Hetja dagsins

Hetja dagsins er Halldóra  Harðardóttir á Húsavík, sem í dag færði Mæðrastyrksnefnd að gjöf 200 pör af barnavettlingum af öllum stærðum og gerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Er þetta hægt, Matthías?

Um daginn las ég þessa fyrirsögn á blogginu og fannst mér höfundur færslunnar ekki vita hvaðan þetta væri komið. Flestir halda trúlega að þarna sé talað í vandlætingartóni um eitthvað sem betur mætti fara.

Ég heyrði hins vegar söguna um Matthías á þá leið að hann var sýsluskrifari úti á landi og ákaflega vandur að virðingu sinni.

Einhverju sinni var verið að rétta í barnsfaðernismáli og kom það fram í yfirheyrslu yfir móðurinni að barnið hefði orðið til á dansleik og hefði hún setið í kjöltu föðurins.

Sýslumanni fannst þetta ekki sennilegt og spurði því skrifara sinn í lok réttarhaldsins: Er þetta hægt, Matthías?

Matthías svaraði engu en daginn eftir þegar hann kom til vinnu, bauð hann sýslumanni góðan dag og sagði síðan: Já, það er hægt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.9.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, sæll, Benedikt, ég var einmitt að svara þessari færslu þinni á þínu bloggi. Svo ég segi ekki meira hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirgefðu ókurteisina Benedikt, takk fyrir innlitið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 20:21

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Ég les oft blogg en sjaldan mér til skemmtunar. Þú ert einn af þeim sem ég les og hef oft gaman af. Takk fyrir mig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.9.2010 kl. 20:38

5 Smámynd: Björn Birgisson

Halldóra er hvunndagshetja sem heiður ber. Það eru líka konurnar í kvenfélögum landsins sem hafa prjónað sætar litlar húfur á hvern einasta nýbura á Íslandi, en þeir munu vera um 5000 á árinu. Stundum vildi ég að ég væri kona!

Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 20:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Benedikt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er víst auðvelt orðið að skipta um kyn, sé það vandamálið Björn. Eitt eða tvö hnífsbrögð, smá froða hér og þar og---bíngó kona er fædd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 21:01

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Benjamín litli á eina húfu frá kvenfélögunum. :)

Hún er ofsalega fín.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.9.2010 kl. 21:02

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er mér máið skylt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 21:02

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirgefðu mér Björn, ég var svo hugfanginn af þessari ósk þinni í lokin að ég gleymdi auðvitað aðal inntakinu í innleggi þínu.

Það eru vitaskuld konur um allt land að framkvæma kraftaverk daginn út og daginn inn til stuðnings góðum málstað.

Þeim verður seint fullþakkað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 21:09

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ein af ástæðunum fyrir þaulsetu minni við tölvuna á kvöldin eru 70 húfurnar sem konan mín lagði í þetta góða púkk. Hvenær verða nýburar á Íslandi 10 þúsund?

Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 21:26

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man eftir því sem barn þegar kvennafélagskonur á Skagaströnd prjónuðu - "Neyðarfatanað" - ullarnærföt á alla áhafnarmeðlimi báta og skipa frá Skagaströnd og pökkuðu í viðeigandi búnað. 

Þetta var fyrir tíma varmapoka og flotbúninga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband