Leynilegar kosningar eða „opinberar“?

Búinn að kjósa. Það var ekki erfitt að þessu sinni, enda valið óvenju einfalt.  

 

En kjörseðillinn sjálfur var til skammar. Hann var gasgnsær, fölgulur og úr svo þunnum og lélegum pappír að lesa mátti úr langri fjarlægð það sem  á hann var ritað og merkt, þótt samanbrotinn væri. 

 

Langt frá því að vera boðlegt. Kjörseðillin hefði allt eins getað verið á glæru.

  

mbl.is Ekki víst að fylgið gufi upp í kjörklefanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Hvar kýst þú? Væri ekki alveg eins sniðugt, miðað við lýsingarnar hjá þér að kjósa bara með nafnakalli?

Hafsteinn Björnsson, 29.5.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ætli nafni bróður míns hafi valið bréfsefnið?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.5.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er í Grindavík Hafsteinn. Ekki er ég að kalla eftir opinberum kosningum, þvert á móti. Það er eðlileg krafa að þannig sé á haldið að leynilegar kosningar séu leynilegar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 15:40

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gat meira að segja séð hvað þú varts að kjósa. En er ekkert að upplýsa það hér :)

Finnur Bárðarson, 29.5.2010 kl. 15:43

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll Axel. Eftir lýsingu þinni er þetta ólöglegt. Ég veit til þess að svona hafi verið kært. Ég er meira inni í þessum málum en áður vegna þess að ég er í kjörstjórn í Sandgerði. Við fórum einmitt vel yfir þetta atriði áður en við settum kjörseðlana í prentun!

Góðar stundir, mínar verða flestar inni í kjördeild það sem eftir lifir dags;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.5.2010 kl. 16:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur, þetta er í boði:

Framsókn, Sjálfstæðisfl., Grindavíkurlistinn, Samfylking og Vinstri græn.

Ég verð vonandi aldrei svo aumur að ég kjósi B og D

Vinstri grænir eru töluvert frá því að landa mér, Samfylkingin afþakkaði atkvæði mitt og þá liggur landið ljóst fyrir fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 16:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla, ég vakti máls á þessu við kjörstjórnarfulltrúana, en það var fátt um svör annað en þvæla um grammafjölda pappírsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 16:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, ég held að sá hafi ekki komið að málum, enda sjálfur í framboði fyrir VG. Í Grindavík negla VG hiklaust áróðursskilti á hús að eigendum þeirra forspurðum. (án leyfis)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 16:37

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hann tók í það minnsta ekki stigann þinn til verksins.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.5.2010 kl. 16:44

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ég vil þig ÚT... úr bæjarstjórn!"

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.5.2010 kl. 16:45

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var búið að jafna þann ágreining.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 16:50

12 identicon

Sælt veri fólkið!

Íhaldið er búið að vera!

Stundin er komin!


Ég bíð í ofvæni eftir því að við getum komið hér á sósíalisku samfélagi.
Okkur sem höldum úti bloggi ber skylda til þess að boðskapur sósíalismans sé þar í hávegum hafður og að við látum einskis ófrestað við að koma af stað þeirri byltingu sem nauðsynleg er og ég sjálfur hef unnið að hörðum höndum allt frá því á sjöunda áratugnum.
Hin marxiska sögulega greining leiðir óhjákvæmileg í ljós að nú er rétti tíminn.

Eftir það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af gegnsæum kjörseðlum því að almenningur nýtur þá aðstoðar sinna bestu leiðtoga við valið.

Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 19:39

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru ekki aðallega formerktir kjörseðlar notaðir í slíkum kosningum, Pétur?

Það þarf aðeins að passa að stilla þeim seðlum í hóf svo það hendi ekki, sem gerðist þegar félagi Stalín hlaut 103% greiddra atkvæða í einhverjum kosningunum.

Eitthvað mun líka hafa verið um "fikt" í kosningaúrslitum í  mið og  suður Ameríku og víðar, dyggilega stutt af Bandaríkjunum vegna ríkrar lýðræðisástar þeirra og réttlætiskenndar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.