Sama gamla, þreytta, úrelta og fúla sagan.

Var fyrrverandi brottrekinn forstjóri hinnar gjaldþrota Húsasmiðju, sem er í gjörgæslu bankans, eini valkosturinn í stöðu stjórnarformanns Haga?

Grafskrift Steins Loga hjá Húsasmiðjunni var að hann hefði leitt fyrirtækið á miklum umbrotatímum.  Falleg orð um mann sem yfirgaf starf sitt með skófar á rassgatinu.

Það er ekki við því að búast að menn komist upp úr pyttinum, meðan ekki er reynt að hugsa út fyrir hann.


mbl.is Steinn Logi stýrir Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiddi hann ekki húsasmiðjuna í gjaldþrot?

Fólk talar um að það þurfi fyrningaleið í sjávarútvegi til að nýliðun geti átt sér stað í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Af hverju er enginn að fara fram á fyrningarleið í rekstri annarra fyrirtækja? Það mætti t.d. setja reglu að á hverju ári ættu 20% af sitjandi forstjórum að hætta og mættu aldrei koma aftur að rekstri fyrirtækja, til að tryggja að sömu sepparnir og hafa fengið borgað stórfé síðustu árin við að setja blómleg fyrirtæki á hausinn séu ekki lengur við störf.

Með þessu banka-apparati sem nú er í gangi á Íslandi er þessu þver öfugt farið. Það virðist ekki vera séns fyrir neinn að komast að, nema menn hafi sett eitthvað á hausinn, og séu helst með óhreint sakavottorð.

Djöfull er þetta að verða þreytandi.

joi (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband