fjölmiðlum?

Engin nornabrenna hér?

magus (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 01:16

20 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ingibjörg Axelma !

Ég hefi; nú verið sakaður um flest annað en hræsni.

Getur ekki hugsast; að þú eigir eftir að læra betur, um lífsins gang, áður en þú sakar okkur, sem eldri erum, um skynvillur nokkrar, í samtímanum ?

Jú; jú, Þorleifur Kortsson, (1615 - 1698), frændi minn, Lögmaður í Bæ, við Hrútafjörð, dæmdi all margt manna, sem kvenna á bálið, á sinni tíð, og hefi ég vart undan, við að biðja núlifandi; Strandamenn sérstaklega, afkomendur hinna brenndu, afsökunar fyrir hans hönd, þá ég hitti þá - og taka þeir því vel, yfirleitt.

Glæponum þeim; sem þú nefnir, réttilega, á jú;; svo sannarlega, að refsa grimmilega, eins og þú nefnir til, þó að ég vilji köttunum þyrma, enda, ....... eru þau þrjú, af þeim stofni, til heimilis, hjá minni fjölskyldu, og vita mátt þú; Ingibjörg - að fyrir dýraríkinu, ber ég meiri virðingu, eftir því, sem ég kynnist sora mannlífsins betur. 

Reyndu svo; að koma ofan úr skýjaþykkni Glámskyggni þinnar á, við hvert Helvíti, fjölda okkar samlanda býr, sem,, meðal annars telur sig nauðbeygða til, að þiggja matar gjafir, frá vel meinandi hjálpar samtökum.

Ég er; af þeirri kynslóð Íslendinga, sem mundi þá tíma, fyrir og eftir 1970 (ég var þá 12 ára)- að flest allir voru vel bjargálna, og áttu afgang sinna launa, um hver mánaða mót, þó glæpahyski hvítflibba og blúndukerlinga, á Alþingi sem víðar, tækist að splundra því þjóðlífi, síðar meir.

Við óbreyttar aðstæður; eigum við ekki að una - og höfum fullan rétt til, að koma þessu hyski frá völdum, af þeirri grimmd, sem möguleg er, því sjálfviljugt, fer það ekki, af valdastólum, svo mikið er þó víst.

Með; hinum beztu kveðjum enn - þrátt; fyrir allt /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 01:32

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Lýðræðið tryggir öllum rétt til að mótmæla, hvaða stjórnmálaskoðun sem þeir aðhyllast, kommar, kratar, frammarar, sjallar, fasistar, nasistar og jafnvel „prinsippraðir miðjumenn“.Um hvað snúast mótmæli? Jú, hópur fólks er ósáttur við eitthvað og mótmælir framgöngu þess, í þessu tilfelli var fólk ósátt við það sem framfór á Alþingi og mótmælti fyrir utan þinghúsið. Enda lýðræðislegur réttur fólksins. Nasistum væri líka heimilt að mótmæla fyrir framan þinghúsið væru þeir ósáttir við það sem framfæri innandyra. En við erum örugglega öll sammála um að við myndum aldrei líða þeim árás á þinghúsið eða inn í það, enda væru þeir þá komnir langt út fyrir sinn lýðræðislega rétt.Það er verknaðurinn sem slíkur sem gildir ekki pólitískar skoðanir geranda. Þeir sem vilja flokka líkamsmeiðingar, skemmdarverk og önnur ofbeldisverk eftir pólitík eru komnir út á verulega hálan ís svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 10:41

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sannarlega hneykslaður á því siðrofi að  fólk sem leggi meira upp úr því að dæma unglinga fyrir stympingar en landráðamenn sem valda þjóð sinni og samfélaginu öllu stórfelldum skaða til langs tíma. Mér þykir miður hve margt fólk tekur því með léttúð að Ísland skuli ekki einungis taka á sig þungar byrgðar heldur sé rætt um það í fullri alvöru að afsala auðlindum til lands og sjávar.

Ingibjörg áttar sig ekki á alvörunni og ég vona að það sé vegna ungs aldurs.

En til að enda þetta jákvætt má nefna það að íslenskt eldgos kom frönsku byltingunni af stað sem flestir viðurkenna að hafi orðið til góðs.  Reynum að stýra þessu til góðs. 

Sigurður Þórðarson, 13.5.2010 kl. 13:52

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, ég er vissulega ósáttur, hve langan tíma hefur tekið að sækja bankadónana, en það er komið í gang núna.

En eins og kerfið er upp byggt þá þarf að rannsaka mál, séu þau flókin taka þau tíma. Engin efast um að umfang bankasvikanna séu óvenju umfangsmikil og tímafrek í rannsókn.

En rannsóknin á innrásinni í Alþingi er eðli máls samkvæmt ekki jafnflókin og tímafrek. Á ekki að taka mál fyrir um leið og þau eru dómtæk? Með hvaða rökum ætti að draga það? Eru tilfinningar aðstandanda og samherja næg rök?

Hvað á að bíða lengi með dómtöku á málum bankadónanna eftir að þau verða dómtæk? Eiga tilfinningar aðstandanda og skildra aðila að ráða einhverju þar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 14:32

24 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; hina skýru framsetningu allra þinna meininga, en,...... ertu ekki að gleyma, að það þurfi einnig að sækja stjórnmála dónana og embættis manna kerfisins, einnig ?

Ítreka enn; að ég vil fylgja fordæmi ýmissa fornra þjóða (fyrir 2000 - 8000 árum, cirka); hvað, refsingarnar áhrærir, að það á að hýða og marka þetta Helvítis hyski, á hinn grimmilegasta máta, Skagstrendingur góður.

Engan; kristilegan kærleika þar, um að ræða, ágæti drengur.

Þakka; um leið, þeim mæta dreng, Sigurði vini mínum Þórðarsyni, orðræðu hans alla, í hinni kurteisislegu rökræðu ykkar.

Með beztu kveðjum; sem öllum fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 14:58

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki sérstakur talsmaður þess Óskar að einhverjum "sannkristnum" gildum verði beitt við meðhöndlun dónanna, né að á þeim verði tekið með silkihönskum.

Réttilega bendir þú á Óskar að í ég lét þess ógetið í þessari umræðu að taka þyrfti til hendinni í pólitíkinni allri.

Það var ekki vegna þess að ég teldi þess ekki þörf, síður en svo enda hef ég ekki sparað álitsgjöf um þau efni í öðrum bloggum og þá ekki síður um samherja en andstæðinga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 15:27

26 identicon

Komið þið sæl; enn, sem fyrri !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; skilvís andsvörin, sem vænta mátti, af þinni eykt.

Með; hinum beztu kveðjum - sem jafnan áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 15:57

27 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Ingibjörg Axelma. Í þetta sinn get ég tekið undir allt sem þú hefur sagt hér að ofan. Til hvers að hafa lög í landi ef sérstakir hópar eiga refsingarlaust að brjóta þau.

Óskar Helgi. Mikill dæmalaus bullukollur ert þú. Þú segir "Minni á; að hér ríkir byltingar ástand, og þá eru ÖLL meðul leyfileg, til þess að koma svikulli valdastéttinni frá, svo sem !" Hvers konar stjórnleysingjabull er þetta. Ef "öll meðul eru leyfileg" ertu þá ekki að segja að Siggi skalli og allt úrtásarpakkið megi þar með skapa sín eigin meðul og því þurfi ekki að refsa þeim. Enn ritar þú og áfram feitletrað "Mikið; átt þú eftir að læra, um það harðræði og óréttlæti, sem Alþingi þetta, sem illu heilli, var endurreist, árið 1845, hefir yfir Íslendinga leitt, og gætt; alla tíð, hagmuna brodd borgaranna, nr. 1 - 2 og 3, þér að segja." Hvers konar landsstjórn vilt þú? Er að etv menntað einveldi sem þú vilt? Eða er það hið svokallaða Alþingi götunnar? Hvers konar landsstjórn viltu? Svaraðu því ef þú getur. Að lokum vil ég gera þin orð að mínum"Reyndu svo; að koma ofan úr skýjaþykkni Glámskyggni þinnar "

Tómas H Sveinsson, 13.5.2010 kl. 19:26

28 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Tómas H Sveinsson !

Mín einustu viðbrögð eru; að velta fyrir mér, í hvers lags andskotans bómullar veröld þú hefir lifað, ágæti drengur, að undanförnu ?

Nánari útskýringum; til minna viðhorfa - árin um kring, getur þú leitað, á minni eigin síðu, hér á vef, hvar; þú ættir að fá svör nokkur, við þínum hugrenningum, að nokkru, Tómas minn.

Svo einfalt; er það nú - þér; að segja.

Með beztu kveðjum; sem endranær /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:38

29 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég er ekki mjög fróður maður um lög og ætla ekki að dæma um hvernig  réttarhöldin yfir þessu fólki enda,vona samt að þau verði ekki dæmd harkalega.Málið er eins og ég hef horft uppá íslensk lög í dag þá er verið að valta yfir hálfa þjóðina í nafni laga og vil ég nefna nokkur dæmi.

1.Er það réttlátt þjóðfélag sem í þessu árferði tekur eignirnar af landsmönnum,selur það á brunaútsölu og skellir fólki síðan í óyfirstíganlegan skuldaklafa,vitandi það að fólk getur ekki varið sig því blankur maður fær sér ekki lögfræðing.

2.Það er verið að lækka laun,hækka skatta,hækka vöruverð,skerða heilbrygðisþjónustu sem verður meiri þörf fyrir í kreppu,skerða lífeyrir,hækka þjónustgjöld,listinn er endalaus.

3.svo á að taka alla frystingu af lánum í haust,hvað ætli stór hluti af fólki tók 80,90,100% lán,ráðstöfunartekjur hafa lækkað eflaust um 20-30%

Hvernig ætli hóparnir fyrir utan alþing Íslendinga verði stemmdir þegar fer að nálgast áramót ef ekkert verður gert?

Ég hef eins og flestir mína skoðun á hvað eru réttlát lög og ég bara sé þau ekki hér á landi því miður,því hvað er alþingi og réttarkerfið ef það hefur ekki fólkið með sér?

Ofbeldi er aldrei fallegt og viljum við fæst sjá hér,en menn ættu að hafa það hugfast að æðsti dómstóll í hverju landi er fólkið.

Friðrik Jónsson, 15.5.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.