Er þetta ekki full langt gengið?

Ef þetta er svona, hlýtur fréttin sjálf að vera brot á Þýsku stjórnarskránni.

 

Hvaða dýrðarinnar útgáfa af skoðana- og tjáningarfrelsi telst þetta að vera?

 

Var það ekki einmitt svona sem Nazistarnir útfærðu sína útgáfu af  „tjáningarfrelsinu“?

 

Er það til eftirbreytni?

 
mbl.is Fangelsaður fyrir Hitlersræðu-hringitón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki var Stalín betri. En hver var það aftur?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 09:45

2 identicon

Til þess að skilja þessi lög í Þýskalandi þá verður maður helst að hafa búið þar. 

Það er ekki tjáningarfrelsi að upphefja einn mesta morðingja allra tíma.

Tjáningarfrelsi er fyrst og fremst ætlað til að gagnrýna stjórnvöld en ekki til að gera lítið úr minningu saklauss fólks sem alræðisstjórn Hitlers tók af lífi.

Þetta virðist öfugsnúið vegna þess hversu fjarlæt þetta er.

Þegar ég geng um götur Berlínar eru litlir koparsteinar sem hefur verið komið fyrir fyrir framan hús gyðinga sem voru teknir og drepnir.   Hitler og nasistar voru mestu skepnur og ekki ekki hægt að tala um hann á jákvæðum nótum.  Allavega ekki þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 10:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

V. Jóhannsson, ég held að Rússar hafi ekki hugsað sér að banna umræðu um Stalín eða hans hugmyndafræði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán, takk fyrir innleggið, það vantar mikið á að ég aðhyllist Hitler eða hans hugmyndafræði.

Ég er lýðræðissinni og ákafur fylgjandi skoðana- og tjáningarfrelsis. Ég fæ ekki séð hvernig því verður þjónað með því að banna umræðu eða skoðanaskipti um ákveðin mál, þótt sársaukafull séu.  

Ég veit að þetta er sáraukafullt fyrir Þjóðverja, en þetta hverfur ekki þótt þeir reyni að fela það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þegar kreppan ef yfirstaðin, verður bannað að tala um Davíð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.7.2010 kl. 12:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, Inga það má ekki gerast, það væri ólýðræðislegt og svo er öllum hollt að þekkja "óvininn" til að geta varast hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 12:36

7 identicon

Stefán: Ég bý út í Þýskalandi og er algerlega ósammála þessum lögum. Það á ekki að hefta tjáningarfrelsið með þessum hætti, og er enginn ástæða til þess að gera þetta í dag.

Þessi lög eru arfleifð af því þegar reynt var ákveðið að enda Nasismann eftir Síðari heimstyrjöld (Entnazifizierung), en hverju eru þau að áorka í dag? Að fangelsa einhvern kjána í lest í Hamburg?

Mér finnst bara allt í lagi að svona menn fái að ganga um götur Þýskalands í einkennisbúningum Þriðja ríkisins með Nasistafánann á lofti. Þá er það fyrir allra augum hversu mikill fávitaskapur þetta er, þessi lög eru að hjálpa þeirra málstað ef eitthvað er.

Þegar þú setur svona lög endaru með fáránlegar aðstæður eins og í Tyrklandi og Frakklandi. Í Tyrklandi er bannað að halda því fram að þjóðarmorð Tyrkja á Armenum hafi átt sér stað, en í Frakklandi er það á hinn veginn.

Ævar Arnfjörð Bjarmason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 12:44

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Ævar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 13:31

9 identicon

Ævar:  Þessi lög hafa verið í gildi í ansi marga áratugi.  Ég get ekki séð neinar fáránlegar aðstæður.  Kanski eru fáránlegu aðstæðurnar þær að þetta er fréttaefni á Íslandi og menn blogga um það og aðrir eins og við skrifum um það athugasemdir.

Ég bý í "nasistahverfi" í Berlín.  Þar sé ég nóg af fánum og merkjum og öðru slíku og fatnaði frá Thor Steinar.  Það er ansi mikill bissness í þessu öllu saman.

Ungum jafnaðarmönnum var bannað að nota auglýsingaskilti gegn nasistum þar sem þeir voru að heilsa að nasistasið.  En hvað með það?  Þetta er bannað og það er aðeins illa gefið fólk sem er að halda upp á þriðja ríkið og hafa hringitón með ræðu Hitlers.  Það á allavega að dæma svona mann fyrir að vera fáviti.

Fyrirgefðu hvað ég er harðorður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:09

10 identicon

"In a world of political correctness, the truth is beside the point"  

Stefán, þegar þú talar um að það sé ekki brot á tjáningarfrelsi að fangelsa mann fyrir að hafa einhverja Hitlersræðu sem hringingu í símanum sínum minnir mig á ráðstefnu um tjáningarfrelsi sem haldin var í Oxford háskóla um árið. Það fyrsta sem gefið var út áður en ráðstefnan var sett á fót, var að hægri öfgamönnum væri bannað að tala og "tjá" sig. Ekkert var minnst á vinstri öfgamenn, þrátt fyrir að Stalin hefði látið drepa þrefallt fleiri en Hitler er sagður hafa komið fyrir kattarnef.

það er  ekki hægt að básúna um tilverurétt mál- og tjáningafrelsis, en samt bara handa þeim sem eru sammála manni sjálfum.  

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:12

11 identicon

Ég legg allavega til ef við ætlum að halda áfram á þessari braut, að ritstjóri Morgunblaðsins, ásamt fréttaamönnum verði fangelsaðir fyrir að birta mynd af karlómyndinni!

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:16

12 identicon

Heimir:  Brot Stalíns gerir ekki brot Hitlers betra.  Ég veit ekki hvort þú hafir lent í viðræðum við nýnasista.  Ég veit ekki hvort þú hafir tekið þátt í umræðum við nýnasista á þingi eða í borgar eða bæjarráði.  Ég hef fylgst með því og það er ekki hægt.  Fylgst með því í gegnum fundargerðir o.þ.h. sem ég hef fengið hjá bæjarfulltrúum SPD í Berlín-Lichtenberg.

Það er ekki tjáningarfrelsi að segja að það megi tala um Hitler því einhver annar var verri.

En ég læt þessa umræðu núna vera. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:13

13 identicon

Í Þýskalandi eru í gildi lög frá árinu 1946 sem heita (á ensku): Liberation of the German People from National Socialism and Militarism. Þar kemur fram að óheimilt sé að vera með opinberar tilvísanir til nasismans. Stjórnarskrábrot segir þú. Í 139. grein stjórnarskrá Þýskalands (enska útgáfan) stendur: The legal provisions enacted for the “Liberation of the German People from National Socialism and Militarism” shall not be affected by the provisions of this Basic Law. M.ö.o. þessar takmarkanir á tjáningarfrelsi eru heimilar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:16

14 identicon

Það má ekki hlusta á ræðu Hitlers, en það má skjóta Palestínumenn á viðurlaga.....

Rabbi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:09

15 identicon

Rabbi:  Það er verið að tala um Hitler og hvernig hann myrti miljónir manna.  Það hefur ekkert að gera með stöðuna í dag.

En þetta er það sem nýnasistar vilja.  Tala um það hvað gyðingar eru vondir í dag til að gera lítið út því hvað Hitler var vondur. Og þá eiginlega bara góður að reyna að losa heiminn við þá.

Við skulum passa okkur á þessu.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:16

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán að vissu leyti tvinnast þetta saman, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Gyðingar hafa allt fram á þennan dag spilað á samúðina og hafa út á hana komist upp með framkomu og hluti sem þykir ekki góð latína hjá öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 23:22

17 identicon

Já, en það gerir Hitler ekki góðan eða einhver sem á að njóta skilnings vegna þess hvernig staðan er í dag í Ísrael.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei almáttugur, ekki skilja mig þannig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 23:42

19 identicon

Það er ekkert verið að tala um það hvort að Hitler hafi verið vondur eða góður karl.

Það finnt engin neiit að því þó að fólk gangi um með hauskúpur, vampírur, myndir af djöflinum á sér.  Allt þetta eru tákn dauðans og misþyrmingar.

Margir telja Bush vera fjöldamorðingi.  Stalín drap margfald fleiri undir fána Kommunismans.  En fólk finnst allt í lagi að flaga rauða fána með sigðina.  Jafnvel að vera með með mynd af Stalín á fötin sín.

Ég þekki fólk austan frá sem þola ekki 1. maí út af þessu. 

Rabbi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:10

20 identicon

... Hér á Íslandi er bannað að tala um sígarettur fyrir framan hóp af fólki nema það sé til að segja hversu hræðilegar þær eru.. er það eitthvað öðruvísi?

Mér finnst bara allt í lagi að nasismi sé bannaður í Þýskalandi. Hann ætti að vera bannaður allsstaðar.

Helga Dís (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 04:02

21 identicon

Margir virðast gleyma því að það var Stalin sem réði niðurlögum Hitlers.

Allt tal um að Stalin hafi verið fjöldamorðingi er blekking sem auðvaldspressan

spann upp til að hræða verkafólk frá réttmætum kröfum sínum. 

Hrolfur (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:40

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sígarettubulið er góð ábending hjá þér Helga. Ég er raunar þeirrar skoðunar að bann við sýnileika og auglýsingum á tóbaki sé fáránlegt meðan leyfilegt er að selja vöruna. Svo er öfga femínismi líka af þessum meiði.

En þessu er samt ekki saman að jafna. Reykingar mannsins við hliðina á mér skaða mig, en það skaðar mig ekkert þótt hann sé aðdáandi Hitlers, meðan hann heldur því fyrir sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 11:20

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hrólfur, Stalín réð ekki niðurlögum Hitlers einn og sér, það gerðu  herir bandamanna sameiginlega.

Það er ljóst að Sovétríkin hefðu fallið, tapað fyrir Þýska hernum hefði ekki komið til gengdalausir birgðaflutningar og önnur aðstoð frá Bretum og Bandaríkjunum sérstaklega,  með skipalestum til Murmansk.

Rauði herinn var mjög vanbúinn til stríðs í upphafi þess. Ekki vegna skorts á vopnum og búnaði heldur vegna skorts á hæfum foringjum, því Stalín karlinn, hafði stundað gengdarlausar "hreinsanir" á yfirmönnum hersins, því allstaðar sá hann menn sitja á svikráðum við sig.

Hann Josif Vissarionoví,s Dzhugashvíli blessaður setti ekkert fyrir sig að drepa þegna sína í hrönnum, þetta er vitað og öllum kunnugt sem það vilja vita.

Rússar viðurkenna þetta sjálfir, því er undarlegt að enn skuli vera á Íslandi aðdáendur Stalíns, sem ekkert misjafnt mega heyra um þennan "öðling og mannvin".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 11:54

24 identicon

Það er bannað að auglýsa tóbak og áfengi á Íslandi. Að bera hakakrossa er ekkert annað en auglýsing. Eru það of miklar skorður á tjáningafrelsinu eða þjóðfélaginu til góða?

Gunnar Eyþórsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:43

25 identicon

Ég sá ekki að tóbaksamlíkingin hefði þegar verið nefnd. En...

„En þessu er samt ekki saman að jafna. Reykingar mannsins við hliðina á mér skaða mig, en það skaðar mig ekkert þótt hann sé aðdáandi Hitlers, meðan hann heldur því fyrir sig."

Ef þessi maður hafði haldið sinni ást af Hitler fyrir sig hefði hann ekki tjáð sig, hann hefði ekki verið handtekinn og engin frétt um málið hefði birst. Hvernig er hægt að segja að hann eigi að halda því fyrir sjálfan sig en á sama tíma gagnrýna skert tjáningafrelsi?

Gunnar Eyþórsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:48

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Margir pólitískir róttæklingar falla í sömu gryfju og ofsatrúarfuglar sem telja það skyldu sína að gera sínar skoðanir að annarra, þá með illu ef ekki góðu. 

Það sem ég er að segja með þessu Gunnar er að meðan hann reynir ekki að þröngva sínum skoðunum upp á mig á einn eða annan hátt, er mér alveg sama um þær. Hans réttindi enda þar sem mín byrja, og öfugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 20:12

27 identicon

Gunnar:  Hvernig er hægt að líkja Hitler við reykingarbann?  Hitler lét drepa meira en 6 milljónir gyðinga.  Miklu miklu fleiri dóu í árásarstríði sem hann háði.  

En umræða um nasista og Hitler fer alltaf út í einhverja vitleysu og aðdáun.  Það er svo skrýtið hversu margir geta talað vel um nasista og það sem þeir eiga að hafa gert.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 20:33

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán, þetta eru ágæt lokaorð á þessari umræðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband