Kemur kaninn, kommúnistabaninn

Flugsveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO hér á landi frá 6. – 24. september í boði hinnar hreinu vinstristjórnar. Það er greinilega af sem áður var.

Nú dugir ekkert minna en tíu F-15 orrustuþotur þótt varnarliðinu hafi dugað fjórar slíkar undir það síðasta þegar algóðu kanarnir voru hér með fasta búsetu og fullar varnir.

Það ætti að gleðja órólega og vanstillta íhaldsmenn, sem hafa vart á heilum sér getað tekið af öryggisleysi eftir brotthvarf hersins, að þeir geti núna, um stundarsakir að minnstakosti, sofið rótt og áhyggjulausir í boði hinnar hreinu og tæru vinstristjórnar.

Menn hafa orðið þakklátir fyrir minna.

   


mbl.is Bandaríkjaher sinnir loftrýmisgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

http://verydemotivational.files.wordpress.com/2010/08/demotivational-posters-com-nom-nom-unism.jpg

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband