Mannfjandsamlegar kennisetningar

Kaþólska kirkjan hefur í þessu máli staðfest, illskuna og mannfyrirlitninguna sem býr í kennisetningum hennar mörgum hverjum.

Það setur að manni hroll að svona svartnættis hugsunarháttur skuli vera til á okkar tímum.

Það er illt til þess að hugsa að þessi hugmyndafræði og mannfyrirlitning skuli eiga sér formælendur hér á landi, sem setja sig aldrei úr færi að dá þessa forneskju og dýrka.


mbl.is Nunna bannfærð fyrir fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hann mat það sem svo að henni bæri að deyja með ófæddu fóstri sínu. En enginn virðist hugsa um þau fjögur börn sem hún átti fyrir, og hvernig þeim myndi vegnast móðurlausum.

Nú er JVJ líklegast búinn að fá úr honum yfir þessum gleðifréttum, að nunnuskrímslið hafi verið bannfært.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..sussss Inga ekki segja upphátt það sem ég var að hugsa.

Úps nú verðum við bæði bannfærð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 17:53

3 identicon

Mér finnst nú meira ógeðfellt að vita af fólki á Íslandi, sem talar um svona harmleik að konan þurfti að velja á milli ófædds barns, og síns sjálfs.  Það hlýtur að vera erfiðasta ákvörðun sem nokkur kona getur tekið.

   Verleikafyrring fólks á blogginu á sér engin takmörk að því er virðist. 

   Hvað mynduð þið segja ef heilbrigðisstarfsmaður myndi gróflega brjóta reglur spítalans sem hann ynni á. Sá hinn sami yrði líklega "bannfærður". Auk þess sem ekki er vitað nákvæmlega hvernig þetta mál er vaxið. 

Einar Ari (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Metur þú að jöfnu nútíma sjúkrahúsreglur Einar og margra alda gamlar kreddur sprottnar upp úr trúarofsa og vanþekkingu?

Má ekki tala um að myrkraverk kaþólsku kirkjunnar sem óskar fólki frekar dauða en að því verð hjálpað og lífi þess bjargað, stangist þá á við miðaldakukl? Ert þú í þessum djöfla söfnuði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 21:29

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú hlýtur að vera að misskilja eitthvað Einar Ari.

Það er enginn að gagnrýna konuna fyrir þá ákvörðun sem hún tók. Líklegast tók hún hana með líf sitt og barna sinna fjögurra í huga.

Heldur er verið að tala um ákvörðun þessa biskups fyrir að bannfæra nunnuna sem aðstoðaði konuna til þess að fá fóstureyðingunni fram. Hún var ekki bannfærð fyrir að hafa brotið reglur spítalans sem slíks, heldur fyrir að fara á móti trúnni sem á honum ríkti. Þ.e., biskupinn er gagnrýndur fyrir að gefa það í skyn að líf þessarar konu er einskis virði, og að henni bar að deyja með barninu ef hún ætlaði sér ekki að láta reyna á meðgönguna, sem allir voru sammála um að myndu verða henni að aldurtila.

Og hvort það sé vitað allt um þetta mál eða ekki er aukaatriði, því blogghöfundur getur aðeins bloggað um það sem stendur í fréttinni sjálfri, enda er leikurinn til þess gerður. Ef allt ætti að vera satt og rétt, eftir einhverri formúlu, yrðu engin viðhengi við fréttir á mbl.is.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2010 kl. 21:29

6 identicon

Axel,

  Það eina sem er djöfullegt hérna ert þú. Þú bloggar um ýmsa hluti sem þú hefur ekki snefil af viti á. Hérna ertu að tala um konu sem þurfti að velja um að eyða ófæddu barni sínu, eða leggja líf sitt í mikla hættu. 

  Þú gerir þennan harmleik að einhverri "sniðugri" færslu á bloggi þínu. Hversu langt er hægt að ganga í viðbjóðnum?!

Ingibjörg, 

   Bíddu nú við. Þú spyrð hvort ég misskilji, en síðan er útfærslan í hinum 2 málsgreinunum þínum, á þann veginn að þessi meinti misskilningur minn, er ekki til staðar

  Einnig hefur engin sagt að hver einn og einasti prestur sé óskeikull á jörðinni, ekki frekar en aðrir. Enn og aftur maður gæti ælt þegar maður les svona bölvaða vitleysu sem kemur frá fólki. 

