Kálfar eða menn

Er þetta ekki deila um keisarans skegg? Ef í kúamjólkinni eru hormónar, leifar af blóði, vessar og annað vesen, hvað þá með kjötið af skepnunni, er það ekki undir sömu sökina selt?

 

Það getur varla verið „skaðlegra“ að drekka kúamjólk, efnafræðilega séð, en éta beljuna sjálfa.

  

Hika einhverjir við að éta kjötið, aðrir en forhertar grænmetisætur?

Erum við kannski öll hálfgerðir kálfar, eftir alltsaman?

 

mbl.is Kúamjólk bara fyrir kálfa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

 Smá íhugun  í sambandi við kúamjólk.

Ef við pælum aðeins í því,  þá drekka kýr ekki kúamjólk svo hvers vegna ættu menn að gera það ? Til hvers í ósköpunum eru menn að drekka kúamjólk ? Ef þú byðir fullorðinni kú mjólk myndi hún þefa af henni og segja,   ,, Nei takk, ég fæ mér heldur vatn og gras ,, . Getur það verið eðlilegt að maðurinn er eina dýrategundin sem drekkur kúamjólk ? Nú hugsar þú kannski  ,, Hvað er hún að segja, kálfar drekka þó altént kúamjólk ! ´´   Einmitt ! Kúamjólk hefur aðeins eitt hlutverk, að vera fæða fyrir kálfa. Engin dýr drekka mjólk, eftir að þau hafa verið vanin af spena. Hér er ekki verið að tala um húsdýr, sem búið er að gera fráhverf náttúrulegu eðli. Á fyrstu hluta ævinnar er það ófrávíkjanleg regla að öll spendýr sjúga móður sína, síðan eru þau vanin af spena og lifa á annari fæðu þaðan í frá. Náttúran ætlast til þess að vanið sé undan tiltölulega snemma. En við mennirinr höldum því hins vegar fram að kýrnar eigi að taka við þegar móðirin hefur lokið hlutverki sínu. Með öðrum orðum er ein dýrategund sem aldrei á að venja undan og það eru mennirnir. Hvers vegna ? Höfum við nokkurn tímann séð sebradýr sjúga gíraffa, hund sjúga hest ? Nei. Jæja, höfum við nokkurn tíma séð mann sjúga kú ? Allt er þetta jafn fáránlegt og umhugsunarvert.( Harley og Marilyn Diamond, höfundar bókarinnar Í Toppformi, sem kom út árið 1992.)

  Mjólkurneysla gr./íbúa/dagBHKK Dánartíðni

 

AusturlöndKína301

 

 Indland1793

 

 Taíland593

 

Suður EvrópaGrikkland54311

 

 Ítalía 62312

 

 Spánn44615

 

NorðurlöndDanmörk62623

 

 Ísland80323

 

 Noregur69328

 

 Svíþjóð88228

Þetta eru mínar pælingar varðandi neyslu á kúamjólk. Ég tel að kúamjólkin sé ekki allra meina bót.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.7.2010 kl. 04:46

2 identicon

MJÁ!!  Kettir drekka jú kúamjólk!

Annars hlýtur kúamjólk ad vera ótharfa faeduvara.  Sama má sjálfsagt segja um hrísgrjón og braud.  Öll faeda sem uppfunnin er af manninum er ónaudsynleg gaeti ég trúad.  Hve skadlegar thessar faeduvörur er veit ég ekki.  Óneitanlega virdist Gudbjörg Elín Heidarsdóttir hafa eitthvad til síns máls ef tekid er mid af töflunni hér ad ofan.  En aldrei er haegt ad segja med fullri vissu ad mjólkuvörurnar séu sökudólgurinn thótt fylgnin virdist nokkud ljós.

Ostur er thá ekki veislukostur ef vel er ad gád? (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 06:53

3 identicon

Það er staðreynd að það sé skaðlegt að éta sterafyllta skepnuna, lítið bara til vesturs á Ameríkanann.

Myndarlegt barn þetta:

http://www.stanford.edu/group/ccr/blog/obese%20mcdonalds.jpg

 Huggulegar konur:

http://penixproject.com/blog/Pictures/obese.jpg

Þessi fer seint í maraþon:

http://heartstrong.files.wordpress.com/2009/03/obese-man.jpg

Páll (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 08:23

4 Smámynd: Einar Steinsson

Það er ástæða fyrir að asíubúar drekka lítið af mjólk og hún hefur ekkert með hollustu að gera. Af einhverjum ástæðum er mjólkuróþol frekar regla en undantekning hjá asíubúum öfugt við vesturlandabúa þannig að ef þeir drekka mjólkurvörur þá eru þeir með stöðuga meltingarvandamál og þess vegna eðlilegt að mjólkurvöruneysla sé lítil í þeim heimshluta.

Með sömu rökum og Axel notar ættum við að sjálsögðu að hætta að borða og drekka allt það sem ekki var til staðar um það leiti sem við skriðum niður úr trjánum og sá listi er ansi langur.

Einar Steinsson, 19.7.2010 kl. 09:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðbjörg, það er hæpið að nota það sem rök gegn kúamjólk að dýr drekki hana ekki. Hvorki menn eða dýr éta eða drekka það sem þau hafa ekki aðgang að. Það mætti með sömu rökum segja það sönnun fyrir  skaðsemi gosdrykkja að dýr drekki þá ekki.

Ég hef átt mörg gæludýr, bæði hunda og ketti. Öll þessi dýri vildu frekar mjókl en vatn stæði það til boða, þótt rígfullorðin væru.

Ég tel að það sé frekar menningarleg skýring á minni mjólkurneyslu í Kína og Thailandi en einhver ofurvitneskja um meinta skaðsemi Mjólkur.

Dýr venja afkvæmin af spena af aðeins einni ástæðu. Nýburarnir þurfa mjólkina og því er ekkert aflögu handa eldri afkvæmum. Það er ekki sönnun fyrir skaðsemi mjólkur á eldri einstaklinga.

Það er ekki óþekkt að kvenndýr  taki að sér dýr annarar tegundar og hafi þau á spena.

Og þó þú sjáir ekki menn liggja undir kúm á spena út um allar koppagrundir, sannar ekki að mjólk sé skaðleg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 10:07

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll, ég tel að vaxtarlag þeirra sem þú vísar til eigi sér ekki orsök í því hvað þau éta, heldur frekar magninu, samkvæmt eigin reynslu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 10:13

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar þú misskilur mig greinilega illa. Hvaða rökum er ég að beita og gegn hverju, eða með hverju?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 10:20

8 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Mjólk og mjólkurafurðir eru hollar fæðutegundir, sérstaklega fyrir börn í vexti. Einnig fyrir fullorðna. En í hófi.

Maðurinn er eina spendýrið sem nýtir sér mjólk annarra spendýra .

Óþol og ofnæmi þekkist.

Árni Þór Björnsson, 19.7.2010 kl. 11:34

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni, takk fyrir þetta. Allrar fæðu verður að neyta í hófi, það er óhófleg neysla sem veldu offitu frekar en hvað menn éta.

Það er mjög vinsælt að kenna ákveðnum fæðutegundum um offitu, sem er rangt. Ef menn borða meira en þeir brenna þá fitna þeir. Það er ekki flóknara. Það gildir einu hvort umfram hitaeiningarnar koma úr fitu eða trefjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 11:52

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú alveg rétt sem bent er á að kýr vilja alveg drekka mjólk á fullorðinsaldi - ef þær eru vandar á það og fá sem sagt aðgang að slíkri fæðu.

Þær verða alveg sólgnar í hana!  Líka kindur.  Koma hlaupndi langar leiðir ef þær sjá færi á mjólkursopa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2010 kl. 13:43

11 identicon

Ég vil thakka Elínu Helgu Heidarsdóttur fyrir sína athugasemd.  Taflan sýnir ljóslega ad neysla mjólkurafurda er haettuleg fólki. 

Ég hef ákvedid ad haetta allri neyslu á mjólkurafurdum.  Ég tók thá ákvördun skömmu eftir ad ég las athugasemd Elínar.

Thakka thér fyrir thessa gódu ábendingu Elín!

Ég er ad tala í fullri alvöru thví ég veit ad margir karlmenn fá krabbamein í blödruhálskirtli.  PROSTATE CANCER.

No more milk for ME! 

Ostur er thá ekki veislukoster ef vel er ad gád (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 14:20

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 14:20

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Ostur er thá ekki veislukoster ef vel er ad gád" , konan heitir Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir.

Þú ert hrifnæmur með afbrigðum ef ekki þarf meira til að þú umturnir þínu lífi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 14:27

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til viðbótar við svona "rannsóknir" eins og Guðbjörg vísar til þá man ég eftir "rannsókn" sem mjög var vísað til  fyrir nokkru síðan.

Því var mjög haldið á lofti af "næringarfræðingum" að ákveðin gosdrykkur innihéldi efni sem væru krabbameinsvaldandi.

Jú þetta efni var í drykknum það var staðreynd en í það litlu magni að það hefði þurft að drekka sem svaraði einu baðkari á dag svo það hefði áhrif.

En þess var að sjálfsögðu látið ógetið. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 14:42

15 identicon

Ae ae....ég rugladi henni saman vid matarbloggara.  Fyrirgefdu mér thad Gudbjörg!  Takk fyrir leidréttinguna Axel.

Já...kannski hrifnaemur...eda hugad um heilsuna.  Ákvördunin er a.m.k. tekin.  Enda er mjólk og mjólkurafurdir ótharfa faedutegund sem er thar ad auki oft er mjög fitandi (ostar t.d.) og thess vegna óholl neysluvara.

Núna tharf ég bara ad finna eitthvad sem ég get notad í stad osts á pizzur framtídarinnar.   Einhverjar hugmyndir thar ad lútandi?

Ostur er thá ekki veislu kostur ef vel er ad gád? (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 15:07

16 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Deildar meiningar um hollustugildi mjólkur er fyrirsögn á grein inn á heilsubankinn.is Ég er ekki að alhæfa eitt né annað varðandi neyslu hjá okkur á mjólkurvörum. Ég hef mikið pælt í mjólkinni og mjólkurvörum, mitt álit er það að hún er ekki eins holl og margir halda fram.  Það hefur verið rannsakað tengsl á milli blöðruhálskrabbameins og mjólkurneyslu hér á landi, en það er ekki full sannað að það séu bein tengsl á milli blöðruhálskrabbameins og mjólkurneyslu. Ég er ekki að fullyrða neitt hér, heldur að koma með mínar pælingar á þessu. Það er hægt að finna ýmis efni til lestrar á netinu um þetta, háskólaprófessorar hér heima hafa bent á þetta einnig og má finna það efni á netinu með því að googla.

Lifið heil.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.7.2010 kl. 17:18

17 identicon

Thakka enn og aftur fyrir ábendinguna, Gudbjörg Elín Heidarsdóttir.  Ég tek thessa töflu mjög alvarlega.  Ég er nú ekki ad umturna lífi mínu thótt ég steinhaetti ad neyta mjólkurvara.  Drekk mest vatn og te.  Eftir ad hafa skodad töfluna sem Gudbjörg Elín var svo vaen ad birta hér tel ég vera miklar líkur á ad mjólk valdi meiri skada en hún gerir gagn hjá fullordnu fólki sem neytir hennar.

Ég mun lesa meira um thetta en ég get ekki séd ad ég tapi neinu á thví ad neyta ekki mjólkurvara í framtídinni...nema ótharfa fitu!  Ákvördunin hefur verid tekin og ég veit ad ég mun audveldlega standa vid hana.  Heilsan skiptir einna mestu máli í thessu lífi.  Takk aftur Gudbjörg Elín!

Ostur er ekki veislukostur ef vel er ad gád? (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 17:32

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þið ættuð Ostur og Guðbjörg  að bregða hlutfallsreikningi á þessa töflu. Það eitt ætti að vera til umhugsunar um ágæti hennar.

Hvað fleira gæti spilar inn í þetta?

Það mætti út frá þessum tölum án vafa færa sannfærandi rök fyrir því að bein tenging væri á milli kristinnar trúar og blöðruhálskrabba.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 17:45

19 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Guðbjörg, með fullri virðingu fyrir þér, þykir mér ansi lítið vægi í þessum rökum þínum.

Ef þú lítur á töfluna sem þú setur upp, þá tölfræðilega gengur dæmið ekki upp, hvað varðar blöðruhálskirtilskrabbameins og mjólkurneyslu. 

Ef þú lítur á löndin sem þú nefnir þarna, getur þú t.d. séð að þar sem blöðruhálskirtilskrabbamein er algengast, er minnst um sólskinið, og mest um það þar sem krabbameinið er óalgengara.

Satt að segja þætti mér eðlilegra að það væru orsökin, frekar en mjólkin.

Og hvað varðar beljurnar.. þá hef ég séð beljur drekka mjólk, ekki bara kálfa þeirra. Ég hef líka séð hunda og ketti drekka mjólk og borða mjólkurvörur með bestu lyst.

Fituinnihald kúamjólkurinnar og vörum sem framleiddar eru úr hennar eru ekkert endilega fituríkari eða óhollari en aðrar vörur sem fólk neytir reglulega. Bara spurning um að kíkja á innihaldslýsinguna, og næringartöfluna á umbúðunum.

Náttúran ætlast í sjálfu sér ekki til að vanið sé undan snemma, hvað varðar mjólkurgjöf mæðra til afkvæma sinna. Í dýraríkinu er það mjög oft þannig að elda afkvæmið er vanið af svo næg mjólk sé fyrir yngra dýrið.

Hjá mönnum eru konur oft með börn sín á brjósti í einhver ár, þótt margir líti það hornauga. Yfirleitt eru það þægindi og samkomulag á milli móður og barns sem ræður þar ríkjum. Þótt í flestu tilfellum gefa konur einungis brjóst, þar til líkami barnsins er orðinn fær um það að melta aðra fæðu og ónæmiskerfið komið vel á strik. 

Svo er hægt að sjá mörg dæmi þess að dýr hafi tekið afkvæmi annarra dýrategunda í fóstur. Fjölmörg, alls ekki óalgengt.

Með þessum sömu rökum og þú berð fram, ættum við helst ekki að éta neitt. Samkvæmt rannsóknum í dag er allt sem við látum ofan í okkur krabbameinsvaldandi á einn eða annan hátt, eða ýtir undir hjartasjúkdóma, alzheimer, meltingafærasjúkdóma og guð má vita hvað.

Reynslan og rannsóknir hafa samt sýnt okkur, að mjólkin gerir okkur meira gott heldur en slæmt. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.7.2010 kl. 18:01

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Útrýmum mjólk, drekkum hana alla!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 18:12

21 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Fæ ég að heyra "AMEN!" ?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.7.2010 kl. 18:17

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

amen

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.