Spyrjum að leikslokum

Það er besta mál ef Evrópusambandið óttast að Íslenska þjóðin felli væntanlegan aðildarsamning.  Það getur ekki annað en styrkt samningstöðu okkar svo um munar.  ESB veit hver útkoman verður í þjóðaratkvæðagreiðslu ef við fáum ekki nauðsynlegar undanþágur í okkar helstu málum.

Það er ekkert að marka það þó fulltrúar ESB segi núna að við fáum engar undanþágur eða tilslakanir. Það dettur engum heilvita manni í hug að veikja samningsstöðu sína í upphafi samninga með því að lýsa því yfir fyrirfram hvaða tilslakanir væru mögulegar.

Ef samningarnir verða ekki hagstæðir Íslandi, verða þeir kolfelldir, því er angistar hnjáskjálfti andstæðinga aðildarviðræðnanna býsna broslegur.

 
mbl.is Gætu „tekið Noreg á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast meira að við munum fá undanþágur sem síðan munu ekki halda fyrir ECJ (evrópudómstólnum) þar sem sjávarútvegsstefna ESB er hluti af stofnsáttmála ESB eða grunsáttmála sambandsins. WTD málin eru gott dæmi um fordæmi ECJ í þessum málum.

Ef slíkt hendir okkur þá erum við kominn inn í ESB en með ónýtar undanþágur. Það verður að fara fram lögfræðilegt mat af hálfu stjórnvalda á gildi undanþágu við ESB.

Andri (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef samningur er gerður en hann síðar feldur úr gildi af einhverjum stofnunum ESB, þá er sá samningur auðvitað dauður, ekki satt? Við förum  ekki inn í sambandið fyrr en að ákveðnum tíma liðnum frá samþykkt samnings, þegar allri afgreiðslu nauðsynlegra þátta er lokið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki þarf ég að skjálfa í hnjánum yfir þessu en það sem pirrar mig er að það skuli yfir höfuð vera eyddur tími og peningar í þetta á meðan við erum með allt niður um okkur hér heimafyrir.

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 11:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eyða peningum í þetta segirðu, hafa menn ekki verið að grenja yfir því að ESB ætli að borga pakkann?

Ég hélt af umræðunni að menn ættu að vera fegnir ef þetta tæki allan tíma Össurar eins og menn óskapast ef hann hreyfir sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 11:11

5 identicon

Axel. "Ef samningur er gerður en hann síðar feldur úr gildi af einhverjum stofnunum ESB, þá er sá samningur auðvitað dauður, ekki satt? Við förum ekki inn í sambandið fyrr en að ákveðnum tíma liðnum frá samþykkt samnings, þegar allri afgreiðslu nauðsynlegra þátta er lokið."

Þetta er ekki rétt. ECJ fjallar ekkert um samningin án þess að upp komi mál sem reynir á undanþáguna (sem gerist að sjálfsögðu ekki fyrr en Ísland er orðin aðili að ESB), og þá gæti ECJ felt það úr gildi, eða allavega ekki beitt því. Þeir fella ekkert allan samninginn úr gildi, og Ísland yrði þá í ESB án undanþágunnar. Bretar hafa lent í þessu.

ECJ hefur oft lýst stofnsáttmálum ESB sem "stjórnarskrá" ESB, og eru þeir því rétthærri en lög ESB, og lög aðildarríkjanna. Stofnsáttmálar ESB eru þannig séð bara venjulegir þjóðarréttarsamningar á milli aðildarríkja. Framkvæmdarstjórn ESB hefur því væntanlega ekki heimild til að gera aðildarsamning við ríki sem stangast á við stofnsáttmála sambandsins.

Rafn (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 11:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú þekki ég ekki þetta breska tilfelli sem þú nefnir Rafn.  Hafi framkvæmdastjórnin ekki heimild til að gera samning sem stangast á við stofnsáttmálann, þá er fráleitt að sá samningur standi eftir að innihaldið hefur verið hreinsað út. Ertu að segja það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 12:07

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú ekkert svo merkileg grein í aftenposten þannig séð.  Ísl. óttast að ,,hafðið verði æmt af fiski"  ef ,,miðin verða opnuð" etc.

Jú jú, það má segja að 2-3 andsinnar nötri á beinunum hérna við ofannefnt - en fjölmiðlamenn eiga að vita að þetta er ekkert í kortunum.

Náttúrulega í Noregi er svona 50/50 afstaða til EU.  Og þegar samningurinn var felldur naumlega 94 er mikil tilhneyging hjá nojurum að sannfæra sjálfan sig um að betra sé að vera fyrir utan.  Þetta er mjög viðkvæmt mál og bara spurning um tíma hvenær nojarar fara að hugsa sér til hreifings aftur. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2010 kl. 13:20

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,tæmt af fiski"

Þetta með að aðildarsamningur gildi ekkert - bara rugl og nýasta mýta andsinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2010 kl. 13:23

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég átti ekki við viðbrögð andstæðinga aðildarumsóknarinnar við þessari grein sérstaklega Ómar, heldur almennt. Þeir hafa látið vaða á súðum og verið gersamlega að fara á límingunum af litlu tilefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 13:27

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei nei, eg skil.

Það bara málið sko með þessa umræðau um ESB - að það er búið að ekkja hana svo.  Þ.e. með því endalaust að stilla málum upp þannig að ESB vilji endilega að ísland geristaðili og svo í næsta orði er farið að tala um auðlindir og helst fiskinn og svona.  Eins og í þessu tilfelli sagt ,,opna miðin" etc.  Meina, smá saman hefur þetta áhrif.  Fólk öðlast skekkta mynd.

Td. í þessu tilfelli er bara ekkert sem bendir til að ESB vilji eitthvað sérstklega fá ísland í sambandið.  Að þar sé stöðugt verið að úthugsa hvernig megi nú lokka frábæra ísland í ESB.

Málið er að Ísland á rétt á að gerast aðili að ESB.  Það setur ESB í ákveðna stöðu.  þarna er land sem á rétt á að gerast aðili.

Og eins er skrítið að sjá njara segja svona athugasemdalaust að íslendingar sumir óttist opnun miða o.s.frv.  Þeir eiga alveg að vita betur.  Í samningum 94 var samið í aðildarsamningi um óbreyttar gagnkvæmar veiðiheimildir.  Meina, ef mið aðildaríkja væru bara ,,opin" þá mundi ekkert ríki sem ligur að sjó vera í ESB!  Halló.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2010 kl. 14:23

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Etit:  Ús sorrý, ,,búið að skekkja hana svo"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2010 kl. 14:24

12 identicon

Já, ef framkvæmdarstjórnin hefur ekki heimild til að gera undanþágu, þ.e. ef undanþágan stangast á við stofnsáttmála ESB, þá verður þeirri undanþágu ekki beitt af ECJ. ECJ myndi samt ekki fella ALLAN aðildarsamningin úr gildi. Íslandi væri ennþá aðili að ESB með ónýta undanþágu. Annars býst ég við að Framkvæmdarstjórnin geri sér grein fyrir þessu og þess vegna hefur hún lýst því yfir að íslendingar muni ekki fá undanþágu frá CFP. Efast um að hún hafi lýst því yfir eins og þú telur útaf því að hún vilji ekki "veikja samningsstöðu sína".

Aðildarviðræður eins og þær kallast eru aðallega viðræður um hvernig, hvenær og í hvaða röð Ísland aðlagast ESB.

Rafn (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 14:52

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei etta er ekki rétt.  Auðvitað mundi það gilda sem í aðildarsmningi samið yrði um.  Það er óumeilt.

Með CFP sérstaklega - að það er dæmigert hvernig búið er að koma umræðunni útá tún.  Menn eru altaf að keyra útí móa og svo þarf alltaf að berjast við að koma mönnum uppá raunsæjan vegaslóða umræðulega.

Ísland þarf enga ógurlega ,,undanþágu" frá CFP.  CFP er að flestu ef ekki öllu leiti afar skynsamleg stefna sem miðar fyrst og fremst að því að halda umhverfisjónarmiðum til haga.  CFP e ekki og hefur aldrei verið um að miðin væru ,,opin" fyrir dittin og dattin.  Það hefur aldrei verið málið.   CFP smellpassar fyrir íslendinga!  Það er nú stóra leyndarmálið. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.