  Notfæra sér bannfæringu nunnu(sem líklega deilir ekki einustu skoðun með þér), fóstureyðingu, og lífshættulegan sjúkdóm móður...........allt til að fá "réttlætingu" fyrir hatri þínu. Ég held að ég hafi aldrei séð einhverja manneskju leggjast eins lágt og þig og þín líka.

Einar Ari (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:06

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Einar Ari, það er enginn að notfæra sér eitt né neitt hérna, nema kannski þú, sem ert að fá útrás fyrir einhverri uppsafnaðri gremju og ert að taka það út hér. Þú talar svo sjálfur um það að ég leiti að einhverri réttlætingu á hatri mínu. Sýnist þú ekki hafa efni á svoleiðis fullyrðingum.

Ef það teldist ekki siðlegt að segja skoðun sína á hlutunum, þá værum við líklegast ennþá föst á tímum þar sem allt var "taboo" og ekkert mátti ræða. Aldrei kom neitt upp á yfirborðið. Og ef það telst eitthvað ósiðlegt að segja sína skoðun á þessari frétt rétt eins og einhverri annarri, þá hefðu umsjónarmenn vefseturs morgunblaðsins, líklegast séð af sér og lokað fyrir viðhengismöguleika fyrir þessa tilteknu frétt. 

En þar sem fæstir eru jafn bitrir og viðkvæmir á sálinni og þú virðist vera, þá þótti þeim það greinilega í lagi að blogga um þetta, líkt og þeir fjölluðu um þetta. Svo ef þú ert eitthvað ósáttur, þá áttu kannski frekar hönk uppí bakið hjá þeim frekar er blogghöfundi.

En ef þetta særir veruleikafirrta blygðunarkennd þína svona ofsalega, þá gætir þú kannski séð af þér og sleppt því alfarið að fara inn á vefsetrið hjá fólki sem hefur fullan tjáningarrétt á sínum skoðunum, til þess eins að kasta steinum úr glerhúsi með fúkyrðum og biturð; og þar af að verða sjálfum þér til skammar.

Og hvað mína réttlætingu varðar, þá ætla ég svo sannarlega að taka mér það bessaleyfi að vera örg yfir því að trúarfélag skuli sjá konur svo einskis verðar að þær eigi einungis að ala af sér börn, ella deyja með þeim. Ég ætla að leyfa mér að vera örg yfir því að biskup skuli bannfæra nunnu sem þér er svo mikið um að verja (að tilefnislausu þar sem enginn er að ráðast að heiðri hennar, nema sá maður sem ég gagnrýni), fyrir að koma konu til aðstoðar eftir að hún leitaði sjálf hjálpar. Ég ætla að leyfa mér að vera örg yfir því að þessi biskup mat líf fósturs (sem er ekki einu sinni enn orðið að barni), sem ógnaði lífi móður sinnar, að meiru heldur en móður hans og fjögra barna hennar sem hún átti fyrir. Og ég ætla að leyfa mér að vera ævareið yfir því, að þetta sama trúarfélag, haldi á sama tíma verndarhendi yfir barnaníðingum. Hvað með líf þeirra barna? 

Ég ætla líka að vera öskuvond yfir því, að þetta trúfélag sem er svo fast langt aftur í fornöld að klukkurnar þeirra ganga á afturábak, skuli ekki meta líf kvenna að meiru, að þær séu algerlega einskis nýtar, nema þegar það kemur að því að ala af sér börn, sem prestar viðkomandi trúfélags geta svo misnotað seinna á þeirra æviskeiði.

Og ég ætla fjandakornið ekki að spyrja kóng né prest, og þar með ekki þig heldur, eftir einhverju leyfi um hvort ég megi það eða ekki.

Þar er mín réttlæting? Hvar í andskotanum er þín, fyrir utan geðþóttann?

Svo ef ég er að leggjast lágt með því, þá skal ég glöð liggja ofan í drullunni.

Fokkjú.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2010 kl. 23:46

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ættir ekki að tala um að aðrir hafi ekki vit á þessu eða hinu "Einar Ari",  Þú snýrð hlutunum gersamlega á haus og fullyrðir tóma þvælu. Ég minnist ekki einu einasta orði á þessa konu eða hennar harmleik.

