Fullkomin afturendaskýring.

Hún gæti ekki verið undarlegri skýringin, sem Jónmundur Guðmarsson gefur á brottvikningu Ólafs Áka úr Sjálfstæðisflokknum, þótt hún væri dregin út úr endagörn andskotans.

 

„Það er ekki hægt að túlka það sem einhvern brottrekstur úr flokknum, alls ekki, enda hefur framkvæmdastjóri flokksins ekki það vald að reka menn úr honum og ég myndi aldrei taka mér það vald“.

 

Segir kappinn og sendisveinninn Jónmundur. Hver var þá tilgangur þess að hann hringdi í syndaselinn? Að tilkynna Ólafi Áka að hann hefði sagt sig úr flokknum án þess að vita það sjálfur?

 

Ekki voru Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson reknir úr flokknum þegar þeir tóku sæti í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem Gunnar myndaði með Framsókn og Alþýðubandalaginu í óþökk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar var að auki varaformaður flokksins á þeim tíma.

 

Þessi endaþarmsskýring Jónmundar heldur ekki vatni og svo léleg að greinilegt er að hún er ekki  hans innsta sannfæring. Líklegt verður að telja að honum hafi borist fyrirmæli um brottvikninguna. Örugglega ekki frá rislitlum og löskuðum formanni flokksins.

 

Hver er þá líklegastur að hafa att Jónmundi á foraðið?

   
mbl.is Enginn rekinn úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Hvað með aðra þá Sjálfstæðismenn sem voru með Ólafi á X-A listanum fengu þeir einnig símtal frá Jónmundi? því ekki var Ólafur einn úr X-D á lista X-A hér í bæ.

Rafn Gíslason, 25.6.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Verður Hanna Birna rekin næst?

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta mál og ber öll merki Hádegismóra. Ég yrði illa svikinn ef hann riði ekki röftum á landsfundinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.