Bloggið fjallar bara alls ekki um konuna heldur eingöngu um skoðun mína á kaþólsku kirkjunni, þessari fornaldar myrkrastofnun, sem bannfærði nunnu fyrir að  bjarga mannslífi af því það passaði ekki við myrkan boðskapinn.

P.S. Það skyldi þá ekki vera að IPtalan þín passi við skrif undir öðru nafni, ég þarf að kanna það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 23:50

9 identicon

Inigbjörg,

  Þín færsla segir einfaldlega allt um hvers konar manneskju þú virðist geyma. Gjörsamlega veruleikafyrrt, og full af hatri. Sorglegt að mbl.is skuli leyfa fólki eins og þér að útdeila fáfræðinni, og ruglinu. 

Axel, 

  Nei, vinurinn. Það ert þú sem snýrð hlutunum gjörsamlega á hvolf. Hvað er svo myrkt við þann boðskap að vernda líf ófædds barns. Þarna ert þú að notfæra þér þennan harmleik, sem er að konan þurfti að velja á milli lífs síns og ófædds barns, til að breiða út hatur og fáfræði um kirkjuna. 

  Það eru kaþólskir söfnuðir í Bandaríkjunum sem hafa unnið fórnfúst starf fyrir fólk í Bandaríkjunum, og stofnað þúsundir skóla og sjúkrahúa um öll Bandaríkin, á meðan aðrir voru nú ekki mikið að því. 

 Þarf s.s. ekkert að tala um þetta, en  ekki opinbera hatur þitt, svona augljóslega!!

Einar Ari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 01:52

10 identicon

Voðalega ertu vitlaus, Einar. Þú lifir í heimi lyga og veruleikafyrringu, það er augljóst á skrifum þínum

Kirkjan hefur í aldanna rás bannfært fólk fyrir hinar minnstu sakir og í þessu tilfelli hvað gerir biskupinn? Jú bannfærir nunnu, fyrir það að aðstoða konu sem var í lífshættu að fara í fóstureyðingu.

Það er mikið að ef 11 vikna gamalt fóstur er meira virði en framtíð fjögurra óuppkominna barna og líf þessarar 27 ára gömlu konu. Þú hlýtur að sjá það.

"Mæðrum ber stundum að deyja með börnum sínum"

Hver er það sem ræður því? Kirkjan og hennar fólk, fólk sem aðhyllist þessa vitleysu má fara til fjandans ef þetta er það sem þau standa fyrir.
Ekki það að þessi bannfæring á ekki eftir að breyta neinu fyrir þessa nunnu,- en hugmyndin bakvið hana er það sem slær mig.

Það að fólk skuli aðhyllast svona rugl..miðaldarþvælu... einhverja af þessum 2000 trúarbrögðum sem eru í gangi í dag... ef þið hefðuð fæðst í Indlandi væruði kannski Síkar..

Kirkjan hefur gert margt gott, en allt það góða sem hún hefur gert er af völdum einstaklinga innan kirkjunnar og mannfólks. Ekki theologyið og 2000 ára gamla ruglið í biblíunni sem margt er hlægilegt.

 Trúaaðir segja oft þegar þeim er stillt upp við vegg og sýnt fram á það hvað biblían á sér ekki samleið með nútímanum að við höfum þróast og þess vegna ber ekki að túlka biblíuna bókstaflega.
Eftir 100 ár verðum við kannski það -þróuð- að allir sjá hveru mikið kjaftæði "trú" er.

Þórður (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 02:40

11 identicon

Er ekki Þórður dæmigerður fyrir þessa umræðu. Maður sem er uppfullur af fávisku og hatri. Magnað hvað fólk sér ekki sjálft sig.

  Hugsa sér svona setningar eins og þegar gott er gert, þá er það náttúrulega bara einstaklingum að þakka, en þegar vondir hlutir gerast þá er það trúnni að kenna!!!

  Að hugsa sér að fólk eins og Þórður skuli vera til í dag, eftir áralanga baráttu við afturhaldsöfl

  Ég held samt að þetta sé einfaldlega fáviska í fólki eins og Þórði., heldur en eitthvað annað.

  Biblían er nú í 2 hlutum Þórður minn, og á margan hátt er boskapurinn í nýja testamentinu frábrugðin því gamla. Já, og ekki gleyma því að í nútímanum hjá "siðuðu" fólki finnurðu líklega meiri vitleysu heldur en nokkurn tímann í gamla testamentinu. 

  Ég ætla samt ekki að fara í neitt argument við þig, því að "trú" þín býður ekki á það.....

Einar Ari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 03:24

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kaðólska kirkjan og tilvist hennar eru leyfar af hryllingi miðalda. Það er ekkert kristið við þessa kirkju. Það eina sem heldur þessari kirkju saman eru peningar. Væru þeir ekki svona Ríkir yrði litið á þaðólikka sem hvern anna sértruar og ofsatrúarsöfnuð...

Óskar Arnórsson, 31.5.2010 kl. 07:26

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sælir

Góð færsla hjá þér Axel Jóhann.  Skagstrendingum til sóma.

Það fer trúlega í trúartaugar Einars Ara að þú talir um "illsku og mannfyrirlitningu" því að sjálfsagt gengur þessum forpokuðu prestum gott eitt til, svo öfugsnúið sem það kann að hljóma.  Það er nefnilega þannig að það þarf trúarkreddu (eða stjórnmálakreddu) til að "gott fólk" fremji ódæði. 

 Þegar einhver hugmyndafræði gengur út það að það megi ekki nota dómgreind sína um tiltekin atriði, þá skapast hætta.  Hið illa hefur mörg andlit og sum ill verk eru talin algerlega réttlætanleg af gerendum sínum og eru framin af yfirvegun en ekki stundarbræði.  Hið almenna siðferði hefur þróast langt út fyrir miðaldahugsun kaþólsku kirkjunnar og því eru trúarkreddur hennar svo augljóslega illar og svo illilega óafsakanlegar.  Þetta skilur Einar Ari ekki og heldur að hann geti afsakað kreddur þessarar kirkju með því að vísa í góðverk hennar. 

Kíkið á Sidmennt.is á fyrirlestrana um veraldlegt samfélag.  Við eigum enn talsvert í land hérlendis í það að eignast trúarlega hlutlaust ríki í valfrjálsu landi.

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 31.5.2010 kl. 11:11

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar, það kemur hvergi fram í færslunni hvaða skoðanir ég hafi á fóstureyðingum yfir höfuð, aðeins skoðun mín á þeirri forneskju að kirkjan vildi dæma bæði konuna og barnið til dauða þótt hægt væri að bjarga henni.

Mér er gersamlega fyrirmunað að sjá einhvern kærleik og fegurð í því og það mun ekki halda fyrir mér vöku þó það sé að þínu mati viðbjóður og hatursáróður.

Þú hefur greinilega ekki lesið fréttina og séð hvað hún fjallar um því þér er fyrirmunað að sjá út fyrir skoðun þína á konunni og þeim glæp sem þú telur hana hafa framið.

Þú talar um hatur annarra Einar, hvar er fyrirgefningin og allur kærleikurinn sem kaþólska kirkjan státar sig af, væri ekki ástæða til að víkja hatrinu til hliðar og eyða ögn af kærleik og fyrirgefningu á konuna, sem er vafalaust í sárum og þarfnast stuðnings en ekki árása og illsku í drottins nafni.

Ég ætla svo sannarlega að vona Einar að þú þurfir aldrei að standa frammi fyrir því að þurfa að dæma konuna þína til dauða í tilviki sem þessu til þess eins að uppfylla einhvern dauðan texta í miðaldariti.

P.S. Af hverju ber aðeins öðru foreldrinu, í Guðs nafni, að deyja með barninu, því ekki báðum? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 12:29

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og innleggin Þórður og Óskar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 12:35

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Svanur og frábært innlegg í umræðuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 12:38

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Einar Ari talar um afturhaldsöfl, en leggur í senn blessum sína á Kaþólsku kirkjuna fyrir að vilja drepa konu og ófætt barn hennar.

Segir bara hvaða manneskju hann hefur að geyma. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.5.2010 kl. 14:35

18 identicon

Svanur,

  Ég held að þú sért ókrýndur besserwisser Íslands. 

  Bara það að ég skuli nenna að eyða orðum í þína líka hérna, er þó með meiri ólíkindum

  Þú getur ekki tekið samfélagð sem var uppi fyrir 1000 árum, og borið það saman við samfélag í dag!!!!!! Þú myndi segja að hver einn og einasti maður væri barbari. Kirkjan reyndi að koma í veg fyrir það. 

  Þessi bannfæring í Bandaríkjunum var komin til vegna skoðunar nunnunnar, og hafði presturinn kannski enga aðra völ, en að gera þetta, og skipti þetta engu máli fyrir málið sem slíkt. 

  Síðan vísar þú í siðmennt, sem eru einhvern mest forpúkuðustu samtök, og mestu afturhaldsöfl í nútímasamfélagi, og talar um ill verk. Þvílík verleikafyrring í þér maður. 

  Það er nákvæmlega svona "netriddarar" eins og þú sem þykist vera í stöðu að segja hvernig sagan er, hvað sé rétt og rangt, ert með dóma í einstökum málum sem þú þekkir ekkert o.s.frv. o.s.frv. 

  Axel,

Það eina sem ég var að tala um var hvernig fólk notfærir sér svona tilvik hérna á Íslandi til að styðja sínar "trúarkreddur". Þarna er eitt tivik, sem við vitum ekki allt um. Nunnan var bannfærð, og sú bannfæring getur virkað til baka. Þetta var siðanefnd sem hún kom fyrir. Það hefði ekki breytt neinu um úrslit málsins hvað presturinn vildi. 

  Mér finnst bara leitt hvernig sumt fólk missir sig í ofstæki á netinu. Ég held reyndar að þú dælir út frá þér svo mörgum færslum að þú pælir lítið í þessu, og ert líklega ekki svo rætinn, ef út í það er farið, miðað við galgopan í þér. 

     Það er hægt að segja margt um kaþósku kirkjuna, bæði gott, og síðan siðir sem hafa verið lengi að leggjast af. T.d. það að prestur má ekki gifta sig er ekkert annað en uppgötvun kirkjunnar. Aftur á móti þegar fólk notar hvert tækifæri til að spúa út úr sér vitleysu, og hatri, og þá oftast í skjóli "húmanisma", þá er málið orðið aðeins flóknara, þó að auðvitað á maður bara að "ignora" þannig heimsku, eins og flestir gera.  Síðan er þannig þenkjand fólk náttúrulega fyrst og fremst að kalla eftir viðbrögðum, þannig að..........

  Ingibjörg, 

    Ég sagði aldrei að ég væri fylgjandi því að konan yrði látin deyja. Þetta er hennar ákvörðun. Auðvitað eiga læknar fyrst og fremst að reyna bjarga lífi móðurinnar, og síðan barninu, ef það er hægt.  Ég held að vestræn læknavísindi eru að mörgu leyti kominn langt fram úr sjálfum sér á margan hátt. Þetta er meira orðin atvinnuvegur, heldur en læknavísindi. Ég hugsa að læknar á heimsvísu eyði meiri tíma í fegrunaraðgerðir í Bandaríkjunum, heldur en t.d. barnalækningar í Afríku. 

Einar Ari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 16:21

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Smá ábending Einar. Þú ættir að lesa þín eigin innlegg yfir áður en þú skrifar ný. Bara svo þú farir ekki fleiri hringi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 16:52

20 identicon

Ég er nú samt ekkert ringlaður!! Kannski að einhver geti bent mér á dæmi?

Einar Ari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 17:15

21 identicon

Rosalega er Einar vel heilaþveginn af trúarmafíunni; Kaþólska kirkjan hefur verið eins og krabbamein á öllum heiminum frá fyrsta degi.

Takið eftir öllum barnaníðingunum í þessari kirkju; Bara á Írlandi eru ~30 þúsund börn sem var nauðgað af kaþólsku kirkjunni á síðustu áratugum.

Nú skulið þið margfalda þetta með aldri kirkjunnar hans Einars....  svo skulum við hugsa um allar þær konur og smástelpur sem hafa látið lífið vegna óléttu og ungs aldurs...
Við skulum líka muna að kirkjan hans Einars lét margar stúlkur í fóstureyðingu eftir að prestar höfðu barnað þær.. .já og þeir myrtu nýfæddu börnin að auki.
Saga þessarar kirkju er þvílíkur viðbjóður að aðeins siðleysingar og græðgispúkar vilja tengja persónu sína við þennan viðbjóð

Doctore0 (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 10:01

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki fallegt satt að segja, Doctore0

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2010 kl. 18:21

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ætli það sé til lækning við þaðólsku? Eða eru þessi trúarbrögð ólæknandi?

Